Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 22

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 22
JÚGA FYRiR BARIMSHAFAMDi KOMUR hynning Auður Bjarnadóttir jógakennari Auóur hejur stundað jóga í um 10 ár og tók kennarapróf í Kalifomíu jyrir um það bil tveimur árum. A síðasta ári kynntist hún svojógaJýrir barnshafandi konur og nýtti sér það sömuleiðis vel á eigin meðgöngu og í fœðingunni. Hún kennir nú jógaJyrir bams- hafandi konur í Kmmhúsinu Meðganga og fæðing er ein merkilegasta reynsla sem kona verður íyrir i lífinu. í flestum tilfellum er sú lífsreynsla það stórkostlegasta ferðalag sem nokkur kona hefur leggur upp í. Hver kona fer í raun í sína eigin óvissuferð því engar tvær meðgöngur né fæðingar eru eins. Konunni er ætlað að gefa sig inn í þessa óþekktu reynslu bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega. Hún veit í rauninni aldrei viðhverju hún getur búist eða hvernig ferli fæðingin verður. Eins og undir öll góð ferðalög getur hún þó undirbúið sig á ýmsan hátt. Það er að sjálfsögðu gott að stunda heilbrigt líferni, hreyfa sig, borða hollan mat og sofa nóg á meðgöngunni. En er það nóg? "Ef ég er bara í nógu góðri þjálfun þá verður fæðingin auðveldari, þá hef ég meira vald," gæti einhver sagt. En grjótharðir magavöðvar veita falskt öryggi. Aðalatriðið er ekki að vera í toppformi líkamlega heldur öllu ífekar að vera í toppformi andlega. Sumar konur vilja helst ekkert hugsa um fæðinguna á meðgöngunni en oft er þar á ferðinni undirliggjandi ótti við hið óþekkta. En að bæla óttann er heldur ekki lausnin. Meðgangan er góður tími til að huga að hinni heildrænu heilsu. Ljósmæðrablaðið nóv 2001 Á þessu tímabili er konan oftast rólegri, innhverfari og líkamlega meðvitaðri en ella. Líkami konunnar er sérstaklega næmur og móttækilegur. Þá er tilvalið að stunda jóga. Jóga fyrir barnshafandi konur hjálpar konunni að draga sig út úr skarkala daglega lífsins, beina athyglinni að sjálfri sér og barninu og umfram allt að slaka á. HVAÐERJÓGA? Jóga er alhliða lífsspeki sem sprettur úr hinni fornu menningu Indverja. Það er álitið eitt elsta mannræktarkerfi veraldar og miðar að þroska líkama, hugar og sálar. Jóga er hagnýt leið, ekki trúarbrögð og ætti því að geta verið fyrir alla óháð trúhneigð. Jóga þýðir tenging eða sameining. Við tengjum hugann við líkamann og notum til þess öndunina. Það er að segja, öndunin er eins og brú sem tengir huga og líkama og færir þar með athyglina inn í andartakið. Þegar við þroskum með okkur hæfileikann til að stilla saman líkama, huga og sál fer af stað heildræn meðvitund. Þannig mætti hugsa sér að við séum sálarlíkami. Þegar við dýpkum skilning okkar á sjálfum okkur þroskum við um leið með okkur hæfileika til þess að bregðast við á heilbrigðan og jafnvel yfirvegaðan hátt í augnablikinu. Þegar hægist á önduninni hægist á huganum og öryggi eykst. Á þennan hátt hjálpar jóga, því ekkert er eins mikilvægt í fæðingunni og að konan sé róleg og yfirveguð. Þannig er hún best í stakk búin að mæta átökunum sem oft fylgja og getur jafnvel notið fæðingarinnar. Það mætti kalla það jóga þegar litla barnið snertir tæmar á sjálfú sér, eða þegar tvær sálir mætast. Þegar við stundum jóga komumst við í snertingu við okkur sjálf. Þegar við erum í tengslum og snertingu við hvert augnablik í fæðingarferlinu þá erum við í jóga.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.