Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 9
Fátækt Hvernig voru aðstœðurnar hjá konunum? Það var nú misjafnt. Einu sinni tók ég á móti bami sem var ekkert til á, engin föt og hún ætlaði ekki að hafa bamið. Ég vissi um hjón sem hún ætlaði að gefa bamið og þau þorðu ekki að taka bamið strax svona nýfætt. Ég tók það heim með mér og dóttir mín sem átti 6 mánaða gamla dóttur, hún kom með föt og burðarrúm. Ég hafði bamið í 12 daga þangað til að fósturforeldramir komu og tóku það. Þúfóstraðir barnið? Já þetta, ég hefði viljað gera þetta með fleiri böm. Ég hefði viljað vera uppi í gamla daga, þær ólu upp sum börn, svo það hefði verið mjög gaman. En það var stundum mjög mikil fátækt, ég tók á móti í bröggunum héma í gamla daga og það var alveg hraeðilegt Varþá kuldi? Já, og svo var fátækt og sóðaskapur sumstaðar mjög mikill. En hafðifólk samt til fyrir börnin? Já, já, það voru alltaf til föt á börnin en það var mikið af köttum. Einu sinni voru 7 kettir sem vom hjá einni konu í Blesugrófínni. Þeir voru uppi í rúmi og allsstaðar, en það gekk vel. Hún fékk engan hita eða neitt. Já, það var sumstaðar allt voðalega fallegt og fínt, allt uppbúið bæði vagninn og rúmið. Það fór svolítið í mig þegar þær voru búnar alveg að búa upp allt. Það þarf ekki mikið ef eitthvað kemur uppá, þannig, að vera alveg tilbúin með allt en maður vonaði bara að allt færi vel. Þetta er svona hjátrú? Já, mér fannst það því ég bjó aldrei um vöggu fyrr en bamið kom, þá fyrst gerði ég það. Það má ekki vera alveg ætlast til að allt verði í fullkomnu lagi. En það er svona í dag, það er búið að kaupa allt, eða voða mikið. „Hún vildi ekki fá neina aðra" Sástu einhvern tímann eftir því að hafa samþykkt að taka á móti heima? Nei, aldrei, ég hef aldrei séð eftir því, aldrei. Var ekki mikið að gera? Jú það var oft mikið ég átti sjálf sjö böm, en ég á góðan mann sem hjálpaði mér við bömin og tók þau á næturnar. Svo var ég kölluð út 20 dögum eftir að ég átti tvíburana mína. Það var ein, hún var að eiga fjórða bamið og sótti hart að ég kæmi. Ég hafði tekið á móti hinum. Svo ætlaði ég varla að þora að fara af því að það voru ekki nema 20 dagar síðan ég átti tvíburana, en fór samt og hugsaði, hún verður svo fljót. Svo fæðist bamið og þegar það er fætt þá andar það aldrei eðlilega, grét ekki nema svona með hálfgerðum ekka. Ég hugsaði, það er eitthvað að, gat á þindinni eða eitthvað. Svo Andrés kom nú þama, barninu hrakaði nú svona heima. Svo ég fer með það upp á Landspítala og þá var það meira og minna vanskapað að innan. Það var skorið upp og það var ekki hægt að bjarga því, því það var svo mikið vanskapað að innan. Þetta var "69, það dó eftir aðgerðina. Svo varð ég að ganga náttúrulega til konunnar eftir þetta en það gekk allt vel. Það hefur verið erfitt svona nýstigin af sœnginni? Já, ég var orðin svo full af mjólk og gat ekkert farið fyrr en ég var búin að koma baminu þama upp eftir. Fór svo aftur heim til konunnar því hún grét og sagðist ekki vilja fá neina aðra. Svona vom þær svolítið stífar, en ég gat aldrei neitað þeim, þannig. Svo þegar ég var einu sinni að koma úr sumarfríi og átti eftir að fara í Munaðames, þá sagðist ein bara ætla að bíða eftir mér og hún gerði það. Og hún var með svolítið mikinn bjúg og háan blóðþrýsting, svoleiðis að ég hefði nú varla átt að hafa hana heima en það gekk allt vel, hún var svolítið sérstök eins og þær vom margar, sko sem vildu fast eiga heima. Fannst þér þœr vera svona,öðruvísi karakterar? Sumar ekki allar, ég segi það ekki, en sumar ægilegar fastar á því að ætla sér að eiga heima og engin að koma nema ég, því það mátti ekki vísa á þær. Svo var mér einu sinni boðið til Kanada og ég varð að láta eina í aðrar hendur, hún fæddi þremur dögum eftir að ég var komin út, hún var alveg komin á steypirinn. Fjölskylda Ijósmóður Það var verst náttúrulega hvað þetta var mikið bindandi. Ég var ekki með neitt boðtæki og ég þurfti bara að hringja í þær ef ég var að fara Svo var ég kölluð út 20 dögum eftir að ég átti tvíburana mína. Það var ein, hún var að eigafjórða barnið og sótti liart að ég kœmi. Eg hafði tekið á móti hinum. Svo œtlaði ég varla að þora aðfara afþví að það voru ekki nema 20 dagar si'ðan ég átti tvíburana, en fór samt og hugsaði, hún verður svo fljót. Ljósmæðrablaðið n maí 2001 J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.