Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 20
hræddar við. Margar konur vilja vita hvað stendur þeim til boða og hvað hægt er að gera og það er mjög jákvætt. Hinsvegar er hætt við að konur taki óupplýstar ákvarðanir á þeim forsendum að þær hafa rétt til vals. Fram hafa komið spurningar eins og “af hverju þarf fæðing að vera sársaukafull” eða “því get ég ekki fengið þau inngrip sem ég vil, eins og keisaraskurð”. Ljósmæður hafa verið í því að útskýra fyrir konum að það þarf að vera gild ástæða fyrir inngripi, að bak við valmöguleika þurfa að vera góðar upplýsingar. í dag hefur umræðan verið meira í þá átt að konur hafi Ljósmæðumar þq'ár sem hófu heimafæðingastarfsemina á Fjóni. Fyrir aftan þær er kort af Fjóni þar sem merkt er inná fyrir hverja fæðingu rétt til að velja meira en áður, þ.e. ósk konunnar er næg ástæða til inngrips, s.s. mænu- rótardeyfingar. Ljósmæður hafa fengið það svolítið á sig núna að þær vilji að konur finni til í fæðingum, og að þær dragi úr óskum kvenna um deyfingu. það er reyndar munur á þessu milli staða, í Kaupmannahöfn er auðveldara að fá mænurótardeyfingu eða keisaraskurð eftir óskum. Þar er viðhorfið sterkara um að konur hafi algjörlega frjálst val í fæðingum, “ef þú vilt það, færðu það”. Mér sem ljósmóður til margra ára finnst sú þróun ekki vera rétt, við getum ekki setið hjá og leyft þróuninni að fara í þessa átt. Slíkum kröfum mæti ég næstum aldrei í heimafæðingum, eiginlega bara í sjúkrahúsfæðingum. Þetta skiptist til hægri eða vinstri, það er svo mikill munur á þeim kröflim frá konum sem fæða á sjúkrahúsum eða þeim sem fæða heima. Við getum heldur ekki þrjóskast við og bara verið með í eðlilegum fæðingum og útilokað deyfingar eða inngrip. Þá yrðu slíkar fæðingar eingöngu í höndum fæðingalækna. Við þurfum líka að fylgja þróuninni og setja okkur inn í Að lokum, Ijómœður verða að standa saman og vinna markvisst að því að konur geti tekið upplýstar ákvarðanir varöandi sínar fœðingar og þekki rétt sinn til að velja fœðingarstað. nýjustu tækni. Það þarf að mæta þessum auknu kröfum nútímakvenna með meiri og betri upplýsingum, gefa fólki kost á upplýstum ákvörðunum ekki bara blindu vali. Áttu til einhver góð ráð til íslenskra ljósmæðra? Já kannski, ef það er eitthvað þá vil segja að það er mikilvægt að standa með viðhorfum sínum, láta ekki aðra stjórna því hvernig þið vinnið vinnuna ykkar. Læknar t.d. þurfa að vita hvernig ykkar vinnu er háttað og hver ykkar sjónarmið eru. Varðandi heimafæðingar þá er afar mikilvægt að vera í góðu samstarfi á sjúkrahúsunum. Læknamir þurfa að þekkja vel ykkar vinnuhætti í tengslum við heimafæðingar, að það sé í lagi að fæða heima að þið þekkið leikreglurnar. Og að sjálfsögðu verðið þið ekki heima með konu ef hjartahlustun er ekki í lagi eða eitthvað er að og ykkur sé treystandi til að meta þessa þætti. Við höfum mætt miklum skilningi frá fæðingalæknum, kannski aðeins minna frá barnalæknum og mér skilst að það hafi einnig verið tilfellið hér á íslandi. Þeir þekkja einna helst til þess þar sem gangur fæðingarinnar hefur ekki verið ákjósanlegur og á helst við um áhættufæðingamar á sjúkrahúsunum. Þeir hafa þá frekar sett sig upp á móti heimafæðingum og telja það öruggara að vera með konurnar á sjúkrahúsum. Við erum ekki með fæðingar sem ganga ekki eðlilega fyrir sig heima, konurnar eru fluttar á sjúkrahús fyrr en seinna. Flutningurinn hefur alltaf gengið vel fyrir sig, enda em ekki langar vegalengdir milli staða á Fjóni, lengst um 20-30 mín keyrsla. Ég lield að það sé ekki sniðugt kerfi að heimafæðingaljósmæður vinni algerlega sjálfstætt, án þess að vera í tengslum við sjúkrahúsin. Það er best ef þetta fær að skarast að einhverju leiti og báðir aðilar þekki vel vinnureglur hvers annars. Að lokum, ljómæður verða að standa saman og vinna markvisst að því að konur geti tekið upplýstar ákvarðanir varðandi sínar fæðingar og þekki rétt sinn til að velja fæðingarstað. On Ljósmæðrablaðið nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.