Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 7
Hvað varstu með í töskunni, viltu sýna mér hvað er íhenni? Já ég skal gera það, hún er hérna frammi á gangi tilbúin ef einhver kallar allt í einu. Hvað varstu með? Ég var með pinsettur, og ég var með æðatangir tvær og skæri, ekki sérstök episitomiuskæri af því ég klippti þær yfirleitt ekki nema alveg nauðsynlega þurfti. Ég var með tvenn skæri og svo var ég með? “Ja kannski ég nái í töskuna.” (Dýrfinna sækir töskuna og tínir upp úr henni) Svo hef ég sogrör, tangirnar, pinsettu til að sprengja, en ég geri það nú voða sjaldan, nálartöng, svo er ég með mjó lítil skæri, ef að þær rifnuðu eitthvað, til þess að taka saumana. Svo hafði ég svona stykki til þess að breiða undir þær og svo hafði ég ég grímu. Ég keypti mér grímu, sjáðu ef þær vildu eitthvað fá, greyin, svona svo að þær yrðu ekki eins hræddar þegar kollurinn var að koma. Þá lét ég bara pínulítið í þetta, sem ég á enn. Og þá fengu þær svona smá deyfingu í kollhríðinni. Þetta var ágætt þeim fannst þetta sumum gott en sumar vildu ekki neitt. Sumar vildu fá þetta þegar að kollurinn var að koma. Var þetta eina verkjadeyfingin? Já, ja ég gaf nú petidín stundum, ef þær báðu um það, ef þær vildu það. Svo átti ég svona (ljósmóðurpípu) og átti svo aðra sem er komin í sundur en hún var handsmíðuð. Hlustaðirðu með pípunni? Já alltaf, aldrei neitt annað en pípan, ég varð að æfa mig á pípunni. Hvað hlustaðirðu oft? Ég hlustaði nú mjög oft, alltaf af og til. Ég vildi alveg vera ömgg, svo hafði ég hanska. Fyrst notaði maður enga hanska bara þvoði sér vel, maður skrúbbaði bara hendurnar vel og bar svo spritt á þær. Ég ætlaði aldrei eiginlega að kunna að vinna með þessum hönskum. Og svo mældi ég krakkana með málbandi. svo em þetta nálar og sprautur. Og svo hafði ég svona til þess að deyfa spöngina þær sem vildu fá þá deyfingu. Já og svona saumnálar líka? Já, ég hef þær. Þurftir þú oft að nota þœr? Ég þurfti að nota þær stundum. Og nálar íœð? Nei, ég þurfti aldrei að láta upp nálar. Af því er ég nú svona klaufi við að láta upp nálar. Læknamir á Landspítalanum gerðu þetta alltaf. Varstu með vökva með þér eða svoleiðis? Nei, ég bara óskaði að allt gengi vel. Og það gerði það? Já það gerði það. Ég var með metergin ef það var stórt legið, sko á eftir og líka með sprautur ef það þurfti að gefa þeim, svona þegar þær voru búnar að eiga böm, þá gaf ég þeim en svo sleppti ég því hjá þeim sem voru ekki búnar að eiga börn áður, og legið var gott þá sleppti ég því bara. Hvað varstu lengi hjáþeim eftir aðþærfœddu? Ég var alltaf tvo og hálfan tíma á eftir upp á að athuga legið og fylgjast með því, það er helst blæðingarhættan sem maður er hrædd- astur við á eftir. Og ef maður fer of fljótt þá geta kannski blæðingar hafist. Komstu svo til þeirra, hvað oft á dag? Ég kom tvisvar á dag fyrstu þrjá, fjóra dagana, og svo máttu þær alltaf hringja í mig ef eitthvað var. „Heima er rólegt, miklu rólegra" Hvað fmnst þér öðruvísi við heimafæðingar en á sjúkrahúsi? Heima er rólegt, miklu rólegra. Það em margar konur sem verða stressaðar við það að fara á sjúkrahús, óvanar að fara á skjúkrahús, hafa aldrei farið á sjúkrahús. Þá vilja þær fæða sín böm heima. Fannst þér þú vera rólegri heima? Já, ég var róleg, já ég játa því. Maður fær meira að vera í friði, vera meira í friði með konuna. Ljósmæðrablaðið maí 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.