Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 12
Stuðningshópur fyrir foreldra sem misst hafa börn sín í fæðingu eða skömmu eftir fæðingu. Eftir Guðrúnu Guðbjörnsdóttur ljósmóður á fæðingardeild Landspítalans Mér hefur fundist að því meiri umhyggja sem foreldrunum er sýnd með því að reyna að hjálpa þeim til að eiga sem flestar og bestar minningar um barnið, þeim mun auðveldara er þeim að vinna úr sorginni síðar meir. Það að missa barnið sitt er eflaust einhver erfiðasta lífsreynsla sem foreldrar verða fyrir. Að fæða andvana barn eða missa barnið sitt fljótlega eftir fæðingu getur verið jafn erfitt og að missa eldri börn. Þegar um andvana fæðingu er að ræða eru það í rauninni bara foreldramir sem ná að kynnast barninu og aðrir eiga erfitt með að skilja að fyrir þeim er andvana fætt bam raunverulegur einstaklingur engu að síður en þau börn sem fæðast lifandi. Astæðan fyrir því að ég fór að velta fyrir mér þessum málum nánar var að mér fannst mjög erfitt að annast þær konur (Qölskyldur) sem voru að fæða andvana börn eða börn sem fæddust mikið fötluð og lifðu jafnvel mjög stutt eftir fæðingu. Eins og margar aðrar ljósmæður vildi ég helst auðvitað sinna þeim konum sem ekki áttu von á að fæða börn sem ekki væru fullfrísk og jafnvel, lifðu ekki mjög lengi. Ég fór því fyrir nokkrum árum að hugleiða þetta nánar og aflaði mér meiri vitneskju um hvernig betur mætti standa að stuðningi við þá foreldra sem verða fyrir þeirri sáru reynslu að missa barn og jafnframt var ég sjálf betur undirbúin að takast á við slíkar fæðingar. Það að annast þessar konur og ijölskyldur þeirra er mjög mikil vinna og ekki alltaf auðvelt en getur þó verið gefandi og fjölskyldunum léttbærara ef góður stuðningur er veittur. Mér hefur fundist að því meiri umhyggja sem foreldrunum er sýnd með því að reyna að hjálpa þeim til að eiga sem flestar og bestar minningar um barnið, þeim mun auðveldara er þeim að vinna úr sorginni síðar meir. Það er eðlilegt að hverri meðgöngu fylgi gleði og eftirvænting verðandi foreldra. Það er því átakanleg lífsreynsla að eignast andvana barn. í einu vetfangi er vonum og væntingum breytt í sorg og söknuð. Þegar um er að ræða fæðingu andvana barns er mikilvægt að fæðingin sé sem eðlilegust. Konan fái tækifæri til að fylgjast með fæðingunni og upplifi hana á sem jákvæðastan hátt. Það hefur verið staðfest með könnunum að flestar konur lýsa fæðingu andvana barna sinna sem dýrmætri reynslu og þeim finnst sem þær hafi gert eitthvað gott fýrir þetta bam, með því að lofa því að fæðast eðlilega. Það er því nauðsynlegt að tala um fæðinguna og gera foreldrunum grein fyrir að fæðingin er ekkert öðruvísi þó svo að barnið sé dáið. Gefa þeim tækifæri á að tala um bamið og að þetta sé sama barnið í dag og það var í gær þrátt fyrir að það sé nú látið. i r\ Ljósmæðrablaðið 1 z maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.