Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 22
vildi helst geta gefið konunni á meðgöngunni er trúin að sjálfa sig, að hún viti hvað er rétt fyrir hana sjálfa“. En hún segir að til að konan fáist til að ræða um sín mál þurfi tíma með henni „ ... sjö mín- útur eru ekki nóg og oftast kemur það mikilvæga fram þegar konan er að fara“. Hún segir íslenskar ljósmæður hafa mun breiðara starfssvið en ljósmæður í Dan- mörku, þar sem skortur sé á ljós- mæðrum þar. Ljósmæður séu því helst menntaðar til að vera á fæð- ingargöngum en einungis á fáum stöðum séu þær á sængurlegu- deildum. Þær séu ekki einu sinni á meðgöngudeildunum. Þar vinni bara hjúkrunarfræðingar. „Þetta kemur e.t.v. líka til af því að þegar maður verður eldri og hefur tekið á móti þúsund börnum getur verið erfiðara að finna sér annað starfs- svið“. Trine telur að ljósmæður eigi sér sína eigin menningu sem helgist m.a. af því hve þær eigi náin sam- skipti vð fólk á viðkvæmum tíma í lífinu: „ ... fólk sem átt hefur samskipti við ljósmóður veit hve mikil áhrif hún getur haft - þetta eru næstum eins og töfrar". Þegar Trine útskrifast vill hún gjarnan hefja störf á stóru sjúkra- húsi, en hún reiknar þó með að vinna í Árhus, þaðan sem hún er. Hana langar einnig að prófa að vinna á Grænlandi, því henni finnast litlu fæðingastaðirnir hafa upp á svo margt að bjóða. Eg spyr hana hvort hún hafi verið með í heimafæðingu, en hún segist hafa misst af þeirri sem henni stóð til boða. Hún segir að í Danmörku sé ekki mikið um heimafæðingar. Hún er þó þeirrar skoðunnar að heimafæðing sé öruggur valkostur fyrir frískar konur. Það gleymist þó oft að segja konum, hér og þá ekki síður í Danmörku, hvað þeim standi til boða: „ ... við höldum okkur geta sagt konum hvað þær ættu að gera, en við gleymum því að það eru einungis tilboð, við gerum konunum tilboð og ef kon- unum líst ekki á það þá geta þær sagt nei“. Trine verður á fæðingagangi í 3 mánuði og vegna þess hve vel henni líkar að vera á Islandi ætlar hún að koma aftur í sumar og vera á meðgöngu- og sængurkvenna- deildunum. Eg spyr hana hvort hún hafi ekki lent í neinum vand- ræðum með að tala við skjólstæð- ingana, en hún segir samskiptin yfirleitt ganga vel, sérstaklega þegar hún er ein með fólkinu. Hún grípi til ensku ef fólk á erfitt með dönskuna og hún skilji orðið dálítið í íslensku. Það gengur vel en: „ ... um leið og ljósmóðirin gengur inn í stofuna þá söðla þau um og tala íslensku. Og það finnst mér ergilegt og ég hef talað um það við ljósmæðurnar sem eru með mér og við höfum prófað að hafa það þannig að hún talar ensku þegar hún kemur inn þannig að ég geti fylgst með. Annars getur maður misst úr smá- atriði sem skipta máli og þegar maður svo innir eftir þeim finnst fólki það vera búið að ræða þetta. Því er öruggt að málið er mesti vandinn“. Meðan Trine er á íslandi býr hún hjá íslenskum ljósmóðurnema og hafa íslensku ljósmóðurnemarnir tekið vel á móti henni og skipst á að fara með henni í bíó ofl. og einnig hafa þær tekið hana með sér vítt og breitt um landið á frí- helgum. Segir hún mikinn mun á fjölda nema í Danmörku og á Is- landi og öruggt að tengslin séu sterkari milli íslensku nemanna vegna þess hvað þær eru fáar. I apríl fer Trine til baka til Dan- merkur í skólann í 3 vikur. I danska ljósmæðraskólanum eru meiri skipti milli bóklegs og verk- legs náms en hjá okkur. Trine seg- ir bóklega hlutann styttast eftir því sem á námið líði og bóklegi hlutinn sé minni en sá verklegi. Nú eigi hún eftir 3 vikna kúrs sem fjallar um réttindi og skyldur ljós- mæðra, síðan verður hún í 8 vikur á lítilli fæðingastofnun, síðan 4 vikur á meðgöngudeild og 4 vikur á sængurlegudeild (hérna á ís- landi), síðan geri hún lokaverk- efni og taki próf. Lokaverkefni Trine er hópverkefni og ætlar hópurinn að fjalla um þarfir og erfiðleika para sem fara í IVF. Samt langar hana inn á milli að skrifa um eitthvað allt annað, helst um eðlilega fæðingu „ ... hve löng er eðlileg fæðing? - hvað inniber eðlileg fæðin? - er eðlilegt að örva með syntocinon eða ekki? - er eðlilegt að gefa Petidin eða ekki?“ Hún segist oft hafa lent í umræðum um túlkun þess hvað kallist „normal“ þegar hún var í Danmörku og ljósmæður þar ekki alltaf verið henni sammála um hvað eðlileg fæðing inniberi: „ ... það eru mörkin sem færast“. Það er greinilegt að Trine hefur ákveðnar skoðanir á ljósmóður- fræðunum og djúpa lífsspeki - dýpri en ætla mætti hjá svo ungri konu. Hún hefur einnig frá mörgu að segja og áður en varir er tíminn tloginn frá okkur og Trine þarf að fara heim til að skrifa dagbókina sína. Hún kveður því og hjólar heim í frostinu - alveg óbangin. Mín tilfinning er sú að danska ljósmæðrastéttin geti hlakkað til að fá svo góðan liðsmann. DZ Mars 1998 22 LJÓSMÆÐRABLAPIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.