Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Page 19
Annars höfum við með okkur öll helstu
neyðarlyf og lítinn neyðarsúrefniskút höfum
við með í bílnum. Loft fyrir sogtæki og
súrefniskútar eru til staðar strax í upphafi allra
heimafæðinga, en sjúkraflutningaaðliar sjá um
að koma því til og ffá staðnum að okkar beiðni.
Eruð þið með vatnsfæðingar?
Já, um 40% heimafæðinga er í vatni, það er
mun hærra hlutfall en á sjúkrahúsum. Við erum
sjálfar með fæðingakör sem við leigjum
foreldrunum. Við eigum átta kör, fólkið fær
það til sín 2-3 vikum fyrir áætlaðan
fæðingardag og er því búið að hafa karið hjá
sér og kynnast því. Búið er að stilla því upp
tímanlega þar sem það á að vera, prófa hvað
tekur langan tíma að fylla og tæma o.þ.h. Síðan
er það þannig að sá næsti sem þarf að nota það
sækir það til þeirra sem eru búin að nota það.
Þá fær fólk líka tækifæri til að spjalla saman
um ýmis praktísk atriði varðandi vatnsfæðingar
og miðlað reynslu sinni. Auk þess fáum við
svolitla peninga með þessari leigu.
Hver er staða ljósmæðra í Danmörku
gagnvart öðrum heilbrigðisstéttum?
Mér finnst mikil virðing vera borin fyrir
ljósmæðrum í Danmörku. Okkar sérhæfing
eru eðlilegar fæðingar en í Danmörku eru
ljósmæður ekki líka hjúkrunarfræðingar. Á
fæðingadeildunum vinna ljósmæður ásamt
sjúkraliðum og læknum. Á sængurkvennagangi
og meðgöngudeild eru bara hjúkrunar-
fræðingar, þannig að sérsvið ljósmæðranna
eru fæðingarnar. Við sinnum reyndar líka
bráðamóttöku bamshafandi kvenna. Það er því
engin staður þar sem starf ljósmæðra skarast
við störf hjúkrunarfræðinga. Það er yfirleitt
mjög góð samvinna við lækna, það ríkir mikil
gagnkvæm virðing milli þessara stétta. Ef við
komum inn með konu sem ætlaði að fæða
heima, þá þekkja læknarnir okkur vel því við
vinnum líka á sjúkrahúsunum. Samstarfið er
afar gott, læknarnir bera virðingu fyrir okkar
ákvörðunum varðandi heimafæðingar, af hverju
við tökum þá ákvörðun að koma inn og hvað
við höfum verið að gera. Þeir vilja að sjálfsögðu
fá upplýsingar um konuna en grípa ekki framm
fyrir hendur okkar, heldur spyrja hvers þurfi
með. Það em því engin vandamál í samskiptum
lækna og ljósmæðra. Það helsta sem hefur
skarast í samskiptum okkar við lækna er við
heimilislæknana, en við þekkjum síður
vinnubrögð hvors annars og því geta komið
upp vandamál. í Danmörku fara konur líka til
heimilislæknis á meðgöngunni. Heimilslæknum
ber í raun skilda til að upplýsa konur um
valmöguleika um fæðingarstaði, einnig um
möguleika á heimafæðingu. í rauninni er það
nærri aldrei gert, sjaldan er minnst á
heimafæðingar meðal þeirra. Ef kona ber upp
ósk um heimafæðingu við heimilislækni sinn
þá eru undirtektir oft ekki jákvæðar. Nokkrir
hafa meira að segja ráðlagt konum frá
heimafæðingu, segja sem svo“þorir þú því”,
“ertu viss um það” eða “mín kona fengi ekki
leyfi til þess”. Fólk ber mikla virðingu fyrir
læknum og þeir hafa gjarnan áhrif á viðhorf
og skoðanir þess. Þeir geta auðveldlega hrætt
fólk, jafnvel að ástæðulausu. Að sjálfsögu getur
fólk og hefur rétt á að fæða heima ef meðgangan
er eðlileg og það eiga læknarnir að upplýsa
urn. Áður fyrr komu læknanemar með í
heimafæðingar en nú er það hætt og fæstir vita
um hvað málið snýst, hverníg við vinnum,
hvernig og hvenær við flytjum konur o.s. frv.
Eg er ekki að segja að samskipti við
heimilslækna séu slæm, við erum bara of langt
frá hvort öðru.
Samstarfið er afar gott,
lœknarnir bera virðingufyrir
okkar ákvörðunum varðandi
heimafœðingar, afhverju við
tökum þá ákvörðun að konia
inn og hvað við höfum verið
að gera.
Nýjum fjölskyldumeðlimi fagnað
Eiga danskar ljósmæður einhver sérstök
baráttumál?
Jú, þau umræðuefni sem efst eru á baugi nú
eru þau að konur hafa aðrar væntingar varðandi
fæðingar og þá aðstoð sem þær þiggja en var
áður fyrr, Nútímakonan hefur vanist á að hafa
valfrelsi um atriði sem varða hennar líf.
Því er það þannig að konur gera nú meiri kröfu
til að vera vel upplýstar urn allt varðandi
fæðingar. Konur á meðgöngu eru meðvitaðar
og leita sér upplýsinga, sérstaklega varðandi
atriði sem þær þekkja ekki og eru jafnvel