Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 5
179
FRE YR
Ljósm. A. G. E.
Furðu fáir vita, að tíl eru tvö líkneski af Jóni Sigurðssyni, bœði steypt eftir hinni sömu frummynd
Einars Jónssonar myndhöggvara. Líkneskið á Austurvelli í Reykjavík kannast flestir við. Hitt líkneskið
reistu landar i Vesturheimi. Það stendur á fögrum stað í þinghúsgarðinum í Winnipeg. Stjórn Manitoba-
fylkis leyfði íslendingum að velja því stað hvar sem þeir vildu í garðinum. Er það einhver hinn mesti
heiður, sem þeim hefir verið sýndur í Canada. Enginn annar þjóðflokkur, sem Manitoba byggir, á slíkt
tákn sögu sinnar og þjóðernis í námunda við þinghús fylkisins og stjórnarsetur.
og orðum leggur þann hita, sem brætt fær
ísinn úr hjörtum mannanna. í hvert sinn
er við hlustum eftir rödd hans, færumst
við nær og nær hinni gæskuríku og mátt-
ugu forsjón, og skynjum betur og betur vís-
dóm hennar og vilja. Við fótskör meistar-
ans bergjum við á uppsprettu lífsins, sem
gjörir okkur andlegri, meira guðelskandi og
um leið víðsýnni og frjálsari. Og á þessu
hvílir ekki aðeins heill okkar í andlegum
efnum, heldur og hagsæld okkar og ham-
ingja í veraldlegum málum. Það er stað-
reynd, að samkvæmt innræti okkar og and-
legum þroska, metum við og meðhöndlum
jarðargæðin. Og af þeirri lífsspeki og því
trúar- og kærleikslífi, sem meistarinn
uiiðlar hverjum, sem með honum lifir,
spretta því lifandi og þróttmikil störf í
hinum stundlegu viðfangsefnum, störf, sem
eru unnin af samvizkusemi og framsýni, og
þeim kærleikshug, sem hefir hag og giftu
fjöldans og framtíðarinnar fyrir augum.
Af þessu, meðal annars, má okkur því vera
það ljóst, í hvaða stétt og stöðu sem við
erum, hvílíka blessun jólin boða okkur, og
þar af leiðandi meiri fögnuð en allt annað.
„Réttlátum manni er gleði að gjöra það
sem rétt er,“ sagði einn af spekingum fom-
aldarinnar. Frelsarinn sagði: „Ég er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið,“ og „kominn
til þess að þér hafið líf og nægtir“. Án sól-
arinnar er lífið myrkur og kuldi, og án
frelsarans er það vonlaust og villuráfandi.
Nemum boðskap jólanna. Útrýmum sund-
urlyndinu. Glæðum bróðurkærleikann í
brjóstum okkar. Byggjum upp störfin í
anda meistarans.
GLEÐILEG JÓL!