Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 4
" Ég var 9 ára þegar ég ákvað að verða Ijósmóðir” Viðtal tók Bjarney R. Jónsdóttir Ljósmóðir sem starfar við sjúkrahúsið á Blönduósi Þegar ég kom til Dýrfmnu til að taka viðtalið, tók hún á móti mér, jafn hlýleg og róleg og hennar er vísa. Það er ekld hægt annað en að líða vel í nærveru þessarar traustu konu. Mérfinnst fara best á því að hafa viðtalið að mestu óbreytt, þannig kemst best til skila, frásögnin hennar Dýrfmnu. Ljósmæðrablaðið maí 2001 í viðtalinu segir hún frá þegar hún tekur í fyrsta skipti á móti heima,óundirbúin, af því hún getur ekki neitað konu sem er að fæða. Eftir það er ekki aftur snúið. Dýrfinna lýsir vel andrúmsloftinu heima, trausti kvennanna á henni, mikilvægi rólegheita og þess að fella fæðinguna inn í daglegt líf, það er eðlilegast. Hún grípur sjaldan inn í eðlilegan gang fæðingar, klippir sjaldan og sprengir helst ekki belgina. í orðum hennar speglast hin sanna trú ljósmóður að allt muni ganga vel, þangað til annað komi uppá. Þá sendir hún líka frá sér, því maður bíður ekki eftir hættu. Dýrfinna lýsir tíðarandanum, hvernig fólkið var oft að hræða konurnar. Hún fékk bæði stuðning og gagnrýni frá samstarfsfélögum, en hún var ákveðin og stóð við sína sannfæringu. Hún segir frá sterkum konum, sem hafa ákveðnar skoðanir,og Dýrfinna virðir óskir þeirra. Hún þjónar þeim, tók á móti fyrsta barninu sem fæddist í vatni hér á landi og sá þá strax að þetta yrði ffamtíðin. Hún tekur jafnvel að sér barn þegar þess er þörf, eins og fram kemur í viðtalinu.Hún lýsir einnig hvað starfið gefur og hvers það krefst. Hún þurfti að vera tilbúin þegar kallið kom, jafnvel þegar hún var sjálf með tvö nýfædd börn. Taskan hennar stendur tilbúin, ef einhver skyldi kalla. Eins og virðulega konan Dýrfinna hvar ert þú fædd og uppalin? Ég er fædd héma í Reykjavík,það var þá sveit þar sem Háaleitisbrautin og Safamýrin er. Seljaland hét það. Ég er nú fædd á Land spítalanum, með fyrstu bömunum sem fæddust þar 1931. Þá fóru margar konur inn á Landsspítala til þess að vígja nýju fæðingadeildina. Varfjölskyldan stór? Ég á fimm systkyni, ég er næstelst af þeim og svo bjuggu foreldrar mínir þama að Seljalandi. Mamma hafði smá búskap með, hafði kindur og kýr og maður hjálpaði oft til þegar að kindurnar og kýrnar voru að bera. Þannig að þú hefur fljótt ákveðið að verða Ijósmóðir? Já ég var 9 ára þegar ég ákvað að verða ljósmóðir. Hvernig kom það til? Þær voru nú að fæða heima konumar, í næstu húsum og ljósmóðirin kom með tösku. Mér fannst þetta svo virðuleg kona, þannig að ég hugsaði, ég ætla að verða svona, svoleiðis byrjaði það. Og það hefur gengið eftir? Já. Hvernig var svo náminu háttað? Ljósmæðraskólinn ? Annaðhvort varð maður að vera búin að vera í húsmæðraskóla eða gagnífæðiskóla og ég var búin að vera í gagnfræðiskóla og kvöldskóla KFUM, var þar tvo vetur líka. Svo vann ég við að keyra blindan mann í tvö ár, þangað til að ég var tvítug. Maður fékk ekki inngöngu fyrr en tvítugur. Þá var það eitt ár, þegar ég lærði. Svo vann ég í tvö sumur við að leysa af í sumarfrí, eftir að ég lærði '53 og '54, sem ljósmóðir á fæðingargangi. Til að fá réttindi til þess að fá að

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.