Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 14
Samtök hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra gegn tóbaki. Stofnfundur samtakanna var haldinn 9. febrúar 2000 Markmið samtakanna er að hvetja þessar fagstéttir til að fræða um tóbaksvarnir og leiðbeina og styðja þá sem vilja hætta að reykja. í stjórn samtakanna eru: Guðrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur formaður, Dagmar Jónsdóttir hj úkrunarfræðingur, Álfheiður Árnadóttir lj ó s m ó ð i r, Jónína Sigurgeirsdóttir hj úkrunarfræðingur, Sigríður Birna Ólafsdóttir hj úkrunarfræðingur, Guðrún G. Eggertsdóttir ljósmóðir, Þuríður Bachman hjúkrunarfræðingur. Stofnfundurinn var auglýstur með dreifibréfi, sem sent var á allar sjúkrastofnanir og heilsugæslustöðvar á landinu. Opinn hádegisverðarfúndur var haldinn á Hótel Borg 24.október 2000 undir yfirskriftinni: “Hvers vegna eru lyf gegn reykingum ekki niðurgreidd af ríkinu”. Frummælendur voru: Dagmar Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðmundur Þorgeirsson 1 æ k n i r , Karl Steinar Guðnason f o r s t j ó r i Tryggingastofnunar ríkisins og Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra í janúar s.l hafði lyfjafyrirtækið Glaxo- Smith-Kline samband við samtökin og bað þau um að vera með fræðslu og ráðgjöf um reykingavarnir og leiðir til reykleysis, í apótekum víða um land. Stjórnin tók þetta tilraunaverkefni að sér og skiptust meðlimir hennar á um að fara í apótekin í alls 17 skipti.Greiðslan fyrir þetta starf rann til samtakanna og verður m.a. varið til að fjármagna merki samtakanna sem er í hönnun. Afmælisfundur var auglýstur og haldinn þann 23. febrúar s.l. Erindi fluttu Anton Bjarnason læknanemi og fjallaði hann um niðurstöður rannsóknar sinnar á áhrifum reykinga á meðgöngu og súrefnisflutning til fósturs. Guðrún Jónsdóttir flutti erindi Dagbjartar Bjarnadóttur í Mývatnssveit þar sem hún forfallaðist, og fjallaði um “Ráðgjöf í reykbindindi “ sem er símaþjónustuna sem er veitt í samvinnu við Heilbrigðistofnun Þingeyinga og Tóbaksvamamefiid. Mikilvægt er að ljósmæður og hjúkrunar- fræðingar skrái sig sem flestir í samtökin til að starfíð megi eflast og styricjast. Hægt er að skrá sig hjá Álfheiði Ámadóttur í síma 560 1141 Kl. 08.00 til 16.00, netfang:alfheida@rsp.is Með baráttukveðjum, Guðrún G. Eggertsdóttir Alfheiður Arnadóttir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.