Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 13
Atriði sem í þessu sambandi geta átt við og eru gagnleg til umræðu. Flest andvana börn eru heilbrigð að sjá og virðast sofa Hvetja þarf foreldra til að horfa á og halda á barninu og einnig að hafa systkyni þess með og þá fjölskyldumeðlimi og vini sem þau sjálf óska eftir að séu til staðar. Vara þarf þó foreldra við húðinni sem getur verið mikið flögnuð um allan kroppinn. Að sannleikurinn um barnið er betri en ímyndun um það. Góður tími til að kveðja barnið gefur foreldrum oftast dýrmætari minningu um barnið. Minningar um barnið s.s. ljósmynd, hárlokk, fótspor , handarför og armband. Að gefa barninu nafn. Undirbúningur fyrir útför. Erfitt er að setja mælistiku á sorgina og okkur öllum finnst erfiðast að horfa á fullburða fallegu börnin dáin en það þarf ekki að vera erfiðara en að horfa á þau börn sem deyja fyrr á meðgöngunni. Allir hafa einhverjar væntingar um ófætt bam sitt. Böm sem em fædd mikið fyrir tímann og hafa jafnvel verið dáin í einhvern tíma fyrir fæðingu, líta ekki jafnvel út og þau sem fæðast stærri við fæðingu. Þannig að minningarnar em ef til vill ekki eins fallegar. Til að reyna að bæta líðan foreldra sem misst hafa böm sín á þennan hátt voru í ársbyrjun 1999 komið á fót stuðningshópum með þáttöku fæðingar deildarinnar undir stjórn greinarhöfúndar og sr. Ingileifar Malmberg sjúkrahússprests. Upphaf þessa starfs má rekja til að nokkrir foreldrar sem misst höfðu börn sín hvöttu til að komið yrði á fót einhverri eftirfylgni og meiri stuðningi við þá, en hingað til hafði verið til staðar. Stuðningurinn er í formi hópvinnu þar sem að við hittum ákveðinn fjölda foreldra fimm til sex skipti hvem hóp og fara fúndimir fram að jafnaði einu sinni í mánuði. Stuðningsvinnan er byggð upp með þeim hætti að við forum í gegnum þá sáru reynslu sem foreldrarnir höfðu orðið fyrir. Má þar nefna, fæðinguna og aðdraganda hennar, tilfinninga- viðbrögð, viðbrögð umhverfis , nánustu fjöl- skyldu, ættingja og vina, kistu- lagningu og útför. Einnig er rætt um næstu þungun og tilfinningum henni tengdar. Það hefúr sýnt sig að mikil þörf var fyrir starf sem þetta þar sem mikill áhugi hefúr verið meðal foreldra sem hafa orðið fyrir þessari sáru reynslu sem er fólgin í að missa barn. Þessi stuðningur fer fram á Kvennadeild Landspítalans og stendur öllum foreldrum og eúistaklingum til boða hvar sem þeir em staddir á landinu eftir því sem því verður við komið. Nánari upplýsingar um stuðningshópana má fá hjá greinarhöfundi sem starfar á fæðinga- gangi Kvennadeildar Lsp. Reykjavík í mars 2001 Guðrún Guðbjömsdóttir Ijósmóðir. Erfitt er að setja mæli- stiku á sorgina og okkur öllum finnst erfiðast að horfa á fullburða fallegu bömin dáin en það þarf ekki að vera erfiðara en að horfa á þau börn sem deyja fyrr á meðgöngunni. Heilbrigdisstofnun Suðausturlands Höfn Hornafirði auglýsir stöðu ljósmóður lausa ffá l.júlí n.k. Upplýsingar veita; Guðrún Júlía Jónsdóttir hjúkrunarforstjóri og Jóhann Olafsson framkvæmdastjóri ísíma 478-1400. Heilbrigðisstofnun Suðausturlands Höfn Hornaflrði. Fjórðungssjúkrahúsið íNeskaupstað óskar eftir að ráða ljósmóður með hjúkrunarmenntun í fullt starf frá 1. júní 2001 (umsemjanlegt). Um er að ræða starf á fæðingadeild og heilsugæslu sem skiptist á milli tveggja ljósmæðra. í boði eru húsnæðis og flutnings hlunnindi. Allar nánari upplýsingar um starfið eru veittar hjá: Hildi í síma: 477-1340 eða Bóthildi í síma: 477-1965. Elísabet rekstrarstjóri veitir allar upplýsingar um launakjör í síma:477-1402 Fj órðungssj úkrahúsið í NesRaupsstað Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.