Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 28

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 28
1300 Ijósmœðurfrá öllum Norðurlöndunum sóttu Noróurlandaráðstefnu Ijósmœðra í Stokkhólmi í september2000 ogmeim en 70 fyrirlestrar voru fluttir. Fyrirlestramir þóttu hafa háan gœðastaðal ogsýna velþá miklu grósku sem er í frœðastarfi Ijósmœðra á Norðurlöndum. Norðurlöndunum sóttu Norðurlandaráðstefnu ljósmæðra í Stokkhólmi í september 2000 og meira en 70 fyrirlestrar voru fluttir. Fyrirlestrarnir þóttu hafa háan gæðastaðal og sýna vel þá miklu grósku sem er í fræðastarfi ljósmæðra á Norðurlöndum. Fulltrúi Norskra ljósmæðra innan hjúkrunarfélagsins var í stórum dráttum svipuð og frá ljósmæðrafélaginu norska, enda vinna félögin saman í veigamiklum málum eins og menntunarmáluiu og að handbókargerð o.s.ifv.. Finnska ljósmæðrafélagið óskaði eftir umræðum um heimafæðingar og kom fram í máli þeirra að í Finnlandi voru 10 heimafæðingar á árinu 2000. Umræðan þar er sú sama og hér á landi og í Noregi um fækkun fæðingarstaða. í Finnlandi kemur ekki fram í lögum hver á að sinna þeim konum sem vilja fæða heima og í reynd hafa konur ekkert val. Ljósmæður hafa þó samkvæmt lögum rétt til að sinna starfi sínu hvar sem er og hafa tekið á móti í heimahúsum á eigin vegum. í Danmörku eru um það bil 1-2% heimafæðingar og konur eiga lagalegan rétt á að velja hvar þær fæða. Ljósmæður geta samkvæmt lögum ekki neitað að sinna konu í heimahúsi. Heimafæðingum er ýmist sinnt af ljósmæðrum sem eru sjálfstætt starfandi eða koma frá nálægri fæðingardeild. í Noregi eru ljósmæður ekki skyldugar að taka á móti börnum í heimahúsum, en hafa til þess tilskilin leyfi. Ætlast er til þess að konan taki upplýsta ákvörðun um hvar hún vill fæða bam sitt. Þar voru 220 heimafæðingar á árinu 2000. í Svíþjóð hafa ljósmæður rétt til þess að taka á móti börnum í heimahúsum, en verða að hafa lækni skráðan á bak við sig, sem back- up. þar geta ljósmæður starfað sjálfstætt og hafa þá gert samning um greiðslur við Landstinget þar sem þær starfa eða þær koma af fæðingardeild í sveitarfélaginu sem konan býr í / tilheyrir. Sagt var frá hvernig þessum málum er háttað hér á landi. Fulltríii Færeyja ræddi þann möguleika að þær héldu Norrænt þing ljósmæðra og var hugmyndinni vel tekið. Þetta þing hefúr aldrei verið haldið í Færeyjum og er hugmyndin nú að þær haldi þingið 2007 en þá á félagið 90 ára afmæli. Næsta þing verður haldið á íslandi 20.-22. maí 2004 en þá verður Ljósmæðrafélag Islands 85 ára. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Kaupmannahöfn 7. og 8. september 2002 og verður fundurinn haldinn í tengslum við 100 ára afmæli Danska ljósmæðrafélagsins sem er þann 6. september. Eins og áður liggja á skrifstofu félagsins fundargerðir og önnur gögn sem tilheyra þessum fundum og er áhugasömum vísað á þau þar. Reykjavík sept. 2001 Hildur Kristjánsdóttir. TÖSKU R - Hanskar Meyjaskemman LaugavegI 1 2 A í FARARBRODDI í 50 ÁR

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.