Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 16
Það sem skipti aðallega máli sé hvernig sé staðið að umönnun, tilfinningalegum stuðningi, frœðslu og eftirfylgni við móður og barn. Hún segir að sér þyki eðlilegt að konur ákveði sjálfar hvenœr þœr treysta sér til að fara heim með barn sitt. brjóstagjöfina og böm þeirra þyngdust íyrr og betur en hinna. Þau bentu líka á að það að láta ábyrgðina á fjölskylduna eins og gert er með snemmútskrift þyrfti að skoða frekar. Þar þyrfti að skoða áhyggjur, streituvalda og einnig það að stuðningsaðili er oft heima til að sinna móður og bami fyrstu dagana og þarf því að vera frá vinnu og hefúr það áhrif á fjárhagsstöðu fjölskyldunnar (Gagnon og fleiri, 1996). Gerð var sænsk rannsókn (1998) á konum sem valið höfðu sér snemmútskrift. Niðurstaða hennar var sú að fyrirkomulag í þjónustu sem byggist á snemmútskrift með heimaþjónustu ljósmæðra og komu bams í bamalæknisskoðun á 5-7 degi eftir fæðingu er öruggt og ódýrt fyrir þjóðfélagið. Bömin virðast einnig ná upp fæðingarþyngd fyrr en ella ef þau fara heim snemma (Odelram, Nilsson, Pehrsson-Lindell og Ljungkvist, 1995). Rannsökuð voru viðhorf mæðra/fjölskyldna til heimaþjónustu í Finnlandi. Þar kom fram að mæðrum fannst gott að hafa tækifæri til að fara snemma heim til að vera með ljölskyldunni í hennar eigin umhverfi. Þær litu svo á að þær væru í vernduðu umhverfi á heimilum sínum, þar höfðu þær það frjálsræði og það næði sem þær þörfnuðust sem þær fengu ekki á sængur- legudeildinni. Annað sem kom mjög sterkt fram var að konum fannst heimilið vera sá staður sem þær tilheyra og líður vel í. Það er því lang eðlilegast fyrir móður og barn að dvelja þar fljótlega eftir fæðinguna. Mæður vilja hitta fjölskyldu, vini og kunningja á eigin forsendum en ekki samkvæmt reglum deilda. Margar konur lýstu því einnig að þeim liði illa og væru óöruggar innan veggja spítalans. Þær öðluðust ekki öryggi sitt fyrr en þær væru komnar heim (Paavilainen og Ástedt-Kurki, 1997). Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum fólu rannsakendunum Braveman, Egerter, Pearl, Marchi og Miller, (1995) að skoða rannsóknir sem gerðar hafa verið um snemmútskriftir í þeim tilgangi að ákvarða frekar hvort mæla skyldi með snemmútskriftum sem sífellt aukast vegna þrýstings á enn frekari sparnað í heilbrigðiskerfinu. Þær komust að því að erfitt er að bera Evrópu saman við Bandaríkin vegna þess hve ólík þjóðfélögin eru menntunarlega og að alls ekki sé hægt að bera saman þjónustu í sængurlegusem býður uppá heimaþjónustu fagaðila eftir snemmútskrift því það sé almennt ekki gert í Bandaríkjunum nema hjá litlum hópi sem borgað getur fyrir þjónustuna (Braveman og fleiri, 1995). Mikilvægir fræðsluþættir Luckas (1991) bendir á að nýorðnar mæður séu ekki sjúklingar þær séu bara ekki alveg frískar (they are not sick, they are just not well). Hún segir að styttri sængurlega hafi leitt til þess að meira hefur verið gert í því að skipuleggja markvissa fræðslu sem hægt er að veita á stuttum tíma. Hún segir einnig að snemmútskriftir séu öruggar og að þær séu framtíðin. Það þurfi hins vegar að gera ráð fyrir heimsóknum til nýbakaðra mæðra til að geta gefið þeim þá fræðslu sem nauðsynleg er. Eins bendir hún á að framtíðarhlutverk ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga við umönnun sængurkvenna verði heimsóknir á heimili þeirra og helst fleiri en ein. Það sé engan veginn eðlilegt að veita alla þá fræðslu til nýorðinna rnæðra sem þær hafi þörf fyrir á jafnstuttum tíma og raun ber vitni. Það verði að hafa það í huga að konan er að átta sig og jafna eftir geysilegar líkamlegar og andlegar breytingar og að læra umönnun ungbamsins og sé því ekki móttækileg fyrir mikilli fræðslu á svo skömmum tíma sem sængurlegan er orðin á mörgum stöðum (Luckas, 1991). Diony Young skrifar ritstjórnargrein í Birth í júní 1996 sem hún kallar snemmútskriftir - hverra er að ákveða, hver ber ábyrgðina. Hún vitnar í orð ungbarnalæknis Dr.Judy Saslow sem segir að það sé aukin tíðni endurinnlagna barna sem ekki þrífast. Það séu böm mæðra sem hafa farið snemma heim eftir fæðingu, þær kunni ekki að þekkja einkenni þess hvenær bam þeirra drekkur ekki nóg og hafi ekki nóga þekkingu til að sinna brjóstagjöfinni eins og æskilegt væri, sérlega fyrstu dagana eftir fæðingu. Diony bendir hins vegar á að heilbrigðisstarfsmenn verði að gera sér grein fyrir að flestar konur þurfa ekki hátækni umhverfi fýrir sig og böm sín. Það sem skipti aðallega máli sé hvemig sé staðið að umönnun, tilfinningalegum stuðningi, fræðslu og eftirfylgni við móður og barn. Hún segir að sér þyki eðlilegt að konur ákveði sjálfar hvenær þær treysta sér til að fara heim með barn sitt. Hún leggur hins vegar áherslu á að konur fái heimsóknir fagaðila eða einhvers sem þær geta treyst til að sjá um og aðstoða þær eftir að þær koma heim með barn sitt og til að svara spumingum þeirra. Hún segir;”við eigum að veita þeim alla þá umönnun og stuðning sem þær þarfnast” án tillits til þess hvar þær fæða börn sín og hversu lengi þær dvelja á stofhun. Stern leggur áherslu á að góð skráning sé i (. Ljósmæðrablaðið 1 ° maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.