Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 7
sem þessi tvö hugtök; skipulag þjónustunnar
og innihald eru samofin að miklu leyti. Viðhorf
ljósmæðra er hins vegar mikilvægt þar sem að
viðhorf þeirra sem einstaklinga og sá
hugmyndafræðilegi grunnur sem ljósmæður
byggja vinnu sína á hefur áhrif á hvernig
þjónustu þær veita konum og íjölskyldum
þeirra (Bryar 1995). í rannsókn Battersby og
Thompson (1997) var viðhorf fagfólks kannað
til þeirrar þjónustu sem veitt er á meðgöngu.
Þar kom fram að atriði eins og klínisk færni,
stuðningur og ffæðsla voru álitinir mikilvægir
þættir í þjónustunni en fræðsla var álitin einn
stærsti þáttur í starfi ljósmæðra á meðgöngu.
1 annarri rannsókn voru athugaðir þættir sem
voru taldir skipta mestu máli í fari þeirra sem
veita þjónustu á meðgöngu. Ljósmæður álitu
það að geta hlustað, sýnt umhyggju, vera
sveigjanlegur og vera til taks væri það sem
skipti konuna mestu máli. Heimilislæknar og
kvensjúkdóma og fæðingalæknar lögðu liins
vegar meiri áherslu á klíniska færni og mat á
líkamlegu ástandi (Pope 1998). Önnur rannsókn
sem gerð var á Nýja Sjálandi sýndi að
töluverður munur er á viðhorfum ljósmæðra
og kvensjúkdómalækna. Ljósmæður voru
líklegri en kvensjúkdómalæknar til að meta
sálfélagslega þætti mikilvæga í mæðravernd
s.s að konur fengju tækifæri til að ræða
áhyggjur sínar og að nægur tími gæfist til að
spyrja og svara spurningum. í heild lögðu
ljósmæður meiri áherslu á lifnaðarhætti á
meðgöngu, sálfélagslega þætti og skipulag
þjónustunnar. Kvensjúkdómalæknar mátu þætti
sem tengdust líkamlegu eftirliti mikilvægasta
í mæðravernd (Haertsch,Campbell,Fisher.
1996).
Aðferðafræði
Rannsóknum í ljósmóðurfræði hefur fjölgað
jafnt og þétt undanfarin 15 ár. Rann-
sóknaraðferðir sem notaðar hafa verið
endurspegla fjölbreytileika greinarinnar sem
byggir jafnt á huglægum viðfangsefnum og
raunvísindum. í þessari rannsókn þótti henta
að styðjast við fyrirbæraffæði þar sem tilgangur
rannsóknarinnar var að kanna og lýsa
viðhorfum kvenna og ljósmæðra til
mæðraverndar. Sú rannsóknaraðferð þykir
jafnframt hentug þegar að lítið hefur verið
skrifað um það efni sem rannsaka á. (Oiler
1982, Manen 1990, Polit og Hungler 1995).
Rannsóknaraðferðin felur í sér að
raunveruleikamat byggir á upplifun einstaklinga
og sem slíkt getur það breyst í sam'ræmi við
reynslu fólks og uplifun. Hér samræmist
tilgangur rannsóknarinnar fýrirbærafræði sem
er að túlka og skilja fyrirbæri en ekki
náttúruvísindum sem oftast hafa þann tilgang
að fylgjast með og útskýra.
Upplýsinga var aflað með viðtölum og var
notaður viðtalsrammi (Kvale 1996, Polit og
Hungler 1995) en sú aðferð gerir rannsakanda
kleift að hafa ákveðið sjónarhorn í viðtalinu.
(sjá töflu 1 )
Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda.
Allir viðmælendur undirrituðu upplýst
samþykki og viðeigandi leyfi lágu fyrir þegar
rannsóknin hófst. Réttmæti og áreiðanleiki
niðurstaðna í eigindlegum rannsóknum þarf
skv. Brink (1991) að vera byggt inn í
rannsóknarferlið. Kirk og Miller (1986) telja
að réttmæti rannsókna sé fræðilega háð hversu
áreiðanlegar þær séu. Til að nálgast þessi
markmið voru eftirfarandi atriði höfð í huga á
meðan á upplýsingasöfnun stóð; að skapa
aðstæður fyrir viðtalið í samræmi við óskir
þátttakenda, að hafa viðtalið eins og hægt er í
formi eðlilegra samræðna og með því að taka
saman niðurstöður og túlkun niðurstaðna í lok
hvers viðtals og bera undir viðmælendur.
Ljósmæður voru líklegri en
kvensjúkdómalœknar til að
meta sálfélagslega þœtti
mikilvœga í mœðravernd s.s
að konur fengju tækifœri til
að ræða áhyggjur sínar og
að nœgur timi gœfist til að
spyrja og svara spurningum.
í kennslustund í Thames Valley University.
Þátttakendur og framkvæmd
rannsóknarinnar
Tekin voru viðtöl við fjórar ljósmæður og átta
barnshafandi konur. Gagnasöfnun fór fram á
tveimur litlum stöðum í nágrenni Reykjavíkur
og var sú ákvörðun tekin til að auka hlutleysi
rannsakanda sem var ókunnugur aðstæðum á
jjessum stöðum (Rees 1997, Olier 1982).
Úrtakið var þægindavalið og aðstoðuðu
ljósmæður í mæðravemdinni við að finna konur.
Allar konurnar sem var haft samband við
Liósmæðrablaðið
nóv 2001