Freyr

Årgang

Freyr - 01.11.1937, Side 8

Freyr - 01.11.1937, Side 8
166 F R E Y R lífsþarfa sér og sínum. Ég- kgg því til aS sett séu lög, þar sem þjóðarlieildin tekur á sig þá slcyldu, aö sjá hverjum þeim, sem náð hefir vissum aldri, — sótt hefir um það með ákveðnum fyrirvara og' fullnægir settum skil- yrðum ulm kunnáttu og eignir, — fyrir mögu- leika til sjálfstæðs atvinnureksturs, við land- búnað, sjávarútveg eða iðnað, sem byg'gður sé á innlendri framleiðslu eða hráefnum. Þó þannig að fleiri jafn réttháir eigendur séu aö hverju titgerðar- eða iðnaðarfyrirtæki, mismunandi, eftir stærð þess. — Þessir nýju framleiðendur verði eigendur fyrirtækjanna og beri fulla á'byfgð á rekstri þeirra, án frek- ari íhlutunar frá hinu opinbera, en að hjálpa þeim til að koma þeim á fót. Þá séu og' ákvæði í þessum lögum, er skyldi það opinbera til fjárframlags og ábyrgðar til samvinnufélaga framleiðenda, sem óska að koma upp nauð.synlegita iðnaði í sinni fram- leiðslugrein. Tímans vegna verður ekki farið út í ein- stök atriöi þessara tillagna. Þó vil ég að'ems geta þess, að ég tel það nauðsynlegt, að gefin sé heimild til þess að veita undanþágu utn efni umsækjanda, ef hann hefir orðið fyrir veikindum eða haft fyrir foreldrum eða öðr- um skyldmennum að sjá. Þá tel ég sjálfsagt, að ungir menn fái til muna lægra kaup en nú tíðkast, þar til þteir mega teljast hafa fengið fulla kunnáttu og leikni í starfinu. En að hið opinbera geri unglingum ennþá léttara en nú er, aö njóta bóklegrar fræöslu. Til þess að fyrirbyggja það að eigendur jarða og-lócja geti staðið í vegi fyrir eðli- legri þróun atvinnuveganna og' aultningu þeirra, þarf að setja lög, sem skylda þá til að láta land til nýbýla og húsabygginga, gegn því verði, er óvilhallir mtenn meta, hafi umsækjandi alizt upp að mestu í því byggð- arlagi. Til þess að koma í veg fyrir að eigendur fasteigna geti, við sölu þeirra, tekið til sín þá veröhækkun þteirra, sem stafa af opinber- um aðgerðum, sameiginlegri þróun atvinnu- lífsins, eða þá verðhækkun, sem samfara er verðhækkunartímum, sé sett lög um verð- hækkunarskatt á iasteignum, er kveði svo á, að þegar sala fer fram á fasteignum, skuli hún vera opinber, svo að öllum sé gefinn kost- ur á að gera boð í hana, og hljóti hæstbjóð- andi kaupin að öðru jöfnu. Seljandi leggi fram gögn fyrir kostnaðar- veröi eignarinnar, ef til eru, við þann, er hið opinbera ákveöur. Þar til skipaðir menn skoða eignina og áætla eðlilega fyrningu mannvirkja yfir það árabil, er seljandi hefir verið eigandi eignarinnar, og ef kostnaðar- verð er ekki til, þá meta þeir eðlilegt kostn- aðarverð. Hlutur seljanda í söluverðinu verður kostn- aðarverð eignarinnar að frádreginni fyrn- ingu. Seljist eignin hærra verði, falli á þá hækkun 90% véröhækkunarskattur. Sé fast- eign seld nánum ættingjum, kömi verðhækk- unarskattur elcki til greina, enda sé þess gætt að fasteignin sé ekki seld hærra verði en eðli- legt teldist. Sé um makaskipti að ræða á fasteignum, komi vérðhækkunarskattur ekki til greina nema að því leyti, sem mismunur er á verð- g'ildi eignanna. — Af verðhækkunarskattin- um skal stofna tvo sjóði, annan af skatti á sölu jarða, hinn af skatti af sölu húsa og lóða í kaupstöðum. Sjóðum þessum sé varið til að styrkja menn til kynnisfara run landiö, og til þess að bæta að nokkru tap þeirra, er haröast verða úti við sölu fasteigna á verð fallstímum. Það er ástæða til að ætla, að margur muni spyrja, hvort það geti leitt til aukins vel- farnaðar að stofna til stór aukningar í fram- Ítiðslunni, þar sðm sölutregða sé svo mikil á erlendum markaði. Þá verður aö líkindum spurt, hvaðan eigi að fá fé til stórfeldrar aukningar atvinnu veganna. I því sambandi vil ég benda á, að hægt er

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.