Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 8

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 8
samþykktu að taka þátt í rannsókninni. Viðmið við val á konum voru: lengd meðgöngu á bilinu 32-38 vikur og viðkomandi varð að hafa gefið skriflegt samþykki íyrir þátttöku í rannsókninni. Ákveðið var að tala við konur óháð fyrri reynslu þeirra af barneignum, aldri, félagslegum bakgrunni o.s.frv. Þetta var í samræmi við tilgang rannsóknarinnar þar sem afla átti upplýsinga um viðhorf og reynslu kvenna sem einstaklinga af mæðravernd. Meðgöngulengdin var álitin heppileg 32-38 vikur þar sem að á þessu tímabili hafa konumar töluverða reynslu af þeirri þjónustu sem mæðraverndin felur í sér en eftir 38 vikna meðgöngu er athygli margra kvenna farin að beinast að fæðingunni. Viðmið varðandi val á ljósmæðrum voru: allar ljósmæður sem vinna við mæðravernd á viðkomandi stað voru þátttakendur í rannsókninni auk einnar ljósmóður sem starfar á öðrum stað utan Reykjavíkur. Þessar ljósmæður sinna allar mæðravernd, fæðingum og sængurlegu en engin þeirra veitir þó samfellda þjónustu til ákveðins hóps verðandi foreldra. Konurnar kusu allar að láta viðtölin fara fram á heimili sínu en þrjár ljósmæður óskuðu eftir að viðtalið yrði tekið á sjúkrahúsi þar sem þær starfa. Ein ljósmóðir kaus að viðtalið færi fram heima. Tafla 1 Viðtalsrammi notaður fyrir verðandi mæður - Mig langar til að byrja á því að biðja þig um að segja mér hvað þér finnst felast í mæðravernd. - Hvað finnst þér vera mikilvægast varðandi mæðraverndina? - Hverju ert þú að sækjast eftir þegar að þú kemur í mæðravernd? - Finnst þér vera komið til móts við þarfir þínar í mæðraverndinni? - Er eitthvað sem þú mundir vilja hafa öðruvísi í mæðraverndinni? Viðtalsrammi notaður fyrir ljósmæður í mæðravernd - Mig langar til að byrja á því að spyrja þig hvað þér finnst felast í mæðravernd - Hvað finnst þér vera mikilvægast varðandi mæðraverndina? - Hverju heldurðu að konur séu helst að leita eftir í mæðraverndinni? - Finnst þér þú geta komið til móts við þarfir kvennanna sem þú annast á meðgöngu? - Er eitthvað sem þú vilt breyta varðandi mæðraverndina? Gagnasöfnun og greining gagna Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda í rannsókninni. Viðtölin voru tekin upp á segulband og vélrituð orðrétt upp. í viðtölunum var notaður viðtalsrammi til að halda umræðunni um það efni sem ákveðið var að skoða. Viðtalsramminn innihélt fimm opnar spurningar. Greining á niðurstöðum úr þessari rannsókn fylgir ekki einni reglu eða aðferð. Margir höfundar hafa skrifað um aðferðir við að greina eigindlegar rannsóknir (Kvale 1996, Stem 1991, Manen 1990) þar þarf rannsakandi að gæta þess að þróa kerfi sem er í samræmi við markmið rannsóknarinnar og trútt þeim gögnum sem sem aflað hefur verið. í þessari rannsókn var tilgangurinn m.a. að fá upplýsingar beint frá konum og ljósmæðrum án þess að sett væri fram tilgáta í upphafi. í samræmi við það var notuð greining sem byggir á túlkunarfýrirbæraffæði (hermeneutic phenomenology) (Kvalel996,Manen 1990). Með því að nota fyrirbærafræði í rannsókninni er áhersla lögð á að lýsa innihaldi viðtalanna eins og þau koma fyrir. Túlkunarfræði gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það sé neitt sem heitir ótúlkuð fyrirbæri heldur felist ákveðin tiilkun alltaf í reynslu eða upplifún einstaklinga. Að setja viðtal á það form að það sé aðgengilegt til úrvinnslu er viðkvæmt ferli. Það felur í sér ákveðið mat og túlkun að færa gögn úr einu formi yfir á annað og ekki er til nein ein rétt leið heldur þarf að hafa í huga hvað sé heppileg leið fyrir hverja einstaka rannsókn (Kvale 1996). Rannsakandi vélritaði sjálfur öll viðtölin upp og með því að hlusta endurtekið á viðtölin skapaðist tækifæri til að meta og íhuga gögnin sem í sjálfu sér er upphaf greiningar. Lj ósmæðrablaðið nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.