Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Page 5

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Page 5
N^r ritstjóri Nýlega tók Dagný Zoéga við ritstjórn ljósmæðrablaðsins af Þuríði Pálsdóttur. Dagný er nýútskrifuð úr ljósmæðranámi, en hefur töluverða reynslu af ritstörfum, var í ritnefnd tímarits FHH um tveggja ára skeið og í ritnefnd Mjólkurpóstsins í 3 ár. Að auki hefur hún skrifað mikið um brjóstagjöf í tímarit og dagblöð. Við þökkum Þuríði hennar störf fyrir blaðið og bjóðum Dagný velkomna til starfa. Ritnefnd. Uppl^singar til greinahöfunda Þær greinar sem birtast í Ljósmæðrablaðinu eru á ábyrgð höfunda og endurspegla ekki nauðsynlega viðhorf ritnefndar og ritstjóra. Höfundum er uppálagt að vanda málfar og stafsetningu og mega eiga von á að ritnefnd geri kröfu um lagfæringar eftir yfirlestur. Ennfremur áskilur blaðið sér rétt til að hafna greinum sem eru illa unnar eða ljósmóðurfræðunum óviðkomandi. Greinar sem birtast eiga í Ljósmæðrablaðinu þurfa að berast til skrifstofu LMFÍ, eða beint til ritstjóra, eigi síðar en 10 dögum fyrir áætlaðan útgáfudag. Ekki er nauðsynlegt að skila greinum uppsettum á tölvutæku formi, þótt vitaskuld sé það gott, en handskrifaðar greinar þurfa að vera vel læsilegar. Ennfremur er nauðsynlegt vegna yfirlestrar að fram komi nafn, heimilisfang og símanúmer greinahöfunda. Áætlað er að Ljósmæðrablaðið komi út þrisvar sinnum á ári, í mars, júní og október. Vakni spurningar vegna greinaskrifa veitir ritstjóri nánari upplýsingar. Ritstjóri. r Tommee Tippee H* » i ) Eigum mikið úrval af hinum þekktu Tommee Tippee barnavörum, standast evrópska- og enska staðla. Tommee Tippee fæst í öllum betri Apótekum. Dreifing Skilaborg sfi heildverslun, Rauðarárstíg 16, sími: 561 0116 • símbréf 561 1018. J UÓSMÆÐRABLAPIP 5

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.