Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 8
Minna verið að spyrja og svona? Já. Svo er bara konan heima hjá sér, hún þarf ekki að fara í annað andrúmsloft svo að þetta gengur allt svo eðlilega þannig, rólega og eðlilega. Finnst þér það vera helstu kostirnir? Já, að geta svo bara verið heima í sínu rúmi og vera innanum bömin sín. Þurfa ekkert að vera að koma þeim í pössun, það fannst mér sjálfri svo gott og geta stjórnað, þá fer þetta ekkert úr skorðum. Ömmurnar voru og stundum voru systur konunnar og einu sinni var lœknisfrú aðfœða og þá voru 3 lœknar og einn hjúkrunarfrœðingur sem var systir hennar. Það gekk allt Ijómandi vel og svo var tekið upp kampavín og rauðvín þegar barnið varfœtt. Engin röskun? Nei, engin röskun bæði hjá börnunum og mæðmnum. Það er ansi þægilegt. Voru börnin stundum áhorfendur? Hjá mér, já það kom fyrir, svona minni, svona tveggja ára, já og uppí sjö, átta ára. Mömm- urnar vildu það og þá leyfði ég það bara. Ömmurnar voru og stundum voru systur konunnar og einu sinni var læknisfrú að fæða og þá vom 3 læknar og einn hjúkmnar- fræðingur sem var systir hennar. Það gekk allt ljómandi vel og svo var tekið upp kampavín og rauðvín þegar bamið var fætt. Fannst þér eitthvað öðruvísi andrúmsloft hjá aðstandendum lieima, svona þegar þú nefnir þetta með kampavínið? Nei það var misjafnt, stundum var það kannski, já hátíðlegra? Já það var það, en svo var aftur sumir svolítið svartsýnir ef konan væri að fæða heima og gerðu mikið úr því. Hvað gerirðu ef þetta skeður svona og svona, ég bara segi, við skulum vona að það fari allt vel. Maður má ekki vera svartsýnn í þessu starfi. Fannst þér konurnar vera kvíðnar? Nei, alls ekki, þær vildu þetta sjálfar og treystu mér og þær vildu stundum ekki lækna, alls ekki lækna, og það gekk allt vel. "Ég ætlaði þetta sjálf, ég treysti bara á sjálfa mig" Hvaðan fékkstu helst stuðning Jékkstu stuðning frá öðrum Ijósmæðrum? Nei, ég myndi nú ekki segja það, ég bara ætlaði þetta sjálf og ég treysti bara á sjálfa mig og að þetta hlyti að ganga. Það voru nú frekar margar ljósmæður sem vom að draga úr þessu, sögðu, en þú að þora þessu og svona. Fannst þér þú vera gagnrýnd? Já, ég var það stundum, en þetta fór allt vel, já já, maður var gagnrýndur. Sérstaklega þegar að ég tók á móti fyrsta barninu í vatni, þá var ég mjög gagnrýnd. Það eru ellefu ár síðan, þá var ég gagnrýnd mikið, bæði af ljósmæðrum og bamalæknum. En ég var ein, læknirinn kom ekki, sá sem var búinn að lofa að koma, svo ég var ein. Sjónvarpið var að mynda hana, það var búið að gefa þeim kost á að taka upp. Þess vegna hafa margir vitað afþessu? Já, og það var vond aðstaða og þetta var í svona nuddpotti niður á gólfi og breið brrkin, ég hefði þurft helst að vera ofaní, en það kom aldrei til greina. Hún var að eiga annað bam, eftir 12 ár. Mér fannst þetta bara spennandi að pmfa þetta fyrst að konan vildi gera þetta. Var hún búin að lesa sér til um þetta? Já, hún var búin að vera í Danmörku og lesa mikið. Ég fór nú svo að lesa frá Danmörku um vatnsfæðingar og það hafði gengið allt ágætlega, svo ég hugsaði svona, af hverju ekki. Bamalæknar vom mjög reiðir þegar ég fór að leysa af á fæðingardeildinni daginn eftir, þeir voru mjög reiðir yfir þessu. Ég sagði þetta verður framtíðin, þá fussuðu þeir bara. En þetta hefur allt gengið vel? Já, já, ég er búin að taka á móti 3 öðrum heima. I vatni? Já, bara í baðkari heima. Var það mun seinna eða? Nei, það var seinna, ætli það hafi ekki verið þremur árum eftir. Var það líka þeirra hugmynd? Já, þær vildu og lágu í baðkarinu þegar ég kom. Það var í smákofa við Lögberg, það var svo kalt allsstaðar nema á baðinu svo ég leyfði henni að fara í baðið. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.