Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1940, Side 12

Freyr - 01.12.1940, Side 12
186 FRE YR nærri? Hver gefur sáðkorninu smæsta þenna undramátt, að vaxa í djúpri dauða- kyrrð moldarinnar og þroskast sem sjálf- stæð lífsvera upp í ljósið og ylinn, unz það nær vaxtarhæð hins fullkomna og algera? Fornaldarmaðurinn, sem sáði korninu í heilagri tilbeiðslu frammi fyrir guði og fórnaði honum af ávexti jarðarinnar, átti svarið við þessum spurningum. Oss getur fundizt að hann hafi farið barnalega og einfeldnislega að ráði sínu. Og vér tökum ekki upp óbreytta háttu hans. En vér ættum samt að muna það, sem hann hafði hugboð um fyrir þúsundum ára, að guð einn gefur vöxtinn, ræður öllu lífi, að „án hans gcezku aldrei sprytti rós“, eins og Matthías kvað. Ég held, að samtíð vor þyrfti að læra þá lexíu af nýju, læra hana betur. Það er gott að hafa hæfilegt sjálfstraust og vanmeta ekki eigin krafta. En það er jafn hættulegt að byggja eingöngu á sín- um eigin afrekum. Það er áberandi einkenni í sögu þjóðanna, einmitt hina síðustu ára- tugi. Eftir því, sem hin ytri menning hefir aukizt, tök mannsins á efninu orðið sterk- ari, hefir hann smám saman sett sjálfan sig og sín verk meir og meir í Guðs stað. Og enginn þarf að efast um, að þar er undirrót þess mikla böls, sem nú ógnar heiminum svo átakanlega. Mennimir hafa hætt að trúa á lífið í hendi guðs, hætt að vera sér þess meðvit- andi, að hann er upphafið og endirinn, „faðir. og vinur alls sem er“, og að með hon- um ættu þeir að skapa nýjan heim og betri. Trúin á efnið og tæknina hefir komið í staðinn. Það er sú trú, sem nú hefir fengið það hlutverk að fara eyðandi eldi haturs og tortímingar um löndin. Vér horfum í fjarska á þann hildarleik og vonum þess og biðjum, að hann færist aldrei hingað, í kyrrð og friðsælu íslenzkra stranda og dala. En gefum þá guði það sem guðs er. Elsk- um, byggjum og treystum á landið í hans varðveizlu og vernd, minnug þess, að það er hann, líf af hans lífi, sem lætur hið smæsta sáðkorn gróa og vaxa. Að vér sköpum ekk- ert nema með honum, studd af hans mætti, náð og miskunn. Að vér erum ekkert án hans, eins og stendur í lofsöng þjóðarinnar: „Vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem lyftir oss duftinu frá.“ Munum, að með þeirri trú, og í þeirri trú tryggjum vér aðeins menningarlega og mannsæmilega tilveru oss sjálfum og fram- tíð barna vorra. Látum þá trú helga störfin, sem vér vinnum, svo þau verði oss til nytja öðrum til blessunar og guði til dýrðar. — Markmið lífsins getur ekkert verið nema það. Og með það fyrir augum hafa allir þörfustu menn þessarar sveitar og þessarar þjóðar ætíð lifað. Þess vegna þökkum vér verk þeirra og blessum minningu þeirra. Og biðjum þess, að oss megi auðnast að halda því áfram, sem þeir gerðu bezt. Svo biðjum vér góðan guð að blessa alla iðju vora, störfin, sem vér vinnum á þessu minnisstæða vori og störfin, sem í vændum eru. Vér biðjum hann að vaka yfir bæ og byggð þessa lands og gefa börnum þess sterka, óbifanlega trú á framtíðina í hans hendi. Vér biðjum hann að blessa vorn tíman- lega hag oð hjálpa oss gegnum erfiðleika þá og vandræði, sem nú standa fyrir dyrum. Vér biðjum hann að blessa atvinnuvegi vora til lands og sjávar, og gefa þjóð vorri og fósturjörð hamingju til frelsis, og aukinna framfara á nálægum tíma. En fyrst og síðast biðjum vér þess, að guðsríki komi í krafti sínum með „þverr- andi tár“, með réttlæti, frið og farsæld til vor og allra manna. Með þeirri bæn helgum vér hátíð vora í dag og framtíð komandi daga í Jesú nafni. Síg. Stefánsson.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.