Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 17
nauðsynleg til þess að fylgja fræðslu og umönnun fólks í heimahúsi eftir (Stem, 1991). Undirbúningur fyrir snemmútskrift. Stern (1991) skoðaði þjónustuform sem hannað var fyrir foreldra sem völdu sér snemmútskrift í New York. Það þjónustuform byggði á því að verðandi foreldrar kynntust ljósmóðurinni sinni fyrir fæðingu. Hún veitti fræðslu sem hafði það takmark að stuðla að vellíðan fjölskyldunnar og undirbúa hana fyrir snemmútskrift. Ljósmóðirin kom helst ekki seinna en 6 klst eftir fæðinguna og talaði við fólkið og bjó þau enn frekar undir heimferðina. Ljósmóðirin kom heim á fyrsta sólarhring eftir heimferðina og um það bil þremur sólarhringum eftir að heim var komið eða þegar brjóstagjöfin var komin vel af stað. Þær heimsóknir voru ætlaðar til að sfyrkja konur í sængurlegunni með að taka tillit til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, lífstíls og óska. Konur lýstu mjög ánægju sinni með þetta fyrirkomulag. Gillerman og Beckham frá Kalifomíu (1991) skipulögðu þjónustuform fyrir konur sem völdu snemmútskrift. Þar er engin eftirfylgni með mæðrum þannig að þær sáu að gera þurfti fræðsluna mun markvissari en áður var. Þær álíta að sængurlegu-hjúkrunarffæðingurinn sé sífellt undir þrýstingi með að koma allri ffæðslu til skila þar sem sængurlegan sé sífellt að styttast og þess vegna minni tími fyrir ffæðslu. Á sama tíma hafi hjúkrunarffæðingurinn miklu fleiri sjúklinga til að sinna og minni tíma fyrir hvern. Að auki þá krefjast fjölskyldur meiri athygli og gera meiri kröfur til þjónustunnar sem veitt er. Það þarf því að hafa alla ffæðslu markvissa og jafnframt að hún sé sniðin að þörfum hvers og eins. Benda þær á að góð skipulagning að fyrirkomulagi snemmútskrifta sé alger forsenda þess að tryggja góða útkomu móður og bams. Þær benda einnig á að flestar mæður tali um að það sem skipti mestu máli við útskrift sé að þær geti sinnt ungbarninu að nokkru öryggi og viti hvað það er sem þarf að fylgjast sérstaklega með fyrstu dagana hjá nýburanum (Gillerman og Beckham, 1991). Miklar breytingar hafa oðið á þjónustu í sængurlegu í Bandaríkjunum og stöðugt verið að stytta sængurleguna til að reyna að lækka kostnað á sjúkrahúsum og er sjúkrahúsdvöl nú komin í 2,6 daga að meðaltali. Gerð var áætlun fyrir verðandi mæður til að koma til móts við þarfir þeirra. Áætlun þessi felur í sér að hjúkrunarfræðingur hittir fjölskylduna á meðgöngunni við um það bil 36-38 vikur og undirbýr hana fyrir fæðinguna og snemmútskrift með fræðslu um það sem þau geti átt von á þegar farið er snemma heim. Fjölskyldan er undirbúin vel fyrir stutta sjúkrahúsvist, hún fær uppgefið nafn og símanúmer ljósmóður sem hún getur alltaf náð sambandi við. Boðið er uppá tvær heimsóknir heilsugæslu- hjúkrunarfræðings eftir fæðinguna. Sú fyrri er á fyrsta sólarhring eftir heimkomu og sú seinni er 3-4 dögum eftir heimkomuna og er þá gert ráð fyrir að konan sé komin vel af stað með bijóstagjöf. í heimsóknunum er farið vel yfir það sem fjölskyldunni finnst hún þarfnast mest að fræðast um. Þessi áætlun hefur sparað þjóðfélaginu og skjólstæðingunum geysilegar fjárhæðir og endurinnlagnir þeirra sem nota snemmútskriftir eru innan við 1%. Mikla áherslu ber að leggja á að skipuleggja þjónustu við konur í sængurlega og gera hana aðgengilega og þannig að konum finnist þær vera öruggar með bam sitt einar heima (William og Cooper, 1996). Mandl og fleiri (1996) leggja áherslu á að bjóða uppá fyrirkomulag þar sem konur eru undirbúnar vel fyrir snemmútskrift, þannig að ekkert komi þeim á óvart í ferlinu. Ef svo er gert þá séu konur mjög ánægðar með þá þjónustu sem þær fá. Endurinnlagnir Ekki hefur verið hægt að sýna fram á aukna tíðni endurinnlagna hjá konum eða börnum eftir snemmútskrift svo fremi sem þeim sé fylgt eftir með heimaþjónustu. Bamalæknamir Edmondson, Stoddard og Owens (1997) athuguðu tengsl milli snemmútskrifta og endurinnlagna barnanna vegna þurrks - sem var algengasta orsökin fyrir endurinnlögn. Þeir komust að raun um að börn sem voru snemmútskrifuð og sem höfðu gengið í gegnum eðlilega fæðingu og eðlilegt ferli fyrst eftir fæðingu voru ekki frekar útsett fyrir endurinnlögnum. William og Cooper (1996) segja að endurinnlagnir hafi farið undir 1% eftir að farið var að halda utan um þetta fyrirkomulag snemmútskrifta þar sem áhersla er lögð á ffæðslu um umönnun ungbamsins og brjóstagjöf. Sýnt hefur verið ffam á að tíðni endurinnlagna nýbura er aukin hjá konum sem fara snemma heim og fá engar heimsóknir fagaðila eftir útskrift (Liu, Clemens, Shay, Davis, og Novack, 1997). Britton, Britton, og Beebe, (1994) gerðu úttekt á skrifuðum greinum um snemmútskriftir barna. Niðurstaða þeirra leiddi í ljós að snemmútskrift væri öruggt fyrirkomulag fyrir börn sem fæddust eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu. / heimsóknunum er farið velyfir það sem fölskyldunnifíinnst hún þarfnast mest að frœðast um. Þessi áœtlun hefur sparað þjóðfélaginu og skjólstœðingunum geysilegar fárhœðir og endurinnlagnir þeirra sem nota snemmútskriftir eru innan við 1%. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.