Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 11
kom fram að upplýsingar og fræðsla á
meðgöngu geta aukið tilfinningu um öryggi
og þannig haft áhrif á að allt sé í lagi:
“ ég heffengið meiri upplýsingar nú en á
fyrri meðgöngum mínum, bæði varðandi
fæðinguna sjálfa og meðgönguna.. ég hef
nefninlega oft verið svo kvíðin og þá finnst
mér mikilvægast af öllu að þér sé alltaf sagt
hvað sé að gerast, að allar rannsóknir og
mœlingar séu í lagi .... Að í raun gangi allt
eðlilega fyrir sig...”
Fjölmargar rannsóknir hafa gefið til kynna
að samband sé milli ánægju kvenna á
meðgöngu og fræðslu sem veitt er til verðandi
mæðra ( Drew,Salmon og Webb 1989, Simkin
1990, Pope,Cooney,Graham,Holliday og Patel
1998). í þessari rannsókn nefndu þó fáar konur
að fræðsla sem veitt er á meðgöngu hefði
einhverja þýðingu eða að þær sæju hana sem
sérstakan þátt í mæðraverndinni.
Eftirfarandi stef voru greind í texta frá
ljósmæðrunum. Þau stef sem tengdust
huglægum þáttum eins og stuðningur voru
mest áberandi í umræðunni hjá ljósmæðrum
en tengdust þó oft umijöllun um eftirlit með
líkamlegu heilbrigði:
a) stuðningur við konuna á meðgöngu
Flestar ljósmæðurnar sem talað var við í
þessari rannsókn álitu stuðning vera einn aðal
þáttinn í starfi sínu í mæðraverndinni og er
það í samræmi við rannsóknir sem hafa verið
gerðar á viðhorfum ljósmæðra til mæðravemdar
annars staðar. I rannsókn sem ffamkvæmd var
1997 skilgreindu ljósmæður t.d. hlutverk sitt
út frá þremur sjónarhornum: klíniskri færni,
stuðningi og fræðslu til verðandi foreldra
(Battersby og Thomson 1997). Eftirfarandi
dæmi úr frásögnum ljósmæðra í þessari
rannsókn endurspegla þetta viðhorf;
“...megin hlutverk mœðraverndarinnar er
að styðja konuna í gegnum meðgönguna..
og með því að gera það þá ertu líka að styðja
hana gegnurn fæðinguna. Efþú veitir henni
góðan stuðning á meðgöngu geturðu auðveldað
henni fœðinguna..”
“...mérfinnst mœðraverndin vera stuðningur
fyrir konuna ogfjölskyldu hennar ... ég hvet
þær til að koma með mennina sína með og ég
vil tala við þau bæði .... Ég horfi meira á
þetta eins og málefni fjölskyldunnar en ég
gerði..og mérfmnst mitt hlutverk vera það
að styðja fjölskylduna .... “
Ýmsar rannsóknir hafa gefið til kynna að til
að konur finni fyrir ánægju og vellíðan á
meðgöngu þurfi þær að finna fyrir stuðningi
(Oakley 1992). Eitt form af stuðningi getur
verið að fullvissa konuna um að allt sé í lagi
en það er stef sem oft var samtengt umræðu
um stuðning í viðtölunum við ljósmæðurnar.
Matartími í „klaustrinu"
b) uppörvun og fullvissa um að allt sé í lagi
Ljósmæðurnar eyddu töluverðum tíma í að
ræða að þær álitu það að fá staðfestingu á að
allt væri í lagi væri einn mikilvægasti þátturinn
í mæðravernd frá sjónarhóli konunnar. Þessi
umræða var mjög oft tengd eftirliti með
líkamlegu heilbrigði móður og fósturs auk
ýmissa rannsókna á meðgöngu:
“.... Ég býst við að þœr séu að leita eftir
fullvissu á að allt sé í lagi.... að barnið sé í
lagi....að hjartslátturinn sé í lagi og svoleiðis
“....Þœr eru að leita eftir stuðningi....og
fullvissu á að allt sé í lagi..sumar þeirra
vita að allt er í lagi en sumar eru þreyttar og
eru íþörffyrir að tala ..”
Reyndar hefur því verið haldið fram að
fullvissa um að allt sé í lagi sé ekki síður
mikilvægt frá sjónarhomi fagfólksins þar sem
að það dregur úr möguleikum á því að því
yfirsjáist einhver frávik frá því eðlilega ( Steer
1993). Þannig hefur Kirkham haldið því fram
að ljósmæður noti það að fullvissa sig og
konuna um að allt sé í lagi til að verja sjálfa
sig fyrir því að segja ranga hluti eða jafnvel til
að koma í veg fyrir að konur leiti eftir
upplýsingum (Kirkham 1993). I þessari
Ljósmæðrablaðið
nóv 2001