Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 11
S'Oíþjóð Fæðingum fer fækkandi í Sví- þjóð og miklar skipulagsbreyting- ar eiga sér stað í heilbrigðisgeir- anum um þessar mundir. Lagt er til að leggja niður margar fæð- ingaeiningar og sameina stærri einingar í nágrenninu. Þetta er búið að gera sumstaðar nú þegar. Stöðum ljómæðra fækkar af þess- um sökum. Innan félagsins hefur verið stofnsett siðaráð og vísindaráð ás- amt því að ljósmæður í Svíþjóð sem stunda rannsóknir hafa stofn- að deild innan félagsins. „Födelsekohorten“ bætt heil- brigði móður og barns, er yfirskrift stórrar rannsóknar sem mun hefjast í Danmörku innan tíðar. Rannsóknin hefur að mark- miði að afla aukinnar þekkingar á orsökum sjúkdóma síðar á ævinni sem gætu verið vegna áhrifa á fósturskeiði eða snemma á æv- inni. Þátttakendur eiga að vera 100.000 konur og börn þeirra og taka um 2-3 ár. Margar siðfræði- legar spurningar hafa vaknað við undirbúning rannsóknarinnar og ýmislegt hefur verið lagfært en enn eru ákveðin atriði sem orka mjög tvímælis hvað siðfræðilegu þættina varðar. Rannsóknin þykir mjög vísindaleg en ekki að sama skapi siðfræðileg. Ferlið er hugsað þannig að við fyrstu komu konunnar í mæðra- vernd við 12. viku sé konan spurð hvort hún vilji gefa blóðprufu. Hún fær einnig upplýsingar um rannsóknina og fer síðan heim og hugsar málið hvort hún vill taka þátt eða ekki. Ákveði hún að gera það skrifar hún undir skjal sem samþykki sínu. Þessi undirskrift hefur í för með sér að konan gefur leyfi sitt og ófædds barns síns fram að 20 ára aldri til rann- sóknarinnar. Að auki gefur þessi undirskrift rannsakendum aðgang að sjúkraskrám og upplýsingum leika og t.d. hjúkrunarfræðingar a um systkini, foreldra og afa og framhaldsmenntun innan skóla- ömmu kerfisins, ýmist í formi námskeiða Viðtöl verða einnig höfð við konuna á meðgöngunni. Þetta mun fólk sem hefur enga heil- brigðismenntun gera. Svipuð rannsókn mun verða gerð í Noregi. Félagsaðilcl Ijósmæðra þegar þacr starfa utan heimalancls. Ákveðið var að mæla með að ljósmæður sem starfa á Norður- löndunum geriðst meðlimir í ljós- mæðrafélagi viðkomandi lands þann tíma sem þær starfa þar. NKnnubúðimar um gMðamál í Osló október 1997 Verður auglýst í ljósmæðrablöð- um landanna. VinnuumhOerfi tjósmeeðra Ljósmæðrafélag Noregs segir frá rannsókn sinni á högum ljós- mæðra í Noregi sem var mjög gagnleg. Hin dæmigerða ljósmóð- ir í Noregi er 25-39 ára, á börn fædd 1986 eða seinna. Yngri ljós- mæðurnar telja laun og vinnu- umhverfi skipta sig mestu og allar hafa mikla þörf fyrir námskeið og framhaldsmenntun. Ljósmæðrafélag íslands hefur keypt réttinn til að nota spurning- ar þeirra og staðfæra og mun þessi rannsókn fara af stað á íslandi í haust. Endur- og framhatdsntenntun tjósmeeðra Umræða er um hvort til sé fast- mótuð endur og viðhaldsmenntun fyrir ljósmæður á Norðurlöndun- um. Almennt er hægt að fullyrða að svo sé ekki. Lög um að heilbrigðisstarfsfólki beri að viðhalda þekkingu sinni og tileinka sér nýjungar eru svip- uð í öllum löndunum. Ljósmæður hafa sömu mögu- eða t.d. áframhaldandi háskóla- náms eins og t.d. kennaranám, námskeið í stjórnun o.s.frv.. Umræða er um hvort vilji sé til þess og áhugi á að koma á sam- norrænu framhaldsnámi fyrir ljós- mæður. Lagt var til að stofna vinnuhóp með fulltrúa frá hverju landi til að skoða þennan möguleika. Lög sem sbþ-a Ijósmaeðraþjón- ustunni Noregur. Ný lög sem ná yfir alla heilbrigðishópa og ljósmæður eru mjög órólegar vegna þessa. Danmörk. Þar eru til lög um ljósmæðraþjónustu ásamt leið- beiningum um mæðraheilsuvernd og fæðingar. Lögin gera ráð fyrir rétti konunnar til að fæða heima og að ljósmóðurinni beri að að- stoða hana heima sé þess óskað. ísland. Ljósmæðralög síðan 1984. Lög um heilbrigðisþjónustu og heilsugæslustövar, en þessi lög tryggja ekki skjólstæðingunum þjónustu ljósmæðra. Finnland. Sameiginleg lög fyrir alla heilbrigðisstarfsmenn og al- menn heilbrigðislög frá 1972. Svíþjóð. Sameiginleg fyrir allar heilbrigðisstéttir, að auki er til opinber hæfnistaðall fyrir ljós- mæður ásamt handbók fyrir mæðraheilsuvernd. Árið 2000. H\>emig öerður heitbrigði kOenna þá og hOað með hlut- öerk tjósmeeðra þá? Umræða um framtíðarsýn, hvað ógnar okkur og hvaða möguleika eigum við í framtíðinni? Hver eru markmið okkar og hvaða áætlanir höfum við? Hvers þarfnast konur og hvers þarfnast heilbrigðiskerf- ið? Fundarmönnum var skipt í hópa UÓSMÆÐRABLAÐI9

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.