Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 24

Freyr - 01.01.1931, Blaðsíða 24
16 P R E Y R gangverði mjólkur sé hún dýr fæðuteg- und. Slíkt er staðhæfing, sem reynist létt- væg sé hún krafin til mergjar. Við sam- anburð á næringargildi mjólkur og nokk- urra annara fæðutegunda, þá er Ijóst að um verðlag þolir hún fullkomlega saman- burðinn. Sem dæmi skal nefnt: Sama næringar- Reykjavíkurverð gildi hefir: okt. 1930: 1,5 kg. þorskur . . . . . . kr. 0,60 0,5 kg. nautakjöt . . . . . . — 1,00 7 st. egg . . . — 1,19 1 lítir nýmjólk . . . . . .. —- 0,44 1.8 lítir undanrenna . . .. — 0.34 En gerum annað samanburð. Samkvæmt verslunarskýrslum mun hin síðustu ár hafa verið flutt til landsins kaffi og kaffi- bætir er nemur 380 þús. kr. Lætur nærrí, að úr því fáist 7,66 milj. lítrar kaffi. Fyr- ir þetta greiða landsmenn 2,04 milj. kr. Að undanskildum verðtollinum fer þetta fé út úr landinu. Kaffið hefir ekkert nær- ingargildi. Væri ekki skynsamlegt fyrir þjóðina, að nota mjólk í kaffi stað, minsta kosti handa börnum og unglingum. Efnið í lítirinn af kaffinu kostar 26 aura. Lítir- inn af mjólkinni 44 aura. Við notkun kaffisins er ekki annað unn- ið en örfandi áhrif eiturefnis þess, er í því felst, en brunagildi í einum lítir mjólkur er 660 hitaeiningar.. Segir ekki heilbrigð skynsemi okkur, veljið mjólkina í kaffistað? Það er líka notað í landinu öi og te fyrir 3/4 milj. króna. Næringargildi öls er pr. lítir rúmlega 1 /5 af næringargildi ný- mjólkur. Meðalverð ölsins er rúmlega króna pr. lítir. Um te gildir sama og kaffi, að það hefir ekkert næringargildi. Fyrir það fé, sem þjóðin árlega geldur fyrir kaffi, te og öl, munaðarvöru eina, rná greiða að fullu allan stofnkostnað við ræktun, gripakaup og byggingu penings- húsa á 100 býlum, er hvert hefði 10 mjólk- andi kýr, og sem hefðu möguleika til að íramleiða 3 milj. lítra mjólkur árlega. Pálmi Einarsson. Hagskýrslur. Hagstofa íslands gefur árlega út Hag- skýrslurnar. Meðal þeirra eru búnaðar- skýrslurnar, og er í þeim að finna mikinn fróðleik, sem því ver er ekki notaður eins og vera ber af mörgum manninum, sem annars þyrfti á þeim að halda. En þó þar sé mikinn fróðleik að fá, þá er ekki heldur að loka augunum fyrir því, að í þær vantar fróðleik, sem þar ætti að vera, og að eins og útgáfu þeirra er hag- að, notast ekki nema að nokkru leyti sá fróðleikur, sem í þeim er. Á þetta hvoru- tveggja vildi eg benda, og biðja menn að athuga með mér hvert hér er ekki rétt sagt, og hvort hér eigi ekki að ráða bót á. Býli í landinu hat'a ekki verið talin í búnaðarskýrslum í nokkur ár. Enginn veit hve margar jarðir hafa farið í eyði og eru nú nytjaðar frá öðrum jörðum eða alls ekki nvtjaðar, t. d. í síðastliðinn aldar- fjórðung. Enginn veit heldur hve mörg nýbýli hafa risið upp. En að þetta hvoru- tveggja hafi gerst, að bygðin í landinu sé að breytast, það vita menn, en nánar er ekki hægt að sýna breytinguna af því töl- ur vanta. Hér er að ræða um breytingu í þjóð- skipulagi okkar, breytingu á bygðinni, og notkuninni á landinu, og hún er þess verð, að henni sé gaumur gefinn og að hægt sé með skýrslum að staðfesta, hvernig hún verður. Að afla skýrslna um þetta er auð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.