Freyr - 01.11.1937, Page 3
Grímur Thorarensen
1862 — 1936
Einn liinn tilkomumezta bónda á Suður-
lan.di á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, má
eflaust telja Grím Tliorarensen í Kirkjubte
á Rangárvöllum. Hann var stórbóndi í fleiri
en einni merkingu. Hann var stór maður
vexti; hár og herðabreiður; karLmenni að burð
um og svipmikill. Bú hafði hann stærra en
flestir eða aliir sýslungar hans, um 800 sauð-
f jár og margt kúa og hrossa. ílann var hestá-
maður mikill, átti góða reiðhesta og fór mik-
inn þar sem hann var á ferð, hafði þá nóg
til skiftanna, svo að ekki þurfti aS sitja lengi
á þeim sama. Á heimili hans var stórbónda-
bragur, margt hjúa, rausn hin mesta á öllum
sviðum og gestrisni frábær. Átti húsfreyjan
þar ekki síSur hlut að. Jörð sína liýsti hann
stórmannlega, bæði að íbúðar- og fénaðarhús-
um og 'bætti hana á ýimsan hátt. Jörðin
Ivirkjubær er bújörð góð og víðlend, en engj-
ar eru þar langt frá bæ og seinunnar. Var
því erfitt aS afla þar nógra heyja handa svo
stóru búi sem Grímur hafði, en aldrei.lá þar
nærri heyskorti og voru fyrningar oft miklar,
enda var heyskapurinn sóttur af miklu kappi
og beitiland notað út í æsar. Grímur í Kirkju-
bæ, svo vár hann venjulega nefndur, hafði siði
hinna gömlu, góðu búmanna með fyrirhyggju
á öllum sviðum, hirðusemi og nýtni, enda bar
búskapurinn sig vel hjá honum, þótt miklu
væri kostað til vinnu.
Gr. Th. var hreppstjóri og hreppsnefndar-
oddviti því nær allan þann tíma, sem hann bjó
í Kirkjubæ. Hélt hann þar fast í taumana og
stýröi svo vel, að af bar, og báru sveitungar
hans til hans fágætt traust.
Að landsmálum gaf G. Th. sig lítið og' var
óframgjarn, en fastur var liann fyrir og lét
ekki aðra vefja sér um fingur. Hann var
drengur hinn bezti, fremur seintekinn, en því
vinfastari og skemmtilegri, sem menn kynnt-
ust honum betur.
Gr. Th. var fæddur á Móeiðarhvoli 20. sept.
1862. Foreldrar hans voru Skúli læknir Thor-
arensen og Rágnheiður Þorsteinsdóttir, ITelga-
sonar prests í Reykholti. Grímur missti föð-
ur sinn ungur og ólzt svo upp hjá móður sinni
á Móeiðarhvoli, þar til hún lét af búskap
1884. Eftir það var hann nokkur ár lausa-
maður, kom sér upp fénaði og sýndi að hann
var búmannsefni. Árið 1888 kvæntist hann
irændkonu sinni, Jónínu Egilsdóttur frá Múla
I Biskupstungum, h'inni ágætustu konu, og
reisti þá bú á Bjólu í Rangárvallasýslu, en
3 árum síðar flutti hann að Kirkjubæ og
lieypti jörðina af Kristínu svstur sinni, þegar
hún missti imann sinn, Boga heitinn Péturs-
son. í Kirkjubæ bjó Gr. Th. í 33 ár, en fékk
svo bú og jörð í hendur yngsta syni sínum,
Boga, en flutti' með konu sinni til annars
sonar síns, Egils, að Sigtúnum, sem þar hafði
þá sett upp verzlun. Dvaldist hann þar við
verzlunarstörf til dauðadags. Konu sína
missti hann 1934 og andaðist sjálfur hálfu
ööru ári síðar, í maí 1936.
Á. H.