Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1937, Page 4

Freyr - 01.11.1937, Page 4
162 P R E Y R Bjargræðismál — Menningarmáí. í. Grundvölíur allrar velmegunar. Landbúnaður og' sjávarútvegur hafa verið og hljóta æfinlega að verða aðal bjargræðis og éfnahagsuppsprettur íslenzku þjóðarinnar. Það er undir þessum atvinnuvegum koimið fyrst og fremst, hvort hægt verður framvegis aö lifa hér í landinu andlegu og efnalegu menningarlífi. Yegni þeim vel; bæði um góða og ríkulega framleiðslu og hagstætt verðlag á afurðunum, er góðæri, en harðæri (kreppa) þegar á það skortir annað hvort eða hvort tveggja. Að þetta sé svo, er augljóst af því, að þess- ar atvinnugreinar framleiða beint og óbeint allar lífsnauðsynjar þjóðarinnar. Sumpart með afurðum, sem notaðar eru í landinu, og að nokkru leyti með þeim afurðum, sem seld- ar eru öðrum þjóðuim, og sem einvörðungu skapa gjaldeyri til millilandaviðskipta. Af því verður ljóst, að þessir atvinnuvegir skapa möguleika fyrir allan annan atvinnurekstur, svo sem iðnað, verzlun og siglingar, þar sem þessar atvinnugreinar hafa ekki teljandi möguleika til sköpunar þeirra verðmæta, sem slzt má án vera, að minnsta kosti ekki nema í samstarfi við höfuðatvinnuvegina tvo. Þar sem fjöregg íslenzku þjóðarinnar er hjá þessum tveim aðalatvinnuvegiun, verður það ljóst, hversu rík sú na.uðsyn er, að bænda- og sjómannastjettin sé ætíð skipuð vel imennt- um, duglegum einstaklingum, og það mörg- mn, að aldrei sé í öðrum stéttum fleiri menn eir fyllsta nauðsyn krefur. Þá þarf bænda- og sjómannastéttin ávalt að vera þess umkomin f járhagslega, að reka atvinnu sína eftir því, sem þekking og reynsla hvers tíma telur hag- livæmast. Einsog nú standa sakir vantar mikið á að öll þessi skilyrði séu fyrir hendi, og skal nú vikið að því. Árið 1930 eru það aðeins tæp 60% íslenzku þjóðarinnar, sðm talið er til bænda- og sjú,- mannastéttarinnar, og má telja víst að nú sé það ennþá minni hluti, því þannig hefir stefnan verið, að í þessum stéttum hefir fækkað ár frá ári. Fjölgun þjóðarinnar, og meira til, hefir lent hjá öðrum atvinnuveg- um og stéttum daglauna- eða launamannanna, hvort sem þess hefir verið þörf eða ekki. Þessi röskun, sem orðin er í hlutföllunum á milli stéttanna, þeirra, sem stunda aðal- atvinnuvegina tvo og hinna, er aðrar atvinnu- greinar og lausastörf stunda, hefir leitt til stórkostlegs at-vinnuleysis, oft og einatt á undanförnum árum, hjá hinum síðartöldu, en of mikils erfiðis lijá bænda og sjómanna- stéttunum. Þetta hvort tveggja er stórhættu- legt allri menningarlegri og efnahagslegri þróun. Á þessu verður að ráða bót umsvifa- laust, á þann hátt, að hæfileikar einstalding- anna fái notið sín sem bezt í frjálsu félags- legu starfi, á þeim vettvtngi, er þjóðfélags- heildin þarfnast mest, sem nú er landbúnað- ur og sjávarútvegur. Afkoma þessara atvinnuvega hefir verið afleit. Þeir hafa verið reknir með tapi uim mörg undanfarin ár, svo miklu að þeir, sem höfðu fjármagn að láni sem nokkru nam, stóðu svo höllum fæti, að Alþingi sá sér ekki annað fært en að setja séx-stök lög til skulda- skila fyrir þessa atvinnurekendur, svo að ekki yrði stórkostlegur hnekki eða uppgjöf í framleiðslunni. Þessi harðæri í atvinnu- rekstrinum, stöfuðu ekki af slæmu tíðarfarx, litlum jarðargróða eða aflaleysi. Tíðarfar

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.