Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 24

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 24
gefast upp? Geturðu hugsanlega gefið eftir inn í spennuna, sleppt taki?" Þarna er verið að þjálfa líkamlega meðvitund og um leið meðvitund á andlega og/eða tilfinninga-sviðinu. Þeim mun meiri þekkingu sem móðirin hefur á sjálfri sér því hæfari er hún til að axla þá miklu ábyrgð sem það er að ala önn fyrir heilu mannslífi. Meðgangan er tilvalinn tími til uppbyggingar og endurskoðunar. Eins og hormónin mýkja upp líkamann á meðgöngunni eru flestar konur sammála um það að hjartað verður meyrara en ella og heilmiklar tilfinningasveiflur sem eiga sér stað. Þá er um að gera að nota sér það og skoða hvað kemur upp. Allar konur finna til dæmis fyrir einhveijum ótta á meðgöngunni. I stað þess að hlaupa frá óttanum eða afneita honum er miklu betra að viðurkenna óttann, umfaðma hann og jafnvel treysta öðrum fyrir honum. Viðurkenning er oft allra mikilvægasta skrefið í úrlausn mála í stað þess að reyna að breyta. Jóga jarðtengir og virkar styðjandi í tilfinningasveiflum meðgöngunnar. Meðgangan er yndislegur tími til að hægja á asanum, verða dálítið innhverfari en vanalega og dekra við sig. Þegar barnið fæðist er ekki alltaf tími til þess, þótt gott sé að kunna að taka stund fyrir sjálfan sig. í fæðingunni sjálfri eflast og margfaldast svo allar tilfinningar konunnar þannig að ef hún hefur náð að skoða sig og viðurkenna sjálfa sig á meðgöngunni bregst hún betur við eigin sveiflum og uppnámi þegar á hólminn er komið. BARNIÐ Það sem sldptir svo miklu máli er að sleppa taki, sleppa stjómun, að vinna ekki á móti hríðunum heldur flæða með þeim. En þótt viö séum að þjálfa hugann í jóga og viljum vera eins vel menntuð og undirbúin jyrir fœðinguna og við getum þá fœðum við ekki með huganum heldur með líkamanum. einungis um konuna sjálfa heldur heila litla mannveru sem hún er í þann mundað fara að bera ábyrgð á. Svo má ekki gleyma því að allt sem gert er fyrir konuna sjálfa á meðgöngunni hefur áhrif á barnið. í jóga fyrir barnshafandi konur leggjum við áherslu á að konan tengi við barnið, við stöldrum við og höldum um kviðinn, tölum við fóstrið, sendum því góðar hugsanir, ást og öryggi. Bamið er ekki framandi hnöttur sem hangir framan á konunni heldur manneskja, sál sem konan getur þegar byrjað að tengjast. Samvinnan er þegar hafin á meðgöngunni og svo er fæðingin samvinna konunnar og barnsins. Konan er ekki ein að þjást í tilgangsleysi, hver verkur hefur sína ástæðu og ef vel er hugsað til barnsins léttir það á. "ÉG VEIT BEST" Hvernig getur svo jóga hjálpað í hríðum og í fæðingunni? Það sem skiptir svo miklu máli er að sleppa taki, sleppa stjórnun, að vinna ekki á rnóti hríðunum heldur flæða með þeim. En þótt við séum að þjálfa hugann í jóga og viljum vera eins vel menntaðar og undirbúnar fyrir fæðinguna og við getum þá fæðurn við ekki með huganum heldur með líkamanum. Jóga hjálpar okkur að beina athyglinni inn í skynjun líkamans hér og nú. Það er öðruvísi en að mennta sig bara í höfðinu og þurfa svo allt í einu að yfirfæra þá þekkingu yfir á líkamann. Menntun og þekking er af hinu góða en ástundunin skiptir öllu. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir hina barnshafandi konu að tengjast sínum eigin líkama, hlusta á hann og treysta honum. "Þetta er þín fæðing og líkaminn þinn veit best hvað er að gerast og hvað þú þarft að gera." Ein kunningjakona mín sem á þrjú börn sagði mér hvað hún þurfti að takast á við í sínum fæðingum. í fyrsta sinn vildi hún fæða á íjórum fótum en var bundin á bekkinn. í annað sinn vildi hún aftur á Qórar fætur en móðir hennar lokkaði hana upp á bekkinn. í þriðja sinn krafðist hún þess að vera á fjórum og fékk það. Þama sjáum við að reynsla hennar og meðvitund hefur styrkst, hún ákveður sjálf, stendur betur með sér og vonandi em tímamir eitthvað að breytast líka. T/i Ljósmæðrablaðið ^ nóv 2001 Og þá að litla barninu sem er að fara að líta dagsins ljós, þessu stórkostlega kraftaverki sem hvert lítið líf er. Þetta snýst jú ekki

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.