Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 17
eftir fæðinguna. Sjaldnast kemur sú sem var
í fæðingunni, það fer eftir því hver er á bakvakt
hverju sinni. Ef vaktaskipti verða í miðri
fæðingu, kemur önnur ljósmóðir og leysir af,
eins og á sjúkrahúsunum.
Hvað varð til þess að þú ákvaðst að vinna
við heimafæðingar?
Já sjáðu til, ástandið á Fjóni var orðið þannig
að það var undirmönnun á sjúkrahúsunum.
það vantaði ljósmæður til að standa vaktirnar
og stundum var engin á bakvakt sem gat sinnt
heimafæðingunum. Því gerðist það að konur
sem gjaman vildu fæða heima og höfðu rétt á
því fengu enga aðstoð, það var ekki hægt að
senda neina ljósmóður til þeirra. Þess vegna
efndu konur til mótmæla, þær gerðu kröfu til
stjórnvalda um að þeim væri tryggð aðstoð
við heimafæðingar. Þær minntu ráðherrana
á rétt sinn til að fá aðstoð við heimafæðingar
og bentu réttilega á að brotið væri á þeim með
því kerfi sem var við líði.
Það var ekki tryggt að íyrirhuguð heimafæðing
gæti gengið, þó svo meðgangan og fæðingin
væri eðlileg og það gátu þær ekki liðið.
Það var því að tilstuðlan yfirvalda að ég og
tvær aðrar ljósmæður vorum fengnar til að
þróa kerfi sem gæti sinnt heimafæðingum og
tryggt konum rétt sinn til heimafæðinga. Önnur
krafa kvennanna var að þær vildu fá ljósmóður
heim til sín sem þær höfðu áður hitt, að ekki
kæmi ókunn ljósmóðir til aðstoðar við fæðingu.
Það voru því þessi tvö atriði sem við gengum
út frá, að það væru alltaf til staðar ljósmæður
til að sinna heimafæðingum og að það væri
einhver sem konan þekkti. Ráðherrarnir
samþykktu síðan kerfið sem við hönnuðum
sem er sambland af vinnu ljósmæðra við
heimafæðingar og inni á fæðingardeildum.
Kerfið er rekið af sýslunni (Fyns Amt), við
fáum greitt frá þeim og þeir útvega húsnæði,
bíl, síma o.þ.h. Kerfið er þó í nánum tengslum
við sjúkrahúsin.
Hver er tíðni heimafæðinga á Fjóni?
Þegar við byrjuðum 1997 var hlutfall
heimafæðinga um 1%, þ.e. ca 50-60 fæðingar
á ári á Fjóni. Fyrsta heila árið (1998) í okkar
kerfi fæddu 85 konur heima, 1999 fæddu 80
og svo árið 2000 voru þær 128. Þannig hefur
aukningin verið 100%, þ.e. tíðnin tvöfaldast
og er komin í 2% allra fæðinga á Fjóni. Það
er talverður munur á tíðni heimafæðinga á
öðrum stöðum í Danmörku, fæstar eru í
Kaupmannahöfn en tíðnin liggur ennþá í
kringum 1% í öllu landinu.
Finnst þér eitthvað sértakt einkenna þær
konur sem velja heimafæðingar?
Ja, það hélt ég í fyrstu, að það væru frekar
sérstakar týpur sem völdu heimafæðingar, en
það finnst mér ekki lengur. Það hefur verið
meiri breidd í þessu en ég gerði ráð fyrir í
upphafi. Hinsvegar er óhætt að segja að
langskólagengnar konur eru í meirihluta. í raun
er stærstur hluti kvenna sem fæða heima
ljósmæður, þær fæða mun oftar heima en aðrar
konur. Svo eru það margir læknar sem velja
að fæða börn sín heima, einnig
hjúkrunarfræðingar og uppeldisfræðingar.
Það er rétt að oft á tíðum erum við með fólk
sem hefur öðruvísi lífsýn en gengur og gerist.
Kirsten við Markarfljótsgljúfur
Hvernig er tryggingarmálum háttað í þessu
kerfi, þurfa ljósmæður sem vinna í
heimahúsum að tryggja sig eitthvað
sérstaklega?
Nei, það er allt innifalið í starfsmanna-
tryggingum viðkomandi sjúkrahúss.
Þá er helst að nefha fólk sem aðhyllist Rudolf
Steiner stefnu. Það er nokkuð stór hópur slíks
fólks á Fjóni sem býr við hálfgerðan
sjálfsþurftarbúskap, ræktar og ffamleiðir lífrænt
ræktaðar afurðir til einkanota. Það fólk velur
gjaman að fæða heima.
Ljósmæðrablaðið i n
nóv 2001 1 '