Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2004, Blaðsíða 19
DV Fókus LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 7 9 r ! Verða pær eins og Búdda, Kahn, Nanúleon og Hitler? sé skipstjórinn Búdda, stýrimaður- inn sé Jesú Krist og Gandhi messagutti. Mynd þeirra ræðst af hugar- ástandi okkar Jú, við getum svo sem látið okkur dreyma um slíka heimsókn. En verður samt ekki að teljast að minnsta kosti alveg eins líklegt að á skipum sem lenda hér eftir siglingu milli stjam- anna verði það Gengis Kahn sem stjórni, stýrimaðurinn gegni nafninu Napóleon og messaguttinn heiti kannski Adolf Hider? Og hafi geimskip með slíka áhöfn lent á Jörðinni ein- hvern tíma í árdaga, er þá sennilegt að þú sætir þama með blað í höndunum að lesa í rólegheitum og meira og minna áhyggjulaus grein um hugsan- lega heimsókn geimvera til Jarðarinn- ar? Nei - þvf mannkyninu hefði aldrei verið leyft að þróast til vitsmuna af slíkum gestum. Síðan menn fóm í alvöru að velta fyrir sér möguleikanum á heimsókn utan úr geimnum hafa viðhorf til væntanlegrar heimsókn sveiílast nokkuð milli vonar og ótta, og senni- lega litast þau viðhorf ansi mikið af hugarástandi okkar hverju sinni. Ef við emm hrædd við stríð eða útrýmingu af öðmm sökum, þá vilja líka birtast í hugskoti okkar illúðlegar geimverur komnar að gera okkur illt. Þar til að óttinn við okkur sjálf verður svo mikill að við fömm þvert á móti að ímynda okkur göfugar geimverur, sem koma til að bjarga okkur, kenna okkur, leiða okkur á betri veg. Hvar eru siglingaþjóðirnar? Hinir áhyggjulausu segja sem svo að við þurfum ekki að vera hrædd. Geimvemr sem leggja í ferðalög milli stjarnanna hljóti að hafa náð ekki bara tæknilegri full- komnun, heldur líka þeim andlega þroska að troða ekki niður lífið á öðrum stöðum. Um það má hins vegar efast. Altént er líklegra en hitt að Jörðin okkar hafi líklega aldrei fengið neina heimsókn - frá hvor- ugri þeirri áhöfn sem áður var nefnd. Og hvers vegna þá ekki, ef öll Vetrarbrautin er iðandi af lífi og nægur tími hafi gefist frá Mikla- hvelli til að upp hafi risið siglinga- þjóðir, langt á undan okkur? Því það verður að teljast afskap- lega ólíklegt að fyrst núna - akkúrat þegar við stöndum sjálf á þröskuldi geimferðalaga og náum kannski að leggja upp til annarra sólkerfa eftir fáeinar aldir - fyrst núna sé þróun- in á öðrum hnöttum komin á sama stig. Ef það er yflrleitt möguleiki á viti bornu lífi annars staðar, þá hljóta margir að hafa verið á undan okkur - jafnvel fjöldamargir. Og hvar eru þeir þá? Bíða þess að við þroskumst andlega? Ein skýring er sú að þrátt fyrir allt sé hvergi líf nema hér, að minnsta kosti ekki viti borið líf, að minnsta kosti ekki í Vetrarbraut- inni okkar. Önnur að „þeir" hafi komið eða að minnsta kosti löngu veitt okkur athygli og séu jafnvel að fylgjast með okkur úr fjarlægð. Bíði þess að tegundin maður verði nógu þroskuð andlega til að teljast sam- kvæmishæf - maðurinn verði nógu dannaður til að vera gjaldgengur í almennilegan selskap á stjarn- fræðilega vísu. Og ástæðan fyrir því að við höfum ekki orðið vör við at- hyglina sé einfaldlega sú að þótt við teljum okkur búa yflr full- kominni tækni nú þegar, þá séum við á mælikvarða geimbúanna ennþá eins og hverjir aðrir krakkar með legókubba - eða frumstæðir þjóðflokkar sem kunna ekki aðra leið til samskipta en trumbuslátt eða reykmerki. Steinaldarmenn á Reiknað hefur verið út að geimverur sem smíða skip sem ná einum tíunda af < hraða Ijóssins, þær muni hafa lokið við að kanna Vetrar- brautina á fáeinum milljónum ára - í hæsta lagi. Og þótt milljón árséu langur tími í okkar sögu eru þau bara tittlingaskít- ur í sögu alheimsins- ins. Hvers vegna hefur þá enginn ratað hing- að ennþá? Nýju-Gíneu hafa jú ekki minnstu hugmynd um að aílt í kringum þá í loftinu séu sjónvarpsbylgjur, Inter- net og SMS. Metorðagirndin er hættuleg Sú þriðja skýring er dapurlegri. Hún gengur út á að tegundir sem eru nógu metorðagjarnar til að komast til stjarnanna séu jafnframt svo gráðugar og sjálfum sér sund- urþykkar að þær gangi undantekn- ingarlaust af sér dauðum í inn- byrðis styrjöldum áður en of langt verður komist út í geim - eins og við mennirnir höfum svo sem þeg- ar staðið frammi fyrir og gætum því miður enn átt það eftir - eða arðræni svo náttúru sfna og umhverfi að þær veslist upp og deyi - eins og við gætum líka átt eftir, ef við pössum okkur ekki. Þetta er vissulega möguleiki en þó má ætla að nógu margar tegund- ir kæmust klakklaust í gegnum þá vaxtarverki sem mannkynið þarf nú að þola, til að einhverjar þeirra slyppu óhultar út í geiminn. Það er þá líklega huggun harmi gegn að þrátt fyrir allt er þá sennilegra að sú menning sem elur af sér Búdda lifi af, heldur en hin sem ól Hitler. Ægilegustu náttúruhamfarir alheimsins Fjórða skýringin hermir að ein- hverjar ægilegar náttúruhamfarir í geimnum, sem við höfum enn ekki kynnst, eigi sér stað svo reglulega að engin menning nokkurs staðar geti meira en rétt komist á legg - þá tætist allt í sundur og hrökklist ým- ist aftur á steinaldarstig eða hrein- lega alla leið til fjandans. Hér hefur athygli manna helst beinst að dularfullum fyrirbærum þar sem við þekkjum ennþá lítið til orsakanna, og kallast „gamma- geislablossar". Þetta eru gríðarleg- ar sprengingar sem verða hingað og þangað um geiminn og svo öfl- ugar að í nokkrar sekúndur senda þær frá sér svo öfluga og bráðdrep- andi gammageislun að orkan jafn- ast á við alla venjulega orkuútgeisl- un hins þekkta alheims. Þetta eru í stuttu máli sagt ægilegustu nátt- úruhamfarir sem hægt er að hugsa sér; jafnvel súpernóva er eins og hljóðlátur brandari í samanburði við þau ósköp. Hvað þama er á ferð vitum við ekki enn og viljum kannski varla vita það, því ef þetta gerist í okkar Vetrarbraut, þótt í órafjarlægð væri, þá er það svo ein- faft: Þið munuð öll þið munuð öll þið munuð öll... ekki lifa. Líkur benda til þess að í árdaga alheimsins hafl slíkir gamma- geislablossar verið töluvert algeng- ari en nú og þessir blossar gætu því hafa reglulega eytt öll lífi á stórum svæðum í heilu stjörnuþokunum. Það kynni vissulega að úrskýra hvers vegna siglingaþjóðir hafa ekki komist á legg - fyrr en þá kannski um þessar mundir. Séu þær á ferð úti í dimm- unni... En það hefur enginn gamma- geislablossi orðið í umhverfi okkar í háa herrans tíð. Og umhverfi okk- ar er þó engin smásmíði - nóg pláss fyrir fjölmargar siglingaþjóð- ir, líkt og við munum verða eftir fá- einar aldir, ef svo fer fram sem horfir. Og séu þær á ferðinni þarna úti í dimmunni, þá er eitt víst: Flestallar þeirra verða komnar ótrúlega miklu lengra á veg í tækni og vísindum en við. Það er beinlín- is fáránleg tilhugsun annað en að fyrsta siglingaþjóð sem hér gerði vart við sig myndi standa okkur svo miklu miklu framar á öllum svið- um að við ættum ekki séns - ef „þeir“ kysu að fara með ófriði og vildu kúga okkur og ræna og annað þaðan af verra. Bukkum okkur og beygjum Gleymum því öllum fantasíum um Independance Day eða FFH, þar sem tækni geimveranna og vopnabúnaður var ekki nema svo- lítilli spönn framar en það sem við áttum sjálf, og við gátum þess vegna barist og sigrað að lokum. Ef þeir koma - þegar þeir koma - hvenær sem það verður - eftir hundrað ár, tíu ár eða seinni part- inn á morgun - þá getum við ekki annað en bukkað okkur og beygt og vonað það besta. Að það verði ET sem kemur en ekki Alien- skrímslið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.