Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 18
Þar kom fram að barnalæknar voru hræddir um að missa af alvarlegum sjúkdóms- einkennum ef börnin væru útskrifuð of snemma. Þau bentu hins vegar á að lengri sjúkrahúsdvöl hefði ekki sýnt fram á að síður væri misst af tilfellum. Einnig sögðu þau að sýnt hefði verið ffam á það að konur sem færu snemma heim með böm sín virtust ífekar hafa böm sín á bijósti og lengur í einu (Waldenström o.fl. 1987) og væri það mikill ávinningur íýrir börnin (Britton, Britton og Beebe, 1994). Ebbesen,(2000) vekur athygli á því í grein sinni að síðastliðin 20 ár eða til 1994 hafi ekkert barn fengið kernicterus í Danmörku. Hins vegar á árunum 1994-1998 hafi 6 börn fengið kernicterus. Það sé umhugsunarvert og ættu fagaðilar að hafa í huga við umönnun í heimaþjónustu. Hann segir að brjóstagjöf sé mjög svo haldið á lofti sem sé gott en það þurfi að muna að stundum þarf að gefa barninu þurrmjólk með í byrjun. Það þarf að kenna fjölskyldunni að þekkja gulu og hvemig metið er hvort barn fær nóg. Einnig að gefa leiðbeiningar um hvert skal leita og hvernig skal bregðast við ef konunni finnst bamið ekki nógu duglegt og eða sé mjög gult. Mæla þarf bilirubin hjá bömum sem em gul. (Ebbesen,2000). Niðurstöður Skoðaðar vom um 50 heimildir nýlegra greina um snemmútskriftir og heimaþjónustu. Helstu niðurstöður voru þær að snemmútskrift virðist vera fyrirkomulag sem á framtíð fýrir sér og vænlegur valkostur fyrir heilbrigð börn og hraustar konur með eðlilega meðgöngu og fæðingu að baki. Best er ef konur geta fengið undirbúning fýrir snemmútskriftina fyrirfram svo þær viti hvers þær geti vænst þegar heim er komið. Konur sem velja snemmútskrift og heimaþjónustu ljósmæðra eru almennt mjög ánægðar með þá þjónustu sem þær fá. Þeim finnst kostur að vera í eigin umhverfi og að þær fái einstaklingshæfða og markvissa fræðslu sem nýtist allri Qölskyldunni vel. Konum finnst gott að losna við eril sjúkrahússins og að komast í sitt eðlilega umhverfi þar sem þær eru á heimavelli og stjóma sínum tíma sjálfar. Einnig kemur fram að snemmútskrift og heimaþjónusta stuðlar að því að tengslamyndum allrar fjölskyldunnar við nýja barnið gengur mjög vel. Rannsóknir eru sammála um að endurinnlagnir kvenna og nýbura eru ekki algengari eftir snemmútskrift og heimaþjónustu en eftir lengri sjúkrahúsvist. Leggja verður áherslu á að samræma þá þjónustu sem veitt er í heimaþjónustu og stuðla að markvissri samvinnu við heilsugæslu- þjónustuna sem tekur við af heimaþjónustunni. Niðurstöður rannsókna benda til að konur sem fá ljósmóður heim til sín eftir snemmútskrift séu öruggar með sig og ánægðar með þjónustuna. Heimildir Braveman,R, Egerter,S., Pearl,M og Miller,C. (1995). Problems associated with early discharge of newbom infants:Early discharge of newboms and mothers:A critical review of the litterarture. Pediatrics (96), 4. 716-725 Britton J.R., Britton, H.L. og Beebe, S.A. (1994). Early discharge of the term newbom: A continued dilemma. Pediatrics (94),3. 291- 295. Ebbesen,F. (2000). Recurrence of kemictems in term and near-term infants in Denmark. Acta Pædiatr;89:1213-7. Edmonson,M.B., Stoddard,J.J. og Owens,L.M. (1997). Hospital readmission with feeding- related problems after early postpartum discharge of normal newborns. JAMA, (278).4. 299-303. Friðrik H.Jónsson og Sigurður J.Grétarsson (1996). Gagnfræðakver handa háskólanemum (2.útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Gagnon,A.J., Edgar,L., Kramer,M.S., Papageorgiou,A., Waghom,K. and Klein,M.C. (1996) A randomized trial of a program of early postpartum discharge with nurse visitation. AmJ ObstetGynecol(176) 1,1:205- 211. Gillerman,H. og Beckliam, M.H. (1991) The postpartum early discharge dilemma: A inovative solution. J Perinat Neonatal Nursing (5)1. 9-17. Hildur Sigurðardóttir (1994). Il.hluti. Snemmútskriftir eftir fæðingu og heimaþjónusta. Ljósmæðrablaðið 1-2. Sérrit, 11-19. Liu,L.L., Clemens,C.J., Shay,D.K., Davis,R.L. og Novack,A.H. (1997). The safety of newbom early discharge:The Washington State experience. JAMA, (278):4. 293-298.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.