Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1940, Page 6

Freyr - 01.12.1940, Page 6
Í8Ö PRE YR IslaiiiBs- IlllllIlÍ Sungið á samkomu íslendingafélagsins í Khöfn 1. des. 1918. Um þetta íslandsminni segir skáldið og b ó n d- i n n Gunnar Gunn- arsson í bréfi til Freys: — Þetta íslandsminni hefur það eitt til síns ágætis að vera jafn- gamalt fullveldi okkar, liðlega tvítugt, og er því ef til vill ekki úr vegi að það komi fyrir almenningssjónir ein- mitt nú. — Þú eyjan vor hvíta í œginum blá, sem apalhraunum giröir fríða bala, með fossunum björtu og fjöllunum há, nú flýgur klökkur muni heim til dala. Hann elskar jafnt hamar og hafbarinn drang sem heiða-auðn og dala vœnan gróður, pví hjartað ei skiptir um heimilisfang og höf og lönd ei skilja barn frá móður. Þú sveipuð ert snœhjúpi, klökug og köld, en Katla stráir vikri akra snauða, en samt er nú hafin þín hamingjuöld — sjá heillatáknið bláa-hvíta-rauða! Á landi og sjó blaktir fáni pinn frjáls, pitt fullveldistákn, vort heiðursmerki. Þau regin, sem gættu vors goðhelga máls, pau gœta hans ef stöndum trútt að verki. í dag rœtist feðranna draumur um Frón, sá draumur sem byggði íslands strendur, og sœlt er hvert auga, sem auðnast sú sjón, að óháð þjóð í frjálsu landi stendur. í sólmóðu hiliinga sögunnar öld vér sjáum, þar frelsishetjur skarta, sem inntu af hendi pau gullvœgu gjöld, að ganga fram með djarft og óskelft hjarta. Vér börn þín, pú ísaláð, óskum pess heitt, í öllu að hlúa þínum blóma; þér, móðir, til handa vér öll viljum eitt: um aldir alda frelsi, heill og sóma!

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.