Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 14
6 F R E Ý R a. Skýrsla um störf félagsins. b. Reikningar félagsins. c. Tillögur stjórnar og starfsmanna um það, hvernig störfum þess skuli hag- að næstu árin. d. Aætlun um tekjur og gjöld félagsins. 12. gr. Stjórn félagsins heldur fundi svo oft sem þörf krefur, og ræður þar afl atkvæða. Hún hefur umsjón með aðalframkvæmdum félagsins og fjárhag þess. Hún ræður fram- kvæmdarstjóra, er nefnist búnaðarmála- stjóri, og getur hann ekki átt sæti í stjórn- inni. Hún ræður í samráði við búnaðar- málastjóra alla aðra starfsmenn félagsins og gefur þeim og búnaðarmálastjóra er- indisbréf, en laun fastra starfsmanna ákveð- ur Búnaðarþing. I fjarveru einhvers stjórnarnefndarmanns, þótt til skamms tíma sé, getur varamaður hans tekið sæti í stjórninni. Stjórnin heldur gerðabók, er hún undir- ritar í hver fundarlok. 13. gr. Þegar stjórn félagsins tekur ákvarðanir um málefni, sem einhver starfsmanna þess hefir aðallega með höndum, skal leita til- lagna hans í málinu. 14. gr. Búnaðarmálastjóri er málsvari félagsins út á við og ber honum að sjá um, að ákvarðanir Búnaðarþings og samþykktir stjórnarfundar komist til framkvæmda. Hann hefir yfirumsjón með starfsmönnum félagsins og veitir skrifstofu þess forstöðu, undirritar bréf í nafni félagsins, en samn- inga og önnur mikilsvarðandi skjöl undir- ritar formaður einnig. Búnaðarmálastjóri sér um varðveizlu allra eigna félagsins og semur skrá yfir þær og verðmæti þeirra við hver árslok. Hann undirbýr stjórnar- fundi og getur boðað til þeirra, þegar hon- um þykir þess þörf. Hann á sæti á stjórn- arfundum en ekki atkvæðisrétt. 15. gr. Á skrifstofu félagsins skal haldin dag- bók yfir bréf, skýrslur og erindi er félag- inu berast, skulu þau tölusett og raðað eftir flokkum í skjalasafni félagsins. Á sama hátt skal geyma í skjalasafninu samrit (copi) af öllum bréfum, er félagið sendir frá sér. Undir þetta heyra, eftir því sem við verður komið, bréf er félagið varða, til starfsmanna þess, og bréf um sama efni, er þeir senda frá sér. 16. gr. Gjaldkeri félagsins skal færa alla reikn- inga þess og hafa sjóði þess í sínum vörzl- um. Hann heflr á hendi innheimtu tekna, annast greiðslur allar, eftir nánari reglum er stjórnin setnr, en einstakir reikningar sérstakra starfssviða skulu þó fyrst við- urkenndir af hlutaðeigandi starfsmönnum. Gjaldkeri heldur þessar aðalbækur: 1. Sundurliðaða dagbók, er færast í allar út- og innborganir jafnóðum og þær gerast. 2. Höfuðbók, er færist í yfirlit um hvern einstakan tekju- og gjaldalið samkvæmt dagbók. 3. Aðalreikningsbók, er færast í aðalreikn- ingar félagsins. 17. gr. Endurskoðendur skulu árlega rannsaka reikninga félagsins, telja sjóði þess og at- huga eignaskírteini, enda eiga þeir að- gang að öllum bókum og skjölum hvenær sem er á starfstíma félagsins, og er stjórn og starfsmönnum skylt að veita þeim þær upplýsingar, sem þeim eru nauðsynlegar til fratnkvæmda starfsins. — Þeim ber enn- fremur að kynna sér starfrækslu félagsins

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.