Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Qupperneq 26
Stjórnarfundur IMarðurlandasamtaka Ljósmæára haldinn í Helsinki dagana 8. ag 3. júní 2001 Hildur Kristjánsdáttir Ijósmáðir Hildur Kristjánsdóttir Ijósmóðir hefur verið fulltrúi LMFÍ í Norðurlandasamstarji Ijósmœðra Fundurinn hófst kl. 13.00 þann 8. júni og lauk kl. 16.00 daginn eftir. 12 ljósmæður sóttu fundinn, tvær frá Svíþjóð, Noregi og Danmörku, 3 frá Finnlandi og 1 ffá Færeyjum, Islandi og fulltrúi frá ljósmæðradeild Norska Hjúkrunarfélagsins. 22 mál voru á dagskrá fundarins og fylgdu hefðbundinni dagskrá. Forseti samtakanna flutti skýrslu sína þar sem kom fram að árið hefði verið viðburðarríkt. Samtökin hefðu haldið upp á 50 ára afmæli sitt í tengslum við Norðurlandaráðstefnu ljósmæðra sem haldin var í Stokkhólmi 15,- 17. september 2000. Gefin var út saga samtakanna sem unnið hafði verið að í nokkur ár og ákveðið að eitt eintak fylgdi með ráðstefnugögnum og þeim eintökum sem eftir var var skipt á milli landanna. Á síðasta stjórnarfundi samtakanna var rædd nauðsyn þess að endurskoða lög samtakanna sérstaklega með tilliti til tilgangs þeirra. Þetta er umhugsunarefni í ljósi breyttrar heimsmyndar má segja, til dæmis með tilkomu samskipta á netinu og með tölvupósti. Allt upplýsingaflæði er mun auðveldara og einfaldara heldur en var þegar samtökin voru stofnuð og áherslur hafa ef til vill breyst. Ennfremur þarf að taka afstöðu til þess fyrir hveija samtökin eru og hveijir hafa aðgang að þeim og hvernig. Ákveðið var að halda vinnufund þar sem kæmi einn fulltrúi frá hverju landi í Kaupmannahöfn í febrúar 2000. Það var gert og þessi vinna komst nokkuð vel af stað. Markmiðið er að ný lög verði tilbúin til kynningar og samþykktar árið 2003. Á fundinum í Helsingfors núna var þetta mál svo rætt áfram og fulltrúar félaganna kynntu lög sinna félaga og hvemig ljósmæður ættu aðild að ljósmæðrafélögum sinna landa. Ljósmæður eru allstaðar á Norðurlöndunum sameinaðar í einu félagi og eiga þannig aðild að samtökunum, nema í Noregi þar sem starfandi er deild ljósmæðra innan Norska Hjúkrunarfélagsins sem óskað hefur eftir sjálfstæðri aðild að samtökunum. Félögum í þessari deild hefur fækkað hægt en jafnt á síðustu árum, meðan félögum í Norska ljósmæðrafélaginu hefur ijölgað. Umsókn deildarinnar er til umræðu og er ein ástæða þess að endurskoðunar er þörf á lögum samtakanna. En lög samtakanna í dag eru þannig að þar er kveðið á um að tiltekin ljósmæðrafélög í hverju landi eigi aðild að samtökunum. Engin niðurstaða fékkst í þessu máli á fundinum núna, en það verður áfram til umræðu og er meiningin að hvert land vinni og komi með tillögur að markmiðum samtakanna, skilgreini tilgang þeirra og hveijir tilheyri þeim og hvernig. í ffamhaldi af þessu er svo hægt að ræða lög fyrir samtökin. Ákveðið var að fulltrúi Svíþjóðar myndi koma í orð og á prent drögum að tillögu sem við hin vinnum svo áfram út frá, en fyrstu drög voru rædd á fundinum. Löndin kynntu einnig í þessari umræðu stefnumótun og siðareglur ljósmæðra i löndum sínum og er mikill samhljómur þar. Flest löndin styðjast að langmestu leyti við eða hafa gert Alþjóðasiðareglur ljósmæðra að sínum og stefnumótun ljósmæðra á Norðurlöndum er í stórum dráttum sú áhersla að ljósmóðirin sé með konunni og að samfella sé í þjónustu til kvennanna sem sé í þeirra heimabyggð. Rætt var um hvort ástæða væri til að gefa út sameiginlegar siðareglur og framtíðarsýn Ijósmæðra á Norðurlöndum og þótti ekki ástæða til þess þar sem áherslur og siðareglur væru svo líkar innan landanna. Einnig telur stjórnin að samtökin geti notað Alþjóðasiðareglur ljósmæðra sem sínar. Að venju fluttu fulltrúar landanna útdrátt úr skýrslum sínum, en fundarmenn höfðu fengið þær áður til lestrar. Stafrófsröð er látin ráða röðinni og fulltrúi Danmerkur byrjaði. Ljósmæðrablaðið nóv2001

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.