Freyr - 01.11.1937, Side 7
F R E Y R
165
til að lækka svo íslenzka krónu, að heilbrigt
atvinnulíf gæti þróazt í landinu.
Það var og er óverjandi, að löggjafinn láti
það fyrst viðgangast, að slík eigna- og tekju-
röskun eigi sér stað, eins og raun varö á,
'rneð tveim pennadráttum í gengisnefnd, og
viðhaldi því síðan með löggjöf. — Því um
það verður ekki deilt, að ef frjáls verzlun
hefði verið hér á landi, til þessa dags, með
erlendan gjaldeyri, að þá hefði hið litla
framboð á honum en mikla eftirspum, fellt
íslenzku krónuna stórlega.
Því hefir verið haldið á lofti af ótrúlega
mörgum, að lækkun krónunnar myndi alls
ekki bæta afkomu aðalatvinnuveganna. Þetta
er hin mesta fjarstæða. Slík skoðun getur
ekki stafað nema af öSru’ tvennu, að hinir
sömu sjái aðeins aukaatriði þessa máls og
vanti alla heildarsýn, eða þá a5 þeir láti
stjórnast af skammsýnum eiginhagsmunum
einstaklinga, floldía eða stétta. — Ég vil
spyrja þessa menn að því, hvort þeir álíti
ekki að gengishækkunin 1925 hafi aukið
skuldir framleiðendanna og rýrt tekjur
þeirra, og ef þeir skyldu sjá, að svo hefir
yeriö, þá hvers vegna gagnstæð ráðstöfun,
gengislækkun, heföi nú ekki gagnstæð áhrif
við gengishækkun þá, sem sé lækkun skulda
og tekjuauka fyrir framleiðendurna.
Þá er því haldið fram af þeim, sem (mæla
gegn gengislækkun, en sjá neyð atvmnuveg-
anna og vilja úr henni bæta, að hægt sé aö
gera það eftir hagkvæmari leiðiun, til dæmis
með ýmsnm opinberum styrkjum til atvinnu-
veganna og lækkun skatta. Fjármagns til
þessa sé aflað með ýmsu móti, þar á meðal
gjaldi á aðflutt.um vörum. — En það virðast
mér vera nokkuð miklar krókaleiðir, að taka
fyrst af verði útfluttrar vöru með rangiátri
gengisskráningu, en bæta svo eigendum þeirra
einhvern hlut, meðal annars meö gjaldi á að-
fiuttum vörum. —■ Slík til högun til viðreisn-
ar atvinnuvegunum skapar nýja milliliði, sem
þurfa sinn hlut, og rýra þar með þa.nn styrk.
sem ætlaður kynni að vera atvinnuveginum.
Auk þess má búast við því, að þessir styrkir
yrðu æfinlega skornir svo við nögl, að rétt
hrykki t.il að halda atvinnuveginum gangandi,
en að þeir myndu aldrei geta skapað það
fjárhagslega jafnvægi, setm nauðsyn er á, svo
um aukningu sama atvinnuvegar geti verið
að ræða,
Þá ruglar slík tilhögun réttum skilningi
manna á því, hvar hin eiginlega bjargræðis-
uppspretta er, sem öll þjóðin lifir á, jafnvel
hjá þeim stéttum, sem verðmætin færa í
þjóðarbúið. Það er ranglæti á ranglæti ofan,
ab skapa hjá þessum þjóðfélagsþegnum þá
vanmáttartilfinningu, sem óumflýjanlega
hlýtur aö vakna með því, að gera þá að slík-
um styrkþegum.
Það er því ekki aðeins fjárhagsleg nauð-
syn, heldur og menningarleg, að lækka
gengi íslenzkrar krónu til saimræmis við þarf-
ir atvinnuveganna, svo að þeir gefi þeim, er
þá stunda, ekki lakari afkomu en aðrar
atvinnugreinar. Og taka upp nýjan verðmæl-
ir, sem æfinlega sé óbreytanlegur við helztu
framleiösluvörur þj óöarinnar.
Þega.r fenginn er öruggur fjárhagslegur
grundvöllur, — með lækkun krónunnar og
nýjum verðmæli — fyrir atvinnureksturinn í
landinu, má búast við því að fleiri og fleiri
þegnar þjóðfélagsins óski þess að gera land-
búnað, sjávarútveg eða iðnrekstur í sambandi
við þessa atvinnuvegi, að æfistarfi. Nú má
búast við því, að margur hver sé þess ekki
umkominn að byrja slíkan atvinnurelístur af
eigin ramleik, þar sem atvinna margra hefir
veriö stopul og oft engin. — Þjóðarheildin
hefir talið það skyldu sína að sjá þeilm far-
boröa, sem ekki hefir haft aðstöðu til að vinna
sér lífsframfæri. Því skyldi þá þjóðarbeildin
ekki miklu fremur telja sér skylt, -— og henni
ber siðferðislega skylda til þess, — að sjá
svo um að þegnarnir eigi þess kost, — hver
og einn, sem vinnufær er —- að geta notið
krafta sinna í þjóðnýtu starfi, til öflunar