Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Side 10

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Side 10
Stjómavfundur NJF 1997 Árlegur stjórnarfundur Norður- landasamtaka Ijósmæðra var haldinn í Stokkhólmi 23.-25. maí 1997. Á fundinn mættu fyrir hönd Ljósmæðrafélags Is- lands Ástþóra Kristinsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir. Það voru 2 fulltrúar frá öllum aðildarlöndunum nema Svíþjóð sem hafði 3 fulltrúa og ritara sem gestgjafi. Að þessu sinni sá engin ljósmóðir frá Færeyj- um sér fært að koma. Gengið var til dagskrár að venju og fylgir hér á eftir útdráttur úr skýrslum stjórna ljósmæðrafél- aganna og helstu atriða sem rædd voru á fundinum. Sk-ýt'sla forsela N orðurlandasamlakanna Beríl Holter Hún sagði frá undirbúningi námsdaga í Noregi í október um gæðaeftirlit í ljósmóðurstarfinu. Hún reyndi að fá styrk frá Nor- rænu ráðherranefndinni án árang- urs því miður. Einnig sagði hún frá framvindu skráningar á sögu Norrænu sam- takanna, en stefnt er að því að verkið verði gefið út í tengslum við 50 ára afmæli samtakanna ár- ið 2000. Hún upplýsti að í Noregi voru árið 1996 starfandi 97 ljósmæður frá öðrum Efnahagsbandalags- löndum. Neest 9ar farið ýfii' sk'Jt'slur landanna. Danmörk Áætlað er að í haust líti dagsins ljós ný handbók fyrir ljósmæður. I henni er fjallað ítarlega um ábyrgðarsvið, réttindi og starfvett- vang ljósmæðra. Ennfremur er þetta handbók um þjónustu til verðandi foreldra. Umræður eru um mæðravernd- ina og er meðal annars fjallað um einstaklingsskoðanir og hópskoð- anir. Mælt er með að hver fjöl- byrja komi að minnsta kosti 5 sinnum í mæðravernd á með- göngunni og frumbyrjur að minnsta kosti 7 sinnum. Einnig er fjallað um fóstur/ný- buramörkin og að lækka þau úr 28 vikum í 22 vikur. Varðandi fóstureyðingar er rætt um frjálst val konunnar að 12. viku með- göngu en ákvörðun í samráði við kvensjúkdómalækni og eða ein- hvern hóp eftir 12. Umræðan er líka um að efri mörk fóstur- eyðingar verði við 22. viku, en í dag eru engin fastákveðin efri mörk. Varðandi fæðingarþjónustuna er tilhneiging til að skipta stóru fæðingarstöðunum í minni eining- ar og sem dæmi má nefna að fæðingardeildinni í Árhus með u.þ.b. 4.500 fæðingar á ári hefur verið skipt í 3 sjálfstæðar eining- ar. Ekki er mikill munur á eining- unum og starfsfólk er fastráðið á hverja einingu fyrir sig, roterar ekki! Finnland I Finnlandi er 13,8% atvinnu- leysi. Þar er einnig verið að koma hjúkrunar og ljósmæðramenntun á háskólastig. Umræða er um Mast- ernám, sem þeim finnst heldur óljós og spurning í raun hvort/- hvað er verið að ræða um. Er e.t.v. eingöngu átt við þá/þær sem hafa áhuga á rannsóknum. Þetta er nýr hópur innan félagsins. Vinnuhópur um handbók fyrir mæðravernd hefur aftur tekið til starfa vegna þess að í þeim fyrri var engin ljósmóðir og umfjöllun um hlutverk ljósmæðra í mæðra- vernd var engin. Noregur Stjórn Ljósmæðrafélagsins í Noregi hefur af því áhyggjur að nýútskrifaðar ljómæður þar í landi hafa mikla teorítiska þekkingu en lélegur staðall er á verklegri hæfni þeirra. Ljósmæður á deildum sem taka að sér að handleiða og kenna ljós- mæðranemum í verknámi fá enga greiðslu fyrir það, meðan greitt er fyrir kennslu til læknaneina. í ráði er að nám í ómskoðun hefjist í Noregi fljótlega. Búið er að gera ráð fyrir þessu á fjárlög- um og búið er að auglýsa stöðu umsjónarkennara. Námið mun standa í eitt ár og af því eru 8 vikur bóknám. Gert er ráð fyrir að ljósmæður sein stunda námið þurfi að gera 1000 ómskoðanir en læknar 500. Sagt var frá fjármálum félagsins vegna Alþjóðaráðstefnu ljós- mæðra í Osló 1996. Búið er að flokka fæðingarein- ingar í landinu niður eftir þjón- ustustigum. Á neðsta stigi eru Fæðingastofurnar, þar eru ljós- mæður og heimilislæknar, næst koma fæðingadeildar með u.þ.b. 500 fæðingar á ári, með skurð- lækni sem gengur vaktir og efst eru svo deildir sem hafa aðgang að allri sérfræðiþjónustu. Meðan á fundi okkar stóð í Stokkhómi var formaður Norska ljósmæðrafélagsins önnum kafin í Osló við að semja um kaup og kjör fyrir sitt fólk en í félaginu eru um það bil 1400 félagar nú. 10 LJÓSMÆÐRADLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.