Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 27
Heimaþjónusta - Ttyggingar Hugleiðing Oegna greinar í Ljósmaeðrablaðinu. Vegna greinar í síðasta Ljósmæðrablaði þar sem fjallað er um málaferli gegn bresku ljósmóðurinni Caroline Flint hef ég verið að velta fyrir mér hvernig tryggingamálum sjálfstætt starfandi ljósmæðra er háttað. Samkvæmt nýjustu tölum frá Kvennadeild Landspítalans hefur heimaþjónusta ljósmæðra aukist jafnt og þétt frá ári til árs og milli áranna '96 og '97 er auking um 50-60%. Ekki er ólíklegt að enn fjölgi þeim sem vilja nýta sér þessa þjónustu. Þessi starfsemi er verktakastarfsemi og hljóta ljósmæður að þurfa að hugsa sinn gang gagnvart hugsanlegum kærum og e.t.v. málssókn. Ekki þurfa kröfur að vera háar til að ljósmóðir geti lent í verulegum vanda við að greiða þær, því ekki eru ljósmóðurlaunin svo há. Nýverið féll dómur í hæstarétti í máli þar sem, að mati dómsins, höfðu átt sér stað mistök í sængurlegu. En sængurlega er einmitt það sem heimaþjónustan snýst aðallega um. Eins og umræðan er í dag gæti sú staða al- veg komið upp að ljósmóðir í heimaþjónustu fái á sig kæru jafnvel málssókn. Tryggingafélög hafa boðið upp á tryggingu fyrir sjálfstætt starfandi ljósmæður og vitna ég í tilboð frá einu þeirra. Tilboðið hljóðaði upp á vátryggingarupphæð að kr. 75.000.000 með 10% sjálfsábyrgð að lágmarki 20.000 og hámarki 200.000 og kostar þessi trygging kr. 4.570 á ári þegar reiknaður hefur verið inn afsláttur. Það gera kr. 376 á mánuði og munar lítið um að borga það enda tryggt að ekki þurfi að leggja himili sitt að veði komi til málssóknar. Þær ljósmæður sem eru sjálfstætt starfandi að hluta eða öllu leiti eru einar ábyrgar þ.e. engin stofnun á bakvið þær og ég tel ekki spurningu að það er nauðsynlegt að hafa tryggingu. Með kveðju, Ólafía Margrét Guðmundsdóttir Ljósmóðir á fæðingadeild Lsp. Tóbaksvarnir - heilbrigt þjóðfélag „Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum" Ráðstefna á vegum Heilbrigðisstofnunarinnar Egilsstöðum og Krabbameinsfélags Héraðssvasðis. Staður: Menntaskólinn á Egilsstöðum. Tímasetning: 21 - 22. ágúst 1998. Markhópur: íslenskir læknar, tannlæknar, hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn. Tungumál ráðstefnunnar: íslenska og enska. Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst nánar síðar, en upplýsingar veitir Auður Ingólfsdóttir í ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands í síma: 562 3300, tölvufang: auduri@ith.is LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.