Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1937, Síða 25

Freyr - 01.11.1937, Síða 25
F R E Y R 183 Frá tilraunaráði. Frá því var skýrt í síSasta blaöi, að sam- þykktar hefðu verið á Búnaðarþingi í fyrra reglur um skipun tilraunaráðs, reglur þessar birtar í blaðinu og skýrt frá hverjir eiga sæti í tilraunaráðinu, svo og að það hefði ákveðið að koma saman til fyrsta fundar 23. nóvem- ber. Þann dag kom ráðið saman og sat á ráðstefnu er haldin var á skrifstofu búnaö- armálastjóra, til 30. s.m. og haföi þá haldið 7 fundi. Allir meðlimir ráðsins sátu fundinn, nema Ragnar Ásgeirsson, er um þessar mund- ir var á heimleið úr utanlandsför. Fundarstjóri á fundum ráðsins var Stein- grímur Steinþórsson, en ritarar Olafur Jóns- son og Pálmi Einarsson. Ráðið takmarkaði viðfangsefni sitt á þess- um fundi við eftirfarandi atriði: 1. Athugun á og tillögur um hvernig birta slrali árangur og niðurstöður tilrauna, sem gerðar hafa veriö hingað til og gerðar veröa framvegis, svo að almenningi komi að sem beztum notum. 2. Starfsfyrirkomulag þeirrar tilraunastarf- semi, sem nú er rekin í landinu, og sam- ræming í störfum tilraunastöðvanna, með Bjarni Ásgeirsson flutti hinsvegar kveðjur og ávörp af íslands hálfu í opinberum sam- kvæsmum, er voru í sambandi við sýninguna. Það má hiklaust segja, að þáttaka Islend- inga í sýningunni hafi vel tekizt og sé þeim til sóma, er þar að stóðu. Þetta hvetur til að setja markið hátt í framtíðinni, þegar hið sama ber aö höndum, því aö ætíð á að keppa að því að betur takizt næst, þótt vel sé af stað farið. Þess er vert að geta til maklegs lofs, að hin ísl. sýningarnefnd naut ágætrar aðstoðar Olaf Arngrimson, listmálara í Kaupmannahöfn, um hinn tiikomumikla útbiinað „íslenzka homs'ins" á sýningunni. hliðsjón af aðstöðu þeirra til tilraunastarf- semi. 3. Framtíðarskipulag þessarar starfsemi og sainband hennar við Atvinnudeild Háskóla lslands. 4. Fjárþarfir starfseminnar. Ályktanir ráðsins um þau atriði, er falla undir töluliö 1. hér að framan, voru sem hér segir: Tilraunaráðiö leggur til, að árangur til- raunanna verði birtur á eftirfarandi hátt: 1. Birtar verði helztu niðurstöður af ein- stökum tilraunum, þegar sýnt þykir hver hinn hagnýti árangur þeirra sé, og jafnframt því þær ályktanir, sem af þeim má draga, til afnota fyrir verklegar framkvæmdir. Skýrslur þessar séu samdar í sem styztu máli og birtar í Frey, en sérprentaðar á laus- um tölusettum blöðum undir nafninu: „Fregnir Búnaðarfélags Islands frá til- raunastarfseminni í jaröræktarmáluin.“ 2. Heildarskýrslur um hverja sérstalía tij- raun, sem gefnar verði út, þegar hverri til- raun eða t'ilraunasamstæðu er lokið, eða hefir verið starfrækt svo lengi, að telja má að feng- ist hafi nokkurn veginn örugg svör við þeim spurningum, sem þar áttu að leysast. í skýrslum þessum verði gefið ýtarlegt yf- irlit yfir tilhögun tilraunanna, undirbúning allan, starfrækslu og talfræðilegan. árangur og ályktanir þær, er af tilraununum verða dregnar. Skýrslur þessar séu gefnar út í Búnaðar- ritinu og jafnframt sérprentaðar. Broti Bún- aöarritsins verði breytt í Skírnisbrot. 3. Aðalárangur allra ræktunartilrauna, sem gerðar hafa verið í lndinu, og nú er veriö að gera, sé dreginn saman og gefinn út í sér- stakri skýrslu með nauðsynlegum skýringum. Yfirlit þetta sé endurprentað t.d. á 10 ára fresti, með þeim breytingum og viðaukum, sem tilraunastarfsdmin gefur tilefni til á hverjum tíma. Skal þessi útdráttur, að því leyti sem hánn

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.