Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 15
Dæmisaga Ijósmóðumema: ÖrJun eða þolinmæði Konan sem sagan er af var að eiga sitt fyrsta barn. Hún hafði haft hækkaðan blóðþrýsting á meðgöng- unni og bjúg. Það hafði ekki fundist prótein í þvagi hjá henni í skoðunum síðasta mánuðinn, og blóð- þrýstingurinn hafði aldrei mælst hærri en 140/90. Hún var gengin 41 viku þegar hún fór í dagönn á meðgöngudeild vegna blóðþrýstingsins, og vegna meðgöngulengdar skoðaði læknir hana. Leghálsinn var þá 4-5cm opinn, það kom legvatnsgusa við skoðunina, þá var klukkan 11:30. Hún var búin að hafa verkjalausa samdrætti á 10 til 12 mín fresti frá því kvöldið áður. Konan fór heim aftur en klukku- tíma síðar fóru samdrættirnir að vera sárir með svip- uðu millibili, hún mætti þá aftur á fæðingarganginn en eftir klukkutíma duttu samdrættirnir alveg niður. Þegar ég kom á vaktina hafði konan ekki haft samdrætti í þrjár klukkustundir. Þá sat sérfræðingur inni á vakt og var að ræða við ljósmóðurina sem ætlaði að vera með mér um hvað væri best að gera fyrir konuna. Sérfræðingurinn tekur af skarið og segir, við skulum koma inn og heyra hvað konan vill sjálf. Ég fylgdi lækninum inn á stofu. Læknir- inn spyr þá konuna hvað hún vilji, hvort hún vilji láta örva fæðinguna, konan tók vel undir það og læknirinn hélt áfram til að fræða konuna um örvun í fæðingu. „Þú hefur kannski heyrt frá öðrum kon- um að verkir séu sárari, (við örvun) en ég held að það sé ekki rétt, það hefur verið mældur þrýstingur- inn í leginu og hann er sá sami og án örvunar“. Og þar með var ákvörðunin tekin, konan vildi gjarnan fæða fljótlega. Ég varð eftir hjá konunni, og spurði hvort hún væri búin að liggja í rúminu frá því hún kom og hún sagðist hafa gert það. Ég sagði henni þá að ef til vill væri gott fyrir hana að ganga svolít- ið um, fara í stigann og hreyfa sig, áður en dreypið yrði sett upp. Ég var ósátt við þessa einföldu fræðslu um gang- setningu, og fannst að konunni hefði ekki verið gefnar réttar upplýsingar til að taka ákvörðun. Mér fannst líka eðlilegra að bíða í að minnsta kosti sól- arhring eins og er almenn vinnuregla á deildinni, ef vatn fer og bið er eftir hríðum. Ég spurði því lækn- inn hvað ég gæti skrifað sem ástæðu fyrir gangsetn- ingu. Læknirinn svaraði að það þyrfti ekki ástæðu, því að þetta væri bara örvun, konan væri byrjuð í fæðingu. Ég sagði að við þyrftum samt að hafa ástæðu til að grípa inn í fæðinguna með lyfjagjöf og ég vildi gjarnan fá skýringu á hvaða ástæðu ég hefði til þess. Læknirinn sagði fyrst að konan væri svo hagstæð þá þyrfti hún trúlega ekki nema nokkra dropa til að fæðingin færi í gang. Ég sagði að þess vegna væri líka líkur á að hún færi sjálfkrafa af stað. Læknirinn samþykkti það og sagði að það væri líka vegna sýkingarhættu, sem þyrfti að örva. Ég sagði að það væri hætta á að það þyrfti önnur inngrip ef fæðingin yrði örvuð, og spurði af hverju mætti ekki bíða í 24 klst eins og almenna reglan á ganginum hljóðaði upp á. Læknirinn rifjaði þá upp sögu af konu sem fékk sýkingu á innan við sólar- hring eftir að vatnið fór og barnið sýktist líka. Ég sagði þá að eitt dæmi segði ekki meira en margar rannsóknir. Læknirinn sagði að það gilti öðru máli þegar leghálsinn væri svona opinn, það væri meiri sýkingarhætta en ef hann væri nærri lokaður. Við þessu átti ég ekkert svar. Það varð úr að læknirinn skrifaði í mæðraskýrsluna að konan hefði haft góða verki sem duttu niður, og því væru fyrirmæli um örvun með oxitocin, því hann teldi áhættu af sýk- ingu ef beðið væri, meiri en áhættu af örvun Ég setti dreypið upp kl 18 en fór varlega í að auka það, kl 20:30 var dreypið ennþá 24 ml/klst. hríðar x(x) á 3-4 mín fresti og konan fann aukinn þrýsting niður. Skoðun var hins vegar óbreytt frá því um morguninn. Ég var því ákveðnari við að auka dreypið í u.þ.b. 70 ml/klst og tveimur tímum síðar var útvíkkun nánast lokið en kollurinn hafði ekki færst neðar. Hann var fyrir ofan miðja grind. Ljósmóðirin fann þá upp á spenntan belg sem hún ákvað að rjúfa því nú var ekki aftur snúið. Legvatnið var aðeins litað og fljótlega kom fram dálítil bradicardia hjá barninu. Hjartslátturinn lag- aðist þegar slökkt var á dreypinu og hélst góður þótt það væri smásaman hækkað aftur, þó ekki jafn mikið. Útvrkkunin kláraðist á 10 mínútum og kon- an byrjaði að rembast fljótlega. Eftir tæpar tvær klukkustundir var kollurinn enn fyrir ofan miðja grind og sveppur farinn að myndast á kollinum, þá var ákveðinn keisari. Um klukkan hálf tvö fæddist barnið, það hafði verið í framhöfuðstöðu. Sveppur- inn sýndi þó að kollurinn hafði verið vel sveigður í hvirfilstöðu, en aðeins í hliðarbeinsstöðu. Höfuð- málið var stórt 39 cm. UÓSMÆ9RABLAÐIÐ 15

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.