Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 5

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 5
Búnaðarmálablað Utgefendur: Jón H Þorbergsson, Sigurður Sigurðsson, Pálmi Einarsson, c%reyr Afgreiðslumaður Sveiribj. Benediktsson ritari Búnaðarfél. ísl. Pósthólf 657. Árg. blaðsins kostar 5 kr. Gjalddagi 1. júli XXVIII. ár. Reykjavík, Jan.—Febr. 1931 Nr. 1.-2. Tilbúinn áburður. Túnasléttur og nýrækt nema nú nálægt 1500 ha. á ári. Nýræktin krefst mikils áburðar, og ræktun gömlu tún- anna þarf að batna. — Sveltiræktun gefur sultararð. — Nýræktin þarfnast auðleystan tilbúinn áburð, auk bú- fjáráburðarins, og ræktun gömlu túnanna verður best bætt með því að bæta við þau tilbúnum áburði. Töðuhesturinn er talinn sanngjarnlega metinn á 10 krónur. 1 poki af Kalksaltpétri kostar um 21 krónu og 1 poki af Nitrophoska um 31 krónu. Reynið og reiknið hvert ekki borgi sig að auka töðufallið með notkun tilbúins áburðar. Tilraunastjóri Ræktunarfélags Norðurlands, hr. Ólafur Jónsson, kemst þannig að orði. Sjá Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands 1930, bls. 64: „Ætti eg að svara því, hvað hefði staðið nýyrkju vorri mest fyrir þrifum frá fyrstu tíð, mundi eg svara hiklaust: áburðar- skortur. Og ætti eg ennfremur að syara, hver væri aðalástæða til þeirra mistaka, sem urðu hér á sáðgresisrækt bænda, fyrst til að byrja með, mundi eg bæta við hið fyrra svar, og skortur á auðleystri jurtanæringu.“ Ræktið vel. Notid tilbúinn áburð. Pr. Ábnrðnrsala ríkisins. SAMBÁND ÍSL. SAMYINNUFJELAGA.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.