Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 16
Ég var ósátt strax í upphafi við að gefa konuni ekki lengri tíma til að byrja sjálf í fæðingunni, að mínu mati fékk hún ekki réttar upplýsingar til að velja eða hafna gangsetningunni. Ég taldi líka að þetta væri gangsetning en ekki örvun því verkirnir sem hún fékk eftir skoðunina hafi trúlega verið af prostaglandínáhrifum eftir örvun á leghálsinum og frá belgnum sem rofnaði, þeir höfðu ekki verið svo afgerandi og fyrst þeir hættu alveg sýndi það að mínu mati að fæðingin væri ekki hafin. Ég hafði ekki lesið eða heyrt um aukna sýkingarhættu við að leghálsinn væri farinn að opnast og að minnsta kosti hafði læknirinn sem skoðaði konuna um morguninn ekki talið ástæðu til annars en að konan færi heim. Mér yfirsást að spyrja konuna hvort það hefði bara komið ein gusa af legvatni og legvatnið síðan hætt að leka, en ég eftirá að hyggja ímynda ég mér að vatnið sem fór hafi trúlega verið milli- belgja vatn. Það er ekki hægt að segja hvort konan hefði getað fætt barnið á eðlilegan hátt, ef hún hefði farið sjálf af stað í fæðingu. Höfuðmálið var stórt og ómögulegt að segja til um hvort barnið hefði borið réttar að, ekki í framhöfuðstöðu ásamt hliðar- beinstöðu, það eru samt meiri líkur á því að það hefði rétt sig af í eðlilegri fæðingu, þar sem konan getur hreyft sig að vild óbundin sírita. Ég vil taka fram að konan var yfir 170cm há og ég tók eftir því að hún virtist hafa stóra grind. Sýkingar hjá móður og barni hafa verið helsta áhyggjuefni hvað varðar belgjarofnun fyrir upphaf fæðingar hjá konum, eftir eðlilega langa meðgöngu. Sýkingar eru þó sjaldgæfar og alvarlegar sýkingar urðu einkum fyrir tíma nútíma sýklalyfja og u.þ.b. 70 % kvenna fæða sjálfkrafa innan 24 klst frá því belgir rofna (Enkin, Keirse, Renfrew og Neilson, 1995). Helstu áhættuþættir sýkinga eru lengri tími frá rofnun belgja til fæðingar, meðgöngulengd: styttri meðgöngulengd fylgir aukin hætta á sýkingu, einnig lengri tíma í fæðingu og fleiri innri skoðun- um (Zlatnik 1992). Rannsóknir hafa sýnt að meðal- tími frá belgjarofnun til fæðingar styttist við örvun frá u.þ.b. 30 klst. til u.þ.b. 24 klst. en tími eftir að reglulegar hríðir byrja lengist frá 6 klst. til 15 klst. Því bendir allt til að hefðbundin stefna að örva fæð- inguna útsetji konuna fyrir lengri og trúlega óþægi- legri fæðingu, og aukinni hættu á sogklukku, tang- arfæðingu eða keisaraskurði. Örvunin virðist þó minnka hættu á nýburasýkingum en það þarf betri rannsóknir til að sanna það (Enkin, Keirse, Ren- frew og Neilson, 1995). Þrátt fyrir hve algengt það er að belgir rofni áður en hríðar hefjast ber heimildum ekki saman um hver heppilegasta meðferðin er, að bíða eða örva með oxitocin. í nýjustu útgáfu Williams Obstetrics (1997) er sagt að það að bíða með að örva hríðir sé háð því að engir aðrir áhættuþættir séu til staðar og að það sé yfirleitt ekki beðið hjá konum með hag- stæðan legháls, þar er vitnað í rannsókn þar sem juiunfi Höfum á boöstólum mikið af vörum er tengjast meðgöngu og fœðingu t.d. ✓ Sjúkrasokka ✓ Stuðningsbelti ✓ Saum ✓ Skurðóhöld ✓ Brjóstapumpur ✓ Þurrmjólk fyrir verðandi mœður og börn á mismunandi aldri ✓ Futuro ✓ Prósport Samstarf Í30 ár Aisturbakki hf. P.O. BOX 909 -121 REYKJAVÍK. ICELAND Borgartún 20.105 ReykJavik-TeL: 354-562 8411 Fax: 354-562 6435 16 LJÓSMÆÐRABLAPIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.