Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 12

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 12
4 FRE YR var sú breyting gerð um stjórn Búnaðar- félags íslands, að tveir af þremur stjórn- arnefndarmönnum skyldu skipaðir af at- vinnumálaráðuneytinu eftir tillögum land- búnaðarnefndar Alþingis. Hin nýju lög gera ráð fyrir að Búnað- arþing kjósi stjórn félagsins og varamenn hennar. Annan endurskoðanda skipar at- vinnumálaráðuneytið. Þessi ákvæði koma þó fyrst til framkvæmda er breyting fæst á jarðræktarlögunum í samræmi við það er lög Búnaðarfélagsins nú mæla fyrir. Til fróðleiks fyrir bændur tekur Freyr hér upp lög félagsins, svo sem þau voru samþykt af Búnaðarþingi. Milliþinganefnd Búnaðarfélags íslands samdi frumvarpið og voru mjög litlar breyt- ingar á því gerðar á þinginu. Búnaðarþingið samþykti frumvarpið ein- róma, enda leggja þeir fulltrúar sem nú skipa Búnaðarþing mjög mikla áherslu á að Búnaðarfélag Islands fái sjálft að kjósa stjórn félagsins og nái á þann hátt betur þeim tilgangi er félagið hefur sem sam- bandsfélag búnaðarfélagsskaparins ogbænd- anna. Er engum vafa bundið að búnaðar- þingsfulltrúar fylgja með athygli hverjir alþingismenn fylgja bændunum að máluni um að breyta jarðræktarlögunum í sam- ræmi við óskir Búnaðarþingsins. Pálmi Einarsson. Lög Búnaðarfélags íslands. 1. gr. Félagið heitir Búnaðarfélag Islands. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 2. gr. I. Undirdeildir þess eru: a. Búnaðarsambönd landsins. b. Búnaðarfélög hreppanna. II. Félagar eru; 1. Nautgriparæktarfélög. 2. Hrossaræktarfélög. 3. Eftirlits- og fóðurbirgðafélög. 4. Hver sá, karl eða kona, sem greiðir 10 kr. í sjóð félagsins í eitt skipti fyrir öll. 5. Trúnaðarfélagar, innlendir eða út- lendir, er stjórn félagsins kýs og getur leitað ráða til. Eigi mega þeir fleiri vera en 30. 6. Heiðursfélagar, innlendir og útlend- ir, er Búnaðarþingið kýs sakir verka þeirra í þarfir landbúnaðarins. Þessir félagar eru allir æfifélagar. 3. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að veita aðalforgöngu í starfandi félags- skap bænda til eflingar landbúnaðinum. 2. Að vera ráðgefandi tengiliður á milli ríkisvaldsins og bænda. 3. Að vinna að þessu með rannsóknum, tilraunum, fjárstyrk og leiðbeinandi eft- irliti. 4. gr. Félagið gefur út tímarit, er nefnist Bún- aðarrit. Skulu þar birtar ritgerðir um bún- aðarmál og greinargerð um hag og störf félagsins árlega, og fá félagar það ókeyp- is. Sömuleiðis gefur félagið út sérstakar skýrslur um niðurstöður þeirra rannsókna, er félagið hetír með höndum, og fá undir- deildir félagsins og búfjárræktarfélög þær ókeypis. Ennfremur skal félagið, svo oft sem tæki- færi er til, hlutast til um að skýrt sé frá starfsemi þess á bændanámsskeiðum eða öðrum þeim samkomum, er hentugar þykja í því skyni. Fræðslu þessa skulu veita starfsmenn og stjórn Búnaðarfélags íslands, þar sem því verður við komið. 5. gr. Félaginu stjórnar fulltrúaráð, er nefnist

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.