Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 4
178
FRE YR
3óía6)U<3Í2t&tttð
(Sftn: séva ^Dorgeit Qónsfon
Jólin eru að koma, þessi fagnaðar og
ljóssins hátíð, sem allir þrá og hlakka til.
Og til grundvallar fyrir þessari gleði manna
yfir komu jólanna liggur auðvitað margt.
En það er aðallega tvennt, sem mestu máli
skiptir og dýpstan fögnuð skapar í hjörtum
okkar. Og þetta tvennt er birtan og ylurinn,
sem jólin boða og flytja inn í líf okkar
mannanna barna. Og þetta skeður í tvenns
konar skilningi. Annars vegar tekur sólin
að nálgast okkur með vaxandi skini og
varma, og hins vegar hefir fæðing meist-
arans frá Nasaret komið af stað aldahvörf-
um í heimi andans með birtunni og hlýj-
unni sem hvílir yfir og felst í lífi hans og
boðskap. Upp af þessu hvoru tveggja sprett-
ur dýrð jólanna í hugum okkar.
Út frá þessu er það auðvelt fyrir okkur
að skilja forfeðurna, sem að fornum sið
drukku fagnaðaröl um þetta leyti ársins, og
færðu Frey fórnir, ljóssins guði, sem þeir
trúðu að réði yfir regni og ávexti jarðar,
og sem þeir hétu á til árs og friðar. Við
sjáum í þessu trúarlega hollustu og ein-
kenni vorhugans, sem fagnandi þakkar og
biður, þegar lagavald náttúrunnar kemur
til móts við hann, fullt af fyrirheitum og
eggjandi til dáða, djörfungar og fyrir-
byggju. Á þetta lítum við með samúð og
skilningi, sem nú lifum, og finnum í því
nokkurn skyldleika við það sem í brjóstum
okkar bærist, þegar jólahátíðin er í nánd.
Hugur okkar er bundinn við hina hækkandi
sól, sem vekur frjómögn jarðarinnar af
dvala vetrarkuldans, og eykur þau og marg-
faldar með áhrifum sínum. Jarðlífstilvera
okkar veltur á þessu, og hamingjan er eigi
lítið undir því komin, hvernig okkur tekst
að hagnýta verðmætin í skauti náttúrunn-
ar. í þessu sambandi gjörir gleði og eftir-
vænting vart við sig hjá okkur eins og feðr-
unum. En við þökkum ekki Frey, heldur
úlföður fyrir þessa tilhögun og þessi gæði,
og skoðum þau sem hans framréttu kær-
leikshönd okkur til aðstoðar á'þroskabraut-
inni. Þó er jólagleðin okkar lang dýpst og
helgust í sambandi við Betlehemsundrið
forðum, í sambandi við fæðingu Jesú Krists.
Frá lífi hans og orðum stafar birta, sem lýst
getur upp hvert hugskot, og frá lífi hans
við vel minnast, er við nú höldum jól, yfir-
leitt við allsnœgtir og góðan hlut miðað við
það, sem víða er hjá frcendum vorum og
vinum handan við nœstu höf.
Öll harðstjórn elur sín eigin banamein og
líður fyrr eða síðar undir lok. Harðstjór-
arnir geta aldrei vœnzt þess að svo lengi
daginn eða að svo bjart verði umhverfis þá,
að það votti fyrir vinsemd né virðingu
þeirra þjóða, sem þeir sviptu frelsi með því
að rjúfa orð og eiða og með því að beita
vopnum án allra saka. Því er kostur þeirra,
er ókjörin og misréttið þola, að því leyti
betri, að þeir geta i von og trú horft fram
til þess og í kyrrþey unnið að því, að hinu
myrka skammdegi, er nú grúfir yfir hag
þeirra og frelsi létti af, og að framundan
séu langir dagar Ijóss og lífs, sem vert sé
að þrá og berjast fyrir.
Við gerum okkur engar gyllivonir um það,
að skammt sé að bíða betri tíma, en við trú-
um því og treystum, að hörmungar þcer,
sem að nú ganga yfir, séu þrátt fyrir allt,
aðeins erfiður skammdegiskafli í lífi og
sögu þeirra þjóða, sem að okkur eru skyld-
astar og tengdastar. Senn muni þvi skamm-
degi létta og um leið þeim skuggum þess,
sem að hingað ná. Eftir þœr „sólstöður“
muni daginn lengja bœði fljótt og vel. Með
þeim hug höldum við heilög jól, skiptumst
á jólakveðjum og segjum
GLEÐILEG JÓL. Á. G. E.