Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 18
I
78 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004
Fókus T3V
Geimverurnar ern á leiðinni
Jesn og Gendhi eða Gengis I
Tíðindi eru í vændum sem
munu breyta svo allri sögu mann-
kynsins á Jörðinni að það verður
aldrei samt aftur. Hvort þau tíðindi
verða til góðs eða ills er hins vegar
alveg óvíst. Og verst er að vita
hvenær þau tíðindi verða. Það
gætu nefnilega liðið milljón ár
þangað til fréttirnar berast. Og
milljón ár eru langur tími og þá
verður margt breytt á Jörðinni.
Fyrir milljón árum síðan vorum við
til að mynda ennþá hálfapar suður
í Afrflcu. En þessi tíðindi gætu líka
gerst eftir skemmri tíma og það
verður reyndar að teljast lfldegra.
Kannski eftir skitin þúsund ár.
Jafnvel eftir bara hundrað ár, eða
flmmtíu ár, eða tíu ár. Kannski
strax á morgun. Maður veit aldrei.
En það mun gerast - fyrr eða síðar.
Allt í einu mun spyrjast með eld-
ingarhraða út um alla heims-
byggðina: Vísindamenn hafa tekið
á móti skeyti utan úr geimnum.
Það er einhver í símanum. Eða í út-
jaðri sólkerfisins hefur uppgötvast
ljósdepill og stefnir til okkar á ofsa-
hraða og getur aðeins þýtt eitt: Við
erum að fá heimsókn.
Og þvflíkir gestir!
Líf á milljónum reikistjarna?
En það er nú einmitt það.
Hverjir verða gestirnir? Og hvernig
munu þeir haga sér? Við viljum
vissulega vera gestrisin - en verða
þetta aufúsugestir?
Á undanförnum árum hefur
stórlega vaxið trú jafnvel hinna
jarðbundnustu vísindamanna - og
jafnframt þor þeirra til að viður-
kenna þá trú - að líf sé á öðrum
hnöttum. í stjörnuþokunni okkar,
Vetrarbrautinni, eru kannski
400.000.000.000 sólir. Jafnvel þótt
líf kunni að vera afar sjaldgæft er
þessi tala svo há að þótt það kvikni
ekki nema á brotabroti reikistjarna
við allar þessar sólir, þá er samt um
Það má að vísu
ímynda sérþjóðflokk
sem fer um geiminn
bara til þess eins að
skoða, en gætir sín á
því að snerta ekki,
skilja ekki eftirsig
nein ummerki sem
gætu truflað sjálf-
stæða þróun lífsins á
hverjum áfangastað.
En það verður að telj-
astólíklegt.
að ræða þúsundir og þó öllu held-
ur milljónir af plánetum. Og þótt
það líf muni víða aldrei ná málungi
matar né rísa upp af frumstæðu
stigi jurta og smádýra, það eru
samt svo margar reikistjörnur eftir
að það er næstum óhugsandi ann-
að en á fjölmörgum plánetum bara
í þessari stjörnuþoku okkar lifni að
lokum vísindi og tækni - og gamlar
konur á hverjum stað langi að lok-
um í ferðalag. Út í geiminn, til
stjarnanna. Til okkar. Og kannski
eru geimskip þeirra þegar á leið-
inni. Væntanleg seinni partinn á
morgun.
En það er þá þessi spurning,
hverjir koma?
Tittlingaskítur í sögu al-
heimsins
Sumir - og helst þeir sem sann-
færðastir eru um líf á öðrum hnött-
um - þeir spyrja reyndar ekki:
Hvenær munum við fá heimsókn?
- heldur frekar: Hvers vegna er
enginn þegar kominn?
Því það er auðvitað tóm tilviljun
að mannkynið sé að komast til vits
og ára akkúrat núna. Skyni gæddar
verur á öðrum hnöttum í Vetrar-
brautinni gætu allt eins hafa þróast
og lagt af stað út í geim fyrir þús-
undum árum, milljónum ára, tug-
milljónum ára - jafnvel heilum
milljarði. Og það hefur verið reikn-
að út að geimverur sem smíða skip
sem ná þó ekki væri nema einum
tíunda af hraða ljóssins (íjarlægt
markmið fyrir okkur ennþá, en
næst áreiðanlega á endanum), þær
muni hafa lokið við að kanna Vetr-
arbrautina á fáeinum milljónum
ára - í hæsta lagi. Og þótt milljón ár
séu langur tími í okkar sögu eru
þau bara tittlingaskítur í sögu al-
heimsinsins. Hvers vegna hefur þá
enginn ratað hingað ennþá?
Eru „þeir" löngu komnir?
Eitt svar við þeirri spurningu:
„Þeir“ eru þegar komnir, meira að
segja fyrir löngu. Þeir fóru bara aft-
ur eftir að hafa svipast svolítið um,
eins og hverjir aðrir túristar - búnir
að taka myndir í albúmin sín
heima af risaeðlunum sem réðu
ríkjum á þessari bláleitu reiki-
stjörnu.
(Aðrir kynnu að halda því fram
að þeir hafi ekki farið neitt aftur,
þeir séu hér allt um kring í iljúg-
andi diskunum sínum - en látum
þau „fræði“ liggja milli hluta. Það
er svo sorglega fátt í raun og veru
sem bendir til að það geti verið
satt.)
En hafi Jörðin verið heimsótt
einhvern tíma í fyrndinni utan úr
geimnum, áður en við vorum
menn til að taka einu sinni eftir
gestunum, þá fer að vandast málið.
Sækjast eftir lífsrými, hrá-
efnum, fæðu
Það má að vísu ímynda sér
þjóðflokk sem fer um geiminn bara
til þess eins að skoða, en gætir sín á
því að snerta ekki, skilja ekki eftir
sig nein ummerki sem gætu truflað
sjálfstæða þróun lífsins á hverjum
áfangastað.
En það verður að teljast ólfldegt.
Geimverur sem eru svo forvitnar
og metnaðargjarnar að þær leggja
á sig að þróa og smíða skip til
ferðalaga um geiminn - þær hljóta
að vera á höttunum eftir einhverju.
Það gæti verið lífsrými, það gætu
verið hráefni, það gætu í besta falli
verið sýnishorn af lífinu á hverjum
stað í dýragarðana sína. Við skul-
um bara vona að þær séu ekki
svangar.
Og það er alla vega erfitt að
ímynda sér annað en svo fjölbreytt
og auðug reikistjarna eins og Jörð-
in hefði fyrr eða sfðar vakið áhuga.
Við getum bara litið í okkar eigin
barm. Þegar við leggjum í ferðalög
til stjarnanna og hittum á reiki-
stjörnu eins og Jörðina þar sem
ennþá hefur kannski þróast „viti
borið líf“ heldur ráfa bara um
frumstæðar risaeðlur eða sverð-
tígrar: Munum við geta staðist
mátið að leggja þá plánetu undir
okkur, setja upp nýlendur, grafa
námur, reisa gróðurhús, ráðskast
með þróunina?
Myndum við stíga létt til
jarðar?
Nei, það munum við áreiðan-
lega ekki geta. Við erum bara svo-
leiðis tegund. Og einmitt svoleiðis
tegundir - forvitnar, gráðugar,
ágjarnar og eigingjamar - þær eru
jú líklegastar til að leggjast í ferða-
lög. Og skilja eftir sig merki. En þau
merki er hvergi að sjá á Jörðinni -
hvað svo sem þeir segja, Erich von
Daniken og Graham Hancock!
Hvers vegna?
Um það eru til ýmsar kenning-
Ceimverur sem eru
svo forvitnar og
metnaðargjarnar að
þær leggja á sig að
þróa og smíða skip til
ferðalaga um geiminn
- þær hljóta að vera á
höttunum eftir ein-
hverju. Það gæti verið
lífsrými, það gætu
verið hráefni, það
gætu í besta falli verið
sýnishorn aflífinu á
hverjum stað í dýra-
garðana sína. Við
skulum bara vona að
þær séu ekki svangqr.
ar. Ein er sú að „þeir“ hafi víst
komið en ólíkt því sem við mynd-
um gera sjálf, þá hafi þeir ekki
komið til að setjast að og arðræna,
skemma og skipta sér af - heldur
eingöngu fyrir forvitnisakir. Og
stigið afar laust til jarðar til að
raska ekki ró hinna innfæddu;
hverjir sem það kunna þá að hafa
verið: Þribrotar, froskdýr, risaeðl-
ur, suðurapar. Þetta er trú hinna
vongóðu - þeirra sem vona í
lengstu lög að ferðalöngum um
geiminn hljóti ekki að vera efst í
huga að frnna eitthvað sem þá
langar í, svo þeir ræni og rupli og
prumpi á frumstætt lífið á hverjum
áfangastða. í áhöfn geimskipanna