Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 7

Freyr - 01.12.1940, Qupperneq 7
FRE YR 181 RÆÐUSTÓLL HVANNEYRARSKÓLANS. A fimmtíu ára afmœli Bœndaskólans á Hvanneyri vorið 1939, gáfu Borgfirðingar skólanum rœðustól útskorinn úr eik. Á þrjár hliðar stólsins eru skornar upphleyptar myndir. Aðalmyndirnar eru þessar: 1. Maður að stinga upp með reku. 2. Sáðmað,ur. 3. Sláttumaður. Tvcer þessara mynda sjást hér að ofan, en sáðmaðurinn á forsíðu blaðsins. Auk þess er stóllinn skreyttur skornum myndum af búfé og öðrum húsdýrum og af búsáhöldum. Efst á framstuðlunum eru brjóstlíknesi, er sýna konu á íslemkum bún- mgi og bónda hennar, Á framhliðinni er, auk sáðmannsins, mynd af sveitabæ, og svohljóðandi áletrun: Bœndaskólinn á Hvanneyri 1889—1939, frá Borgfirðingum. „Akrar voru frjóvir og aldingarðar, gladdist arður í grœnum sverði." Einkunnarorðin eru úr kvœði eftir séra Björn í Sauðlauksdal. Ríkarður Jóns- son orti stólinn og skar hann út. Aðal hvatamenn þess, að gefa skólanum þennan merka grip, sem ekki mun eiga sinn líka hér á landi, voru þeir Guðm. Jónsson á Hvitárbákka og Jón Hannesson í Deildartungu.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.