Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.05.2001, Blaðsíða 10
eitthvað sérstakt út og segja þeim hvar ég væri bæði í afmæli og annað. Ég var kölluð út tvisvar í leikhúsinu. Þurftir þú aðfara af sýningu? Já, það er svona. Krakkarnir voru stundum pirruð sérstaklega ef ég var kölluð um jólin, það skeði þrisvar. Það var ein frumbyrja 31 árs og það gekk allt vel. Hún var alla nóttina alveg fram til hádegis á jóladag. Krökkunum þótti þetta voðalegt að mamma skildi fara. Ég sagði þakkið þið fyrir að þetta sé ekki á aðfangadag, það hefði verið ennþá verra hefði það verið. Voru þœr stundum lengi? Já þær gátu verið sólarhring og meira, þú veist sko aldrei hvað þú verður lengi svo að ég sagði við mín börn og mann ég veit aldrei hvað ég verð lengi. Ég er að fara að taka á móti og ég veit ekki hvað ég verð lengi. Stundum var ekki sími og ég gat ekki látið vita. Nei, égfékkleyfijyrirbíl, '58 þá þurfii maður að sœkja um leyfi fyrir bíl, ogfékk fyrsta bílinn minn '59. Það gekk ansi etfiðlega. Egheld að ég hafi þurft aðfara 24 ferðir að tala við alla flokkana. Þau hafa tekið þessu? Já, já,þetta vandist eins og allt annað. Svo varstu búin að segja mérfrá því að þú hafir tekið á móti þínum barnabörnum? Já, ég hef tekið á móti öllum mínum bamabömum nema einu þau em orðin 23, þau em 5 fædd heima, en ekki neitt upp á síðkastið fætt heima, nei. Það er orðið 22ja ára, 15 ára, 12 ára og 6 ára þau sem em fædd heima. Það var alveg hreint eins og ég væri með mínar vinkonur. Ég var ekkert nervus eða hugsaði að þetta væri bamið mitt. Ég hef aldrei neitt fundið fyrir því að ég væri neitt kvíðin, alls ekki. Af því mér gekk vel, þó ég hafi stundum verið lengi en mér gekk vel og var allt eðlilegt og ég vissi að það myndi ganga ágætlega. Ljósmæðrablaðið maí 2001 Þessi eini hann er þá ekkifœddur hérna? Nei, hann fæddist í Svíðþjóð, þau voru að læra þar. Ég ætlaði en hún fæddi viku fyrir. Hún hringdi í mig og þá var hún orðin veik, mér leið ekki vel að vera hérna, en svo fór hún svona eins og það er orðið héma núna, hún fór heim eftir sólarhring. Fórstu til hennar? Nei, ég fór svo ekki fyrst hún var búin að fæða, maðurinn hennar var hjá henni. Stelpurnar voru orðnar svolítið stórar. Ein tengadóttir mín fæddi tvisvar heima og hún var mjög fljót en læknamir náðu yfirleitt ekki, en af því að hún óskaði eftir lækni þá kallaði ég í hann, en barnið var yfrleitt fætt og fylgjan þegar þeir komu, hún var svo fljót. Þegar hún var komin með fimm þá var hún eiginlega búin. Það var svo mjúkur legháls, það var bara, þegar ég var í síma að ná í lækni, þá sagði sonur minn, “mamma ég held að bamið sé að koma” og þá sáum við í kollinn á barninu. Læknirinn náði ekki en kom nú samt. Og hún á 6 ára dreng núna, hann fæddist líka heima. Þetta þótti voða skrýtið að vera að eiga böm heima, “þekkist það enn” sagði fólkið. Stelpan hennar er 15 ára hún fæddist í stórri blokk og það var fólk í blokkinni sem talaði svona. Ég fór líka austur til dóttur minnar, við vorum bara tvær, því það kom enginn læknir. Eldri læknirinn sagðist geta komið en hinn aftur fór að hræða hana. Svoleiðis að það gekk allt ljómandi vel, ég var hjá henni í 6 daga á eftir. Fíat fyrir lán Varstu á bíl sjálf? Nei, ég fékk leyfi fyrir bíl,'58 þá þurfti maður að sækja um leyfi fyrir bfl, og fékk fyrsta bflinn minn '59. Það gekk ansi erfiðlega. Ég held að ég hafi þurft að fara 24 ferðir að tala við alla flokkana. Sko þá voru það stjórn- málaflokkarnir sem réðu. Það var Alþýðu- flokkurinn og Framsókn og Sjálfstæðis- flokkurinn. Svoleiðis að mér fannst nú best að tala við einn sem hét Guðjón Oddsson sem var fyrir sjálfstæðisflokkinn. Því ég vildi fá Fíat því að ég vissi að ein ljósmóðir var að fá Fíat station en hinir vildu selja mér Moskovitz eða Skoda. Seldu stjórnmálamennirnir bíla? Nei, þeir gáfu leyfi. Ég lét mig ekki fyrr en ég fékk Fíat því að Þórdís Olafsdóttir var að fá svona Fíat, ég vissi það. Hún var

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.