Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004
Fréttir DV
Ástrali fékk
fimm mánuði
Ástralskur maður var í
gær dæmdur í Héraðsdómi
Reykjaness til að sæta fimm
mánaða fangelsi fyrir að
brjóta lög um útlendinga.
Maðurinn var stöðvaður á
Keflavíkurvelli í byrjun
nóvember þegar hann kom
hingað til lands ásamt
tveimur kínverskum stúlk-
um. Öll þrjú reyndust með
fölsuð vegabréf og var ferð
þeirra heitið vestur um haf
til Bandaríkjanna. Maður-
inn hefur setið í gæsluvarð-
haldi frá 7. nóvember sl. og
dregst sá tími frá refsing-
unni.
Útlendingar
ífangelsi
Tveir karlmenn um þrí-
tugt voru í gær dæmdir í
fjögurra mánaða fangelsi í
Héraðsdómi Reykjaness
fyrir fjársvik. Mennirnir
komu til landsins frá París
19. desember. Annar
mannanna, sem sagður er
frá Kongó, var stöðvaður
við eftirlit í Leifsstöð og
kom í ljós að hann var með
falsað vegabréf. Félagi
mannsins var handtekinn á
gistiheimili £ Reykjavík degi
síðar. Hann var með
belgískt vegabréf upp á
vasann en það reyndist við
skoðun vera falsað. Hann
segist vera Belgi af
marokkóskum uppruna.
Með íslenskar kenni-
tölur í bönkum
Mennimir tveir viður-
kenndu að hafa framvísað
fölsuðum vegabréfum;
annar við komuna til lands-
ins og hinn við handtöku.
Þá kom upp úr dúrnum
að mennirnir voru ekki í
sinni fyrstu ferð hingað til
lands. Þeir komu hingað £
nóvember og hvor um sig
náði sér f fslenska kenni-
tölu hjá Hagstofunni. Þeir
notuðu sfðan íslensku
kennitölurnar til að stofna
þrjá bankareikninga í
þremur bönkum hvor.
Viðurkenndu brotin
Þeir viðurkenndu að
hafa framvísað fölsuðum
skilríkjum á Hagstofunni og
f íslenskum bönkum. Til
þess að fá íslenska kenni-
tölu þurfa útlendingar að
hafa uppáskrift einhvers
sem búsettur hefur verið
hérlendis í einhvern tíma.
Lögreglan hafði rökstuddan
grun um að mennirnir
hefðu haft í hyggju að
stunda fjársvikastarfsemi
hérlendis.
viÖ.bankam
Sparisjóður Reykjavíkur í Hátúni hafði verið vaktaður af Öryggismiðstöðinni vikurnar áður en
rán var framið í gær. Tveir dökkklæddir menn brutu rúðu í gjaldkerastúku og ógnuðu starfs-
fólki með vopnum. Þeir flýðu í átt að miðbænum, annar hjólandi, hinn á hlaupum.
Hrifsuðu peninga
Ræningjarnir i
Spron brutu hlifd-
argler gjaldkera og f
hrifsuðu af honum
ingabunt
/ ■>* 'VUMWIIIfc.l
Hélt ræningjana vera afi
hlaupa í mat lil mömmu
„Ég sá annan strákgemlinginn þeysast áfram
á hjóli og hinn hlaupa á eftir. Ég áttaði mig ekki á
því að þetta væri bankarán, það leit bara út fyrir
að þeir væru að hlaupa í mat til mömmu,“ segir
Andri Guðmundsson, starfsmaður á Hjólbarða-
verkstæði Sigurjóns, við hliðina á útibúi Spron í
Hátúni sem var rænt klukkan 11.19 í gær.
í tilkynningu lögreglunnar segir frá því að
tveir dökkklæddir menn ruddust inn í SPRON
við Hátún. Þeir komu á reiðhjólum að bankan-
um og höfðu nælonsokk strengdan yfir höfuðið.
Þeir voru með barefli og hótuðu starfsfólki þar til
þeir fengu afhenta fjármuni. Þá hlupu þeir á
brott, annar þeirra fór á reiðhjóli sínu en hinn
hljóp á eftir. Starfsfólk og nærstaddir fylgdust
með þeim á flótta yfir bílastæði þar til þeir fóru
fyrir hornið á kirkju Fíladelfíusafnaðarins og
hurfu sjónum. Annar ræningjanna skildi eftir
reiðhjól sitt.
Ræningjarnir létu öllum illum látum inni í
bankanum og brutu rúðu við gjaldkerastúku
með álkylfu. Þrumu lostnir gjaldkerarnir afhentu
peningabúnt þegar annar ræninginn teygði sig
yfir brotna rúðu sem ætluð var til að skýla gjald-
kerum. Þeir ógnuðu starfsfólki bankans til þess
að ná fram vilja sínum.
Samkvæmt heimildum DV vaktaði Öryggis-
miðstöðin útibúið sérstaklega frá því rétt fyrir
jólin, eftir að tveir grunsamlegir ungir menn
sáust fyrir utan bankann. Þeir settu á sig lambús-
hettur en hurfu á brott, án þess að fara inn í
bankann.
Lögreglan telur líklegt að ræningjarnir séu á
milli 20 og 30 ára gamlir og byggir rannsókn sína á
þeim vísbendingum sem lágu fyrir á vettvangi.
Lögreglan leitaði mannanna f miðbænum í gær en
fann þá ekki. Fólk er beðið að hafa samband ef það
býr yfír upplýsingum sem tengjast ræningjunum.
jontrausti@dv.is
Svarthöfði hefur fengið sönnun
þess að það eru fleiri en íslendingar
með ættfræði á heilanum. Þar sem
hann var á Netinu að leita sér að nýj-
um uppskriftum að ostapoppi, tók
hann eftir „frétt" sem þar var á
sveimi um náin fjölskyldutengsl
þeirra harðjaxlanna Arnolds
Schwarzenegger og Clints
Eastwood. Svarthöfði rakst meira að
segja á ættartré, þessu til stuðnings,
og varð var við að tréð þætti miklum
tfðindum sæta, ekki síst í ljósi þess
að fleira væri sameiginlegt með
köppunum en „skyldleikinn" einn.
Þeir eru báðir kvikmyndastjörnur
sem leika ekki alveg ólíkar persónur
og báðir hafa líka fengist við stjórn-
mál, þótt Schwarzenegger hafi náð
heldur lengra en Clint, orðinn ríkis-
stjóri í Kaliforníu, en Clint var bara
bæjarstjóri í smábænum Carmel um
skeið. Ættartréð á Netinu sýnir þó
fyrst og fremst, að mati Svarthöfða
sem er alveg ófróður um ættir sínar,
hvað áhugamenn um ættfræði eru
tilbúnir að teygja sig langt til að
finna tengsl milli fólks. Þeir félagar
„tengjast" neinilega gegnum hjónin
William og Ursulu Clinton (forfor-
eldra Bills?) sem fóru yfir á veiði-
lendurnar miklu um og upp úr miðri
sextándu öld eða fyrir rúmum 450
árum.
Og reyndar eru tengslin svo veik
að varla er orð á þeim gerandi; Clint
er vissulega kominn af þeim hjónum
en „tengsl" Schwarzeneggers byggj-
ast á því að ein Kennedy-systirin
giftist manni sem líka var aflcomandi
hjónanna. Önnur Kennedy-systir
átti dótturina Mariu Shriver og það
er hún sem nú hefur gengið að eiga
austurrísku píslina og þannig komið
á hinum mjög svo umræddu
„tengslum" milli Clints og Arnolds.
Ef þetta er skyldleiki, eða þó ekki
væri nema mægðir, þá skal Svart-
höfðihunjdur heita. Hann þykist viss
um að Kári klári yrði ekki í vandræð-
um með að finna meiri skyldleika
kappanna tveggja hvors við annan.
Eða skyldleika Svarthöfða við þá
báða. Bara ef Kári ætti gagnagrunn.
Clint, Arnold og Svarthöfði