Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 29

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 29
FREYR 21 í Mjólkursamlaginu og fengið fyrir ársnyt hennar 1100.00 krónur. Hin kýrin sem mjólkar yfir 5000 í fyrra er Huppa á Stóruvöllum í Bárðardal. Hún mjólkaði 5276 kg. með 4, 24 °/0 fitu. Úr nyt hennar hefur þvi mátt fá 251 kg. af smjöri og er það það hæsta sem mér er kunnugt um hér á landi. Vafalaust verða þær kýr margar í ár, sem mjólka milli 4000 og 5000 en hve margar eiga þær að geta orðið eftir 10 ár.? Við erum nokkrum árum á eftir frænd- um vorum í Rogalandsfylki með að kom- ast almennilega af stað með kynbæturnar, en hve langt verður þangað til við náum sömu nythæð og þeir ? Sveitirnar sem lengst hafa unnið að umbótum hafa náð því og meira til, en fjöldinn tekur ekki enn þátt í starfinu, en það þarf hann að gera. Þá næst fljótt árangur ef af viti er starfað. P. Z. Kostnaður við heyafla. Búnaðurinn byggist að mestu á því, hve ódýr fóðuröflunin er. Hér er aðallega um heyafla að ræða, og mætti því ætla að menn alment gerðu sér grein fyrir hve dýr heyaflinn er. En því miður virðast rnargir láta sér þetta liggja í léttu rúmi, því þegar að er spurt er oft erfitt um svör. í skýrslum Búnaðarfélags íslands, nr. 7, um Flóaáveituna, er sagt frá því hvað heyaflinn hafi kostað í Flóanum s. 1. sumar, samkvæmt þeim skýrslum er um það hefir verið safnað. Hér fer á eftir sá kafli skýrslunnar. Hann hljóðar svo: ,.Kostnaður við heyafla. Vér höfum í sumar safnað skýrslum um kostnað við heyaflann í Flóanum, á allmörgum bæjum til og frá um allan Flóann. Þessar skýrsl- ur eru að vísu eigi byggðar á nákvæmum útreikningum hjá hverjum einstökum, en vér hyggjum þó að þær séu nærri sanni og allgott samræmi er í skýrslunum. Til grundvallar við þennan útreikning er fyrst og fremst lögð vinna sú er til hey- skaparins hefir gengið. Um það vita bændur nákvæmlega í heildinni. Kaup (þar með talið fæði) karla við heyskap er leiknað 75 kr. á viku, en kvenna 40 kr. Ánnar kostnaður er reiknaður sem -hér ssgir: Landleiga, og er þar lagt til grund- vallar frumverð landsins og ræktunar- kostnað, sem þarf að svara rentum af, og telst oss þá til, að fyrir hvem heyhest sem aflað er þurfi að greiða í landleigu á túnum 1 krónu, en 60 aura á flæðiengjum. Landleigan af túnunum er í raun og veru of lág, sé miðað við almennan ræktunar- kostnað, en hún hefir eigi verið sett hærri vegna þess, að flest tún í Flóanum eru meira og minna þýfð og mörg of rök, svo þau þurfa mikilla umbóta við til þess að geta heitið í góðu ræktunarásigkomulagi. Áburður á tún er reiknaður 3 kr. fyrir hvern heyhest, og mun það sanni nær, hvort sem um tilbúinn áburð eða búpen- ingsáburð er að ræða. Hestahald vegna heyflutninga er mikið, 75 aurar fyrir hvern hest af töðu, en kr. 1.25 af engjum. Margir munu líta svo á, sem þetta sé of hátt reiknað. En sé at- hugað um hestahald á bæjum og hver kostnaður því fylgir, mun þetta vart of hátt reiknað. Vinnukostnaður hefir eigi fengist sund- urliðaður á túni og engjum, og er hann því reiknaður jafn fyrir hvem heyhest af töðu og útheyi. Verið getur að hér sé hall- að á töðuna, en ástæður hinsvegar næsta mismunandi, svo erfitt er að finna al- mennar reglur fyrir þessum hlutföllum.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.