Freyr - 01.12.1940, Blaðsíða 15
FRE YR
189
# Ólafur Hákonarson ríkiserfingi Noregs.
Solskitl Í Skaugum Kona hans Mártha krónprinsessa og börn
þeirra prinsessurnar Ragnhild og Astrid
og prins Harald. — Myndin er tekin
á hlaðinu á Skaugum sumarið 1939. —
„Einn sinni var kóngur
Þá sögu er nú hægt að segja með sanni,
í æðimörgum ríkjum Norðurálfunnar. Við
Islendingar erum yfirleitt ekki svo kon-
ungssinnaðir, að við finnum verulega til
þess eins, þótt konungar láti af völdum, en
nú veltur á meiru en titlum og tign. Það er
frelsi þjóðanna sem verður að lúta í lægra
haldi fyrir ofbeldi og einræði. Þegar slíku
fer fram, er konungur hvers þess ríkis, er
fyrir óréttinum verður, sá fulltrúi þjóðar
sinnar, er mestu varðar að standi vel í stöðu
sinni, haldi vel á rétti þjóðarinnar og beygi
sig í engu.
og drottning í ríki sinu“
Einn af þeim þjóðhöfðigjum, sem hafa
orðið að hörfa úr ríki sínu, er Hákon
Noregskonungur. Er sú saga öllum kunn
hér á landi, og það hversu trúr hann reynd-
ist þjóð sinni, þegar mest á reið. Ólafiir
Hákonarson ríkiserfingi Noregs dvelur með
föður sínum í Englandi ásamt hinni löglegu
stjórn Noregs. Kona Ólafs, Mártha krón-
prinsessa, flúði með börn þeirra þrjú, fyrst
til Svíþjóðar og síðar til Ameríku.
Ólafur ríkiserfingi er að nokkru leyti al-
inn upp við búskap. Hákon konungur faðir
hans hefir um langt skeið rekið bú á Bygdö