Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 6
Þœrfœddu bara uppí rúminu sínu, þœrfœddu svona eins og hálf sitjandi með sœngurnar fyrir aftan sig. Svo hafði e'g stórt plast alveg yfir rúmið svo það kœmi ekki blóð í dýnurnar og annað. Maður var nú mest hrœddur um að það myndi eyðileggja dýnur og annað hjá þeim. Ljósmæðrablaðið maí 2001 Já þœr vissu afþví? Já þær vissu af því, það var svolítill áróður. Svo átti ég sjálf fjögur börn heima. '61 og '63. Það gekk mjög vel, bara eðlilega. Égvar sjálf ákveðin í því að gera þetta. Því þegar ég átti strákinn '57 þá var allt svo fullt að ég lenti bara á ambúlans. Ég varð að fæða á ambúlans frammi á gangi og ég svekktist svo. Ég gat ekki hugsað mér að fæða inni á spítala eftir það. Svo var svo fullt að við urðum að liggja á ambúlans í heilan sólarhring. Og þá mátti maður ekkert hreyfa sig í 5 daga og þetta var alveg hræðilegt uppá það þegar maður var með æðarhnúta að mega ekki hreyfa fætumar. Ég fékk sogæðabólgu þá. En svo átti ég heima og þá fékk ég ekkert af því ég fór framúr daginn eftir '61 og '63. Svo átti ég tvíbura heima '69 og gekk allt mjög vel en þau voru nú bæði í höfúðstöðu, já allt gekk vel. Var erfitt aðfinna Ijósmóður til þess að taka á móti tvíburum heima? Nei, nei, vinkona mín hún Guðrún Sigurjóns, við vorum saman í skólanum, saman í herbergi, hún tók á móti og það var engin læknir. Okkur fannst það ekki þurfa. Ég var alveg ákveðin í að gera þetta, var svolítið lengi en þetta hafðist, mjög vel. „Að tala við konuna, láta hana gleyma sér" Það er líka um að gera að hafa rólegheit þegar maður er að taka á móti svona heima, vera bara eins og einn aðilinn við heimilið, tala við konuna og láta hana gleyma sér. Ég lét þær fara svolítið í sturtu og vera mikið í sturtunni eða baði, þær slökuðu á og gleymdu sér bara í verkum sem þær vom að gera. Og voru þá að sinna einhverjum daglegum verkefnum? Já, eða að tala við mig og gleymdu sér og þá gekk þetta allt vel. Yfirleitt fór ég ekki frá þeim þegar þær vom búnar að kalla, og þær vom komnar með svona þrjá fjóra, þá var ég ekkert að fara heim aftur, þá var ég bara í rólegheitum hjá þeim, spurði þær að því, og ef þær vildu að ég færi þá fór ég náttúrulega. Ef þær vildu að ég væri þá fór ég ekki. Já þá fór ég ekki, sérstaklega þær í fyrsta sinn, þær voru svolítið hræddar. Hvarfœddu konurnar svo? Þær fæddu bara uppí rúminu sínu, þær fæddu svona eins og hálf sitjandi með sængumar fyrir aftan sig. Svo hafði ég stórt plast alveg yfir rúmið svo að það kæmi ekki blóð í dýnumar og annað. Maður var nú mest hræddur um að það myndi eyðileggja dýnur og annað hjá þeim. En svo var ekki mikið af blóðtaui, það var ekki svo mikið. Allir að tala um að þetta væru svo miklir þvottar og annað. Ég lagði það bara strax fyrir þær í bleyti í saltvatn og skolaði það mesta úr og svo var það þvegið í þvottavél og það rann alveg úr. Hvenœr töluðu konunarnar við þig, livernig var undirbúningurinnl Þær töluðu nú við mig í skoðuninni oft, þegar ég var að vinna þar, þá spurðu þær og sögðust langa svo til. Svo voru læknar sem sögðu þeim að reyna að tala við mig. Sögðu öðrum sem voru ekki hjá þér? Já. Var það snemma á meðgöngu? Já þegar þær voru hálfnaðar, þá fóm þær að spekulera í þessu. Ég þurfti jú tvisvar að senda konu, ein var með andlitsstöðu. Ég fann það þegar hún var komin 5 í útvíkkun og svo var ein sem gekk ekki. Hún var orðin þreytt og var búin að vera lengi, frumbyrja, hún var svolítið sérstök, vildi ekki nein meðöl og eða neitt og var að gefast upp og þá fór ég bara með hana. Og einu sinni fékk ein gamaflækju eftir fæðingu. Hún var með svo slæma verki. Ég var ekki alltaf með lækni, bara ef þær vildu hafa þá, þá gat ég alltaf kallað í tvo lækna sem að unnu á fæðingarheimilinu, Andrés og Guðjón. Svo var aftur Sigurður S. Magnússon tvisvar með í fæðingu, þá höfðu þær verið hjá honum. Það hejúr verið gott samstarfvið þessa lœkna? Já mjög gott samstarf ég gat alltaf haft þá í bakhöndinni. Hvað geymir taskan.? Þutftu þœr að undirbúa sig sérstaklega, annað en að kaupa þessi plöst? Nei, þær þurftu ekki að gera það, nema jú, ég lét þær stundum kaupa bara kompressur sótthreinsaðar, til þess að þvo þær með, ég hafði þær líka í töskunni. Og ég var með lýsól, það var lýsól þá notað til þess að sótthreinsa. Það var alltaf svolítið vond lykt af því, sem betur fer hættu þeir að nota það. Ég var með spritt og ég var með verkfæri og föt og þær þurftu ekki að kaupa sér neitt sérstakt. Og ég var með flest í töskunni.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.