Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 15
FRE YR 7 yfirleitt og ásamt athugasemdum sínum, sérstaklega gera grein fyrir þeim afbrigð- um, er verða kynnu á einstökum liðum reikninganna frá fjárhagsáætlun Búnaðar- þings. Endurskoðandi atvivnumálaráðu- neytisins skoðast sérstaklega sem eftirlits- maður þess með fjárreiðum Búnaðarfélags- ins og ber að gefa því skýrslu, er þess er óskað af ráðuneytinu. Athugasemdum end- urskoðenda skal svarað af þeim, sem hlut eiga að máli, og endurskoðendur síðan gera tillöeur til úrskurðar, er lagðar verða fyrir Búnaðarþing. 18. gr. Nú telur búnaðarmálastjóri og félags- stjórn þörf á, að eitthvert búnaðarmálefni fái sérstakan undirbúning, rannsókn eða úrskurð, og getur hún þá skipað nefnd hæfra manna til þess. 19. gr. Félagið skal eiga fastasjóð, sem ávaxta skal í aðaldeild Söfnunarsjóðs íslands með þeim skilyrðum, að s/4 vaxta skulu jafnan leggjast við höfuðstólinn, en ’/4 útborgast. I annan stað skal leggja í fastasjóð a. m. k. þá fjárupphæð, er nemur greiddum fé- lagstillögum á árinu. Utborgaðir vextir teljast með árstekjum félagsins. 20. gr. Lögum þessum má breyta á Búnaðar- þingi, en til þess þarf atkvæði að minsta kosti s/4 allra fulltrúa. 21. gr. A meðan ekki fæst breyting á ákvæð- um í lögum nr. 43, frá 20. júní 1923, um útnefning í stjórn félagsins, dragist ákvæði þessara laga um þau atriði. Að öðru leyti ganga lög þessi í gildi þegar í stað. Ákvæði til bráðabirgða. Á Búnaðarþingi 1931 skal fara frarn kosning á öllum stjórnarnefndarmönnum félagsins þannig, að kosinn sé einn mað- ur í stjórnina til 4 ára og tveir menn til tveggja ára. Skulu hinir síðarnefndu þó eigi taka sæti í stjórninni, fyrri en breyt- ing sú er orðin, er um getur í 21. grein laga þessara. Kosning fjórðungskjörinna fulltrúa gild- ir fyrir viðkomandi samband, þar til kjör- tímabilið er útrunnið. Kosning í fyrsta skipti, eftir lögum þessum, fer því þannig fram, að kjósa skal: Fyrir umd. Búnaðarsamb. Kjalarnessþings 1932: 1 fulltrúa til 4 ára. Fyrir umd. Búnaðarsamb. Borgarfjarðar 1932: 1 fullsrúa til 2 ára, 1934: 1 full- trúa til 4 ára. Fyrir umd. Búnaðarsamb. Dala og Snæ- fellsnesssýlu 1932: 1 fulltrúa til 4 ára. Fyrir umd. Búnaðarsamb. Vestfjarða 1932: 1 fulltrúa til 4 ára og 1 fulltrúa til 2 ára, og 1934: 1 fulltrúa til 4 ára. Fyrir umd. Ræktunarfélags Norðurlands 1932: 2 fulltr. tii 4 ára og 1 fulltr. til 2 ára, og 1234: 2 fulltr. til 4 ára. Fyrir umd. Búnaðarsambands Austurlands 1932: 1 fulltrúa til 4 ára, 1934: 1 full- trúa til 4 ára. Fyrir umd. Búnaðarsambands Suðurlands 1932: 1 fulltrúa til 4 ára og 2 fulltrúa til 2 ára, og 1934: 2 fulltrúa til 4 ára. Sú skekkja slæddist í síðasta blað, að i'uglað var saman Orla Jensen og C. O. Jensen, sem báðir vinna við sömu stofn- un, en það er sá síðartaldi, sem hefir búið til bráðapestarbóluefnið, en ekki sá fyr- taldi eins og stóð í greininni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.