Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 12
og umræða um þessi stóru mál hafin í litlum hópum. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, en umræðurnar voru fróðlegar og ýmislegt sem bar á góma sem ekki verða gerð frekari skil hér. NJF ráðstefnan árið 2000 Ráðstefnan verður haldin í Sví- þjóð en NJF á 50 ára afmæli þetta ár. Spurningin er um þema fyrir ráðstefnuna og eru tillögur vel þegnar. Fyrstu viðbrögð eru umræða um samfellu í þjónustu til kvenna ennfremur valmöguleikar og ábyrgð kvennanna sjálfra. Saga NJF Rætt um vinnufyrirkomulag hvers lands við uppsetningu og samningu bókarinnar. Ennfremur rætt um fjármál viðkomandi útgáfunni. ICFf Samtökin vilja fá skýrslu frá hverju svæði 3svar á ári, 1. maí, 1. sept. og 1. jan.. Umræður urðu nokkrar um þetta og fleira viðkomandi ICM. Tillaga kom frá Danmörku um að forseti NJF væri ekki sjálfkjör- inn ICM fulltrúi. Hinsvegar hafi ICM fulltrúinn rétt til að sitja fundi NJF. Þetta er fyrirkomulagið sem var og munu félögin skoða þetta mál fram að næsta stjórnar- fundi. Stjómarfundur 199S Verður haldinn í Kaupmanna- höfn næsta vor. NJF ráðstefnan 2003-2004 Færeyjar eða Island eru næst í röðinni. Ulla Waldenström var gestur fundarins síðasta morguninn og sagði hún okkur frá Prófessors- stöðu sinni í Ástralíu og kynnti framhaldsnámsmöguleika ljósmæðra þar. Reykjavík febrúar 1998. Hildur Kristjánsdóttir. Ástþóra Kristinsdóttir. Bankastjorar í fædingu Nýtt líf! Sú góða tilfinning sem fylgir því að geta sinnt bankaviðskiptum sínum í næði þegar manni hentar best, óháð afgreiðslutíma og erli hefðbundinna bankaútibúa er eins og að hefja nýtt líf. Enda fjölgar bankastjórum í Ileimabankanum stöðugt. Heimabankastjórar geta sinnt sínum bankaviðskiptum heima eða í vinnunni, hérlendis eða erlendis þar sem netaðgang er að finna, á öllum tímum sólarhringsins. Þeir spara sér ótal ferðir til og frá banka, eru alltaf með bókhaldið á hreinu og geta treyst á fullkomið öryggi og leynd upplýsinga í Heimabankanum. Það kostar aðeins 80 krónur á mánuði að reka sitt eigið útibú í Heimabankanum! Byrjaðu nýtt líf strax - en prófaðu samt fyrst! Kynntu þér sýnishom af Heimabankanum á www.isbank.is. Þar getur þú prófað hvernig það er að stjórna eigin útibúi áður en þú ákveður þig. Heimabanki íslandsbanka er svo aðgengilegur að bankaviðskipti verða hreinn barnaleikur. C •sm ISLANDSBANKI 12 UÓSMÆPRABLAÐIP

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.